„Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 29. nóvember 2024 19:28 Elín Klara var að spila sinn fyrsta leik á stórmóti með A-landsliðinu. Vísir/Anton Brink „Mjög svekkjandi, að hafa ekki náð að klára leikinn,“ sagði Elín Klara Þorkelsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins í handbolta, eftir 27-25 tap gegn Hollandi í fyrsta leik Evrópumótsins. Það hrellti íslenska liðið á heimsmeistaramótinu í fyrra hvað liðið byrjaði leiki illa. Elín var vissulega ekki í leikmannahópnum þá en gat tekið undir að um framfaraskref væri að ræða. „Klárlega. Við mættum bara á fullu í þetta og ætluðum að keyra vel á þær. Vörnin bara flott og mér fannst sóknin mjög fín. Náðum að sundurspila þær og sömuleiðis hlupum alltaf til baka. Svo í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar. Þær keyrðu á okkur og við vorum að elta aðeins of lengi.“ Sem er erfitt fyrir öll lið og krefst mikillar orku, að lenda undir og þurfa að elta andstæðinginn. „Það getur verið erfitt, við lendum fjórum mörkum undir en náum að jafna, sem var mjög flott. Geggjað hugarfar hjá leikmönnum og liðsheildin mjög góð, en það þurfti aðeins meira til.“ Fyrsti leikurinn á stórmóti Elín var utan leikmannahópsins á HM í fyrra og þetta var því fyrsti leikur hennar á stórmóti með landsliðinu. „Þetta var geggjuð tilfinning. Stúkan æðisleg og þetta er ótrúlega gaman.“ Flautumarkið magnaða Leiknum lauk með flautumarki Elínar. Skot langt utan af velli sem flestir héldu að færi í hávörnina, en þrumuskotið flaug í gegn og small af slánni á leið sinni í markið. „Æ, já,“ sagði Elín og hló vandræðalega, hún vildi eðlilega ekki gera mikið úr þessu marki og sagði svekkjandi tap vera sér efst í huga. Respect to 🇮🇸 for their great performance against the Dutch powerhouse 👏👏 pic.twitter.com/6cXJElmOJi— EHF EURO (@EHFEURO) November 29, 2024 Frammistaða sem hægt er að byggja á Frammistaðan er þó eitthvað sem liðið getur byggt á fyrir næstu leiki gegn Úkraínu og Þýskalandi. „Klárlega. Við notum þetta bara sem kraft inn í næstu leiki. Tökum góða endurhæfingu á morgun og mætum svo á fullu í næsta leik.“ Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti „Ég spila fyrir mömmu mína“ Fótbolti „Það var engin liðsheild hjá liðinu mínu í kvöld“ Sport „Frábær stemning og ég er ánægður að sjá fólkið okkar aftur“ Sport Þorleifur sýndi brautina fyrir HM í bakgarðshlaupum fyrir helgina Sport Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71| Meistararnir teknir til slátrunar Körfubolti Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Íslenski boltinn Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Handbolti Fleiri fréttir Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Sjá meira
Það hrellti íslenska liðið á heimsmeistaramótinu í fyrra hvað liðið byrjaði leiki illa. Elín var vissulega ekki í leikmannahópnum þá en gat tekið undir að um framfaraskref væri að ræða. „Klárlega. Við mættum bara á fullu í þetta og ætluðum að keyra vel á þær. Vörnin bara flott og mér fannst sóknin mjög fín. Náðum að sundurspila þær og sömuleiðis hlupum alltaf til baka. Svo í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar. Þær keyrðu á okkur og við vorum að elta aðeins of lengi.“ Sem er erfitt fyrir öll lið og krefst mikillar orku, að lenda undir og þurfa að elta andstæðinginn. „Það getur verið erfitt, við lendum fjórum mörkum undir en náum að jafna, sem var mjög flott. Geggjað hugarfar hjá leikmönnum og liðsheildin mjög góð, en það þurfti aðeins meira til.“ Fyrsti leikurinn á stórmóti Elín var utan leikmannahópsins á HM í fyrra og þetta var því fyrsti leikur hennar á stórmóti með landsliðinu. „Þetta var geggjuð tilfinning. Stúkan æðisleg og þetta er ótrúlega gaman.“ Flautumarkið magnaða Leiknum lauk með flautumarki Elínar. Skot langt utan af velli sem flestir héldu að færi í hávörnina, en þrumuskotið flaug í gegn og small af slánni á leið sinni í markið. „Æ, já,“ sagði Elín og hló vandræðalega, hún vildi eðlilega ekki gera mikið úr þessu marki og sagði svekkjandi tap vera sér efst í huga. Respect to 🇮🇸 for their great performance against the Dutch powerhouse 👏👏 pic.twitter.com/6cXJElmOJi— EHF EURO (@EHFEURO) November 29, 2024 Frammistaða sem hægt er að byggja á Frammistaðan er þó eitthvað sem liðið getur byggt á fyrir næstu leiki gegn Úkraínu og Þýskalandi. „Klárlega. Við notum þetta bara sem kraft inn í næstu leiki. Tökum góða endurhæfingu á morgun og mætum svo á fullu í næsta leik.“
Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti „Ég spila fyrir mömmu mína“ Fótbolti „Það var engin liðsheild hjá liðinu mínu í kvöld“ Sport „Frábær stemning og ég er ánægður að sjá fólkið okkar aftur“ Sport Þorleifur sýndi brautina fyrir HM í bakgarðshlaupum fyrir helgina Sport Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71| Meistararnir teknir til slátrunar Körfubolti Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Íslenski boltinn Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Handbolti Fleiri fréttir Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Sjá meira