Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Sindri Sverrisson skrifar 23. nóvember 2024 12:31 Eins og sjá má var boltinn kominn í netið á marki Sviss áður en tíminn í útsendingunni var runninn út. Klukkan þar virðist hafa verið sekúndubrotum á undan klukkunni í höllinni í Möhlin. Skjáskot/Youtube Leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í handbolta voru skiljanlega svekktar þegar í ljós kom að lokamark liðsins gegn Sviss í gær fengi ekki að standa. Íslenska liðið var tveimur mörkum undir þegar um 45 sekúndur voru eftir en Katrín Anna Ásmundsdóttir náði þá að minnka muninn í eitt mark. Svisslendingar, vel studdir af heimafólki í Möhlin, fóru svo í sókn sem endaði með því að Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði skot af línunni. Íslenska liðið hafði þá enn um tólf sekúndur til að fara fram og ná jöfnunarmarki. Ýmsir héldu að það hefði tekist þegar Thea Imani Sturludóttir skoraði, og eins og myndin hér að ofan sýnir var boltinn kominn í netið áður en leiktíminn rann út í vefútsendingu svissneska handboltasambandsins. Markið má líka sjá í upptökunni hér að neðan. Hins vegar virðist tíminn í útsendingunni hafa verið einhverjum sekúndubrotum á undan klukkunni á vellinum, og í útsendingunni heyrist lokaflautið rétt áður en að boltinn lendir í markinu, þó að enn standi þá 59:59 á klukkunni í útsendingunni. Vissulega var aðeins um vináttulandsleik að ræða, þann fyrri af tveimur við Sviss áður en alvaran tekur við á EM næsta föstudag, en leikmenn íslenska liðsins voru þó vonsviknir þegar dómararnir dæmdu markið af. Íslenska liðið var þá búið að fagna lítillega því að hafa jafnað metin, en leikmenn beggja liða greinilega óvissir um hvort markið fengi að standa. Eftir að dómarar leiksins höfðu ráðfært sig við sitt aðstoðarfólk á ritaraborðinu var niðurstaðan sú að mark Theu fengi ekki að standa og Svisslendingar stigu sigurdans. Ísland fær annað tækifæri á morgun til að leggja Sviss að velli en fyrsti leikur á EM er svo við Hollendinga næsta föstudag. Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Fleiri fréttir Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Sjá meira
Íslenska liðið var tveimur mörkum undir þegar um 45 sekúndur voru eftir en Katrín Anna Ásmundsdóttir náði þá að minnka muninn í eitt mark. Svisslendingar, vel studdir af heimafólki í Möhlin, fóru svo í sókn sem endaði með því að Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði skot af línunni. Íslenska liðið hafði þá enn um tólf sekúndur til að fara fram og ná jöfnunarmarki. Ýmsir héldu að það hefði tekist þegar Thea Imani Sturludóttir skoraði, og eins og myndin hér að ofan sýnir var boltinn kominn í netið áður en leiktíminn rann út í vefútsendingu svissneska handboltasambandsins. Markið má líka sjá í upptökunni hér að neðan. Hins vegar virðist tíminn í útsendingunni hafa verið einhverjum sekúndubrotum á undan klukkunni á vellinum, og í útsendingunni heyrist lokaflautið rétt áður en að boltinn lendir í markinu, þó að enn standi þá 59:59 á klukkunni í útsendingunni. Vissulega var aðeins um vináttulandsleik að ræða, þann fyrri af tveimur við Sviss áður en alvaran tekur við á EM næsta föstudag, en leikmenn íslenska liðsins voru þó vonsviknir þegar dómararnir dæmdu markið af. Íslenska liðið var þá búið að fagna lítillega því að hafa jafnað metin, en leikmenn beggja liða greinilega óvissir um hvort markið fengi að standa. Eftir að dómarar leiksins höfðu ráðfært sig við sitt aðstoðarfólk á ritaraborðinu var niðurstaðan sú að mark Theu fengi ekki að standa og Svisslendingar stigu sigurdans. Ísland fær annað tækifæri á morgun til að leggja Sviss að velli en fyrsti leikur á EM er svo við Hollendinga næsta föstudag.
Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Fleiri fréttir Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Sjá meira