Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Valur Páll Eiríksson skrifar 29. nóvember 2024 22:02 Stelpurnar voru frábærar í naumu 27-25 tapi fyrir sterku liði Hollands. Frammistaðan lofar góðu fyrir framhaldið. Christina Pahnke - sampics/Getty Images Það vantaði svo lítið upp á. Maður þurfti að anda aðeins og stilla sig af áður en sest var að skrifum eftir þennan leik stelpnanna okkar við Hollendinga. Djöfull vorum við nálægt þessu. Valur Páll Eiríksson skrifar frá Innsbruck Flestir bjuggust við öruggum sigri Hollendinga í dag. Ég viðurkenni skömmustulega að ég var þar á meðal. Ég bjóst ekki við þessu. Fyrr í dag rifjaði ég upp annan leik gegn toppliði, við Frakka á HM í fyrra. Þar var Ísland lent 7-0 undir snemma. Byrjunin hafði ekki verið frábær gegn Slóveníu í fyrsta leik þess móts heldur og tapaðist sá leikur í rauninni á slakri byrjun. Ég hafði áhyggjur af því að Hollendingar myndu slökkva allan íslenskan vonarneista snemma. Stelpurnar tróðu sokk upp í mig. Og það var greinilegt frá byrjun að þetta var ekki að fara að enda í stórtapi eins og margur bjóst eflaust við. Stelpurnar voru algjörlega geggjaðar gegn hávöxnu og hröðu hollensku liði og hefðu í raun átt að leiða í hálfleik. En hefðum líka getað verið undir ef ekki væri fyrir Elínu Jónu. Þvílík frammistaða. Erfiður kafli í byrjun seinni þar sem Ísland skoraði ekki í tæpar sex mínútur gaf Hollendingum fjögurra marka forystu. Jæja, þar fór það, hugsaði maður. Hversu stórt verður tapið? Aftur át ég sokk. Þetta endaði vissulega í tapi en Ísland var í séns og hélt í við þetta lið, sem varð í fimmta sæti á HM og ÓL, allan tímann. Steinunn Björnsdóttir sagði við mig eftir leik að tilfinningarnar væru mjög blendnar. Ég upplifði það sama. Þetta er ansi svekkjandi. Það vantaði svo lítið upp á. Gamli góði herslumunurinn. En á sama tíma var svo frábær stemning, hetjudáð innan vallar og þetta er allt saman mjög lofandi fyrir framhaldið. Elín Klara kláraði leikinn með þessari biluðu neglu í slá og inn. Bæng. Komum á þeim nótum inn í næsta leik, takk. Úkraína er næst á sunnudag. Ef við spilum eins og í kvöld fer sá leikur aðeins á eina leið. Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Ásgeir Örn: „Eigum okkur eiginlega engar málsbætur með þetta“ Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Myndasyrpa frá svekkelsinu í Zagreb Handbolti Bjarni var kominn á lista hjá Icelandair: „Rotaðir frá fyrstu mínútu“ Handbolti Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Enski boltinn „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Handbolti Fleiri fréttir Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM HM í dag: Erfitt kvöld með erkifífli Bjarni var kominn á lista hjá Icelandair: „Rotaðir frá fyrstu mínútu“ Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Ásgeir Örn: „Eigum okkur eiginlega engar málsbætur með þetta“ Myndasyrpa frá svekkelsinu í Zagreb Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Hvernig kemst Ísland áfram? Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ „Verðum bara að vera bjartsýnir og hafa trú“ Tölfræðin á móti Króatíu: Níu prósent markvarsla í fyrri hálfleik „Ég held að þeim hafi bara liðið vel allan tímann“ „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Stjarnan réði ekki við hraðann á Selfossi Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn Sögulegur árangur Portúgals á HM Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb „Kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið“ Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ „Íslenska liðið lítur vel út“ Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Sjá meira
Valur Páll Eiríksson skrifar frá Innsbruck Flestir bjuggust við öruggum sigri Hollendinga í dag. Ég viðurkenni skömmustulega að ég var þar á meðal. Ég bjóst ekki við þessu. Fyrr í dag rifjaði ég upp annan leik gegn toppliði, við Frakka á HM í fyrra. Þar var Ísland lent 7-0 undir snemma. Byrjunin hafði ekki verið frábær gegn Slóveníu í fyrsta leik þess móts heldur og tapaðist sá leikur í rauninni á slakri byrjun. Ég hafði áhyggjur af því að Hollendingar myndu slökkva allan íslenskan vonarneista snemma. Stelpurnar tróðu sokk upp í mig. Og það var greinilegt frá byrjun að þetta var ekki að fara að enda í stórtapi eins og margur bjóst eflaust við. Stelpurnar voru algjörlega geggjaðar gegn hávöxnu og hröðu hollensku liði og hefðu í raun átt að leiða í hálfleik. En hefðum líka getað verið undir ef ekki væri fyrir Elínu Jónu. Þvílík frammistaða. Erfiður kafli í byrjun seinni þar sem Ísland skoraði ekki í tæpar sex mínútur gaf Hollendingum fjögurra marka forystu. Jæja, þar fór það, hugsaði maður. Hversu stórt verður tapið? Aftur át ég sokk. Þetta endaði vissulega í tapi en Ísland var í séns og hélt í við þetta lið, sem varð í fimmta sæti á HM og ÓL, allan tímann. Steinunn Björnsdóttir sagði við mig eftir leik að tilfinningarnar væru mjög blendnar. Ég upplifði það sama. Þetta er ansi svekkjandi. Það vantaði svo lítið upp á. Gamli góði herslumunurinn. En á sama tíma var svo frábær stemning, hetjudáð innan vallar og þetta er allt saman mjög lofandi fyrir framhaldið. Elín Klara kláraði leikinn með þessari biluðu neglu í slá og inn. Bæng. Komum á þeim nótum inn í næsta leik, takk. Úkraína er næst á sunnudag. Ef við spilum eins og í kvöld fer sá leikur aðeins á eina leið.
Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Ásgeir Örn: „Eigum okkur eiginlega engar málsbætur með þetta“ Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Myndasyrpa frá svekkelsinu í Zagreb Handbolti Bjarni var kominn á lista hjá Icelandair: „Rotaðir frá fyrstu mínútu“ Handbolti Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Enski boltinn „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Handbolti Fleiri fréttir Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM HM í dag: Erfitt kvöld með erkifífli Bjarni var kominn á lista hjá Icelandair: „Rotaðir frá fyrstu mínútu“ Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Ásgeir Örn: „Eigum okkur eiginlega engar málsbætur með þetta“ Myndasyrpa frá svekkelsinu í Zagreb Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Hvernig kemst Ísland áfram? Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ „Verðum bara að vera bjartsýnir og hafa trú“ Tölfræðin á móti Króatíu: Níu prósent markvarsla í fyrri hálfleik „Ég held að þeim hafi bara liðið vel allan tímann“ „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Stjarnan réði ekki við hraðann á Selfossi Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn Sögulegur árangur Portúgals á HM Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb „Kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið“ Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ „Íslenska liðið lítur vel út“ Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Sjá meira