Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Valur Páll Eiríksson skrifar 29. nóvember 2024 22:02 Stelpurnar voru frábærar í naumu 27-25 tapi fyrir sterku liði Hollands. Frammistaðan lofar góðu fyrir framhaldið. Christina Pahnke - sampics/Getty Images Það vantaði svo lítið upp á. Maður þurfti að anda aðeins og stilla sig af áður en sest var að skrifum eftir þennan leik stelpnanna okkar við Hollendinga. Djöfull vorum við nálægt þessu. Valur Páll Eiríksson skrifar frá Innsbruck Flestir bjuggust við öruggum sigri Hollendinga í dag. Ég viðurkenni skömmustulega að ég var þar á meðal. Ég bjóst ekki við þessu. Fyrr í dag rifjaði ég upp annan leik gegn toppliði, við Frakka á HM í fyrra. Þar var Ísland lent 7-0 undir snemma. Byrjunin hafði ekki verið frábær gegn Slóveníu í fyrsta leik þess móts heldur og tapaðist sá leikur í rauninni á slakri byrjun. Ég hafði áhyggjur af því að Hollendingar myndu slökkva allan íslenskan vonarneista snemma. Stelpurnar tróðu sokk upp í mig. Og það var greinilegt frá byrjun að þetta var ekki að fara að enda í stórtapi eins og margur bjóst eflaust við. Stelpurnar voru algjörlega geggjaðar gegn hávöxnu og hröðu hollensku liði og hefðu í raun átt að leiða í hálfleik. En hefðum líka getað verið undir ef ekki væri fyrir Elínu Jónu. Þvílík frammistaða. Erfiður kafli í byrjun seinni þar sem Ísland skoraði ekki í tæpar sex mínútur gaf Hollendingum fjögurra marka forystu. Jæja, þar fór það, hugsaði maður. Hversu stórt verður tapið? Aftur át ég sokk. Þetta endaði vissulega í tapi en Ísland var í séns og hélt í við þetta lið, sem varð í fimmta sæti á HM og ÓL, allan tímann. Steinunn Björnsdóttir sagði við mig eftir leik að tilfinningarnar væru mjög blendnar. Ég upplifði það sama. Þetta er ansi svekkjandi. Það vantaði svo lítið upp á. Gamli góði herslumunurinn. En á sama tíma var svo frábær stemning, hetjudáð innan vallar og þetta er allt saman mjög lofandi fyrir framhaldið. Elín Klara kláraði leikinn með þessari biluðu neglu í slá og inn. Bæng. Komum á þeim nótum inn í næsta leik, takk. Úkraína er næst á sunnudag. Ef við spilum eins og í kvöld fer sá leikur aðeins á eina leið. Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Af hverju falla metin ekki á Íslandi? Sport Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Fótbolti „Pirraður því við áttum meira skilið“ Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti Fleiri fréttir Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Sjá meira
Valur Páll Eiríksson skrifar frá Innsbruck Flestir bjuggust við öruggum sigri Hollendinga í dag. Ég viðurkenni skömmustulega að ég var þar á meðal. Ég bjóst ekki við þessu. Fyrr í dag rifjaði ég upp annan leik gegn toppliði, við Frakka á HM í fyrra. Þar var Ísland lent 7-0 undir snemma. Byrjunin hafði ekki verið frábær gegn Slóveníu í fyrsta leik þess móts heldur og tapaðist sá leikur í rauninni á slakri byrjun. Ég hafði áhyggjur af því að Hollendingar myndu slökkva allan íslenskan vonarneista snemma. Stelpurnar tróðu sokk upp í mig. Og það var greinilegt frá byrjun að þetta var ekki að fara að enda í stórtapi eins og margur bjóst eflaust við. Stelpurnar voru algjörlega geggjaðar gegn hávöxnu og hröðu hollensku liði og hefðu í raun átt að leiða í hálfleik. En hefðum líka getað verið undir ef ekki væri fyrir Elínu Jónu. Þvílík frammistaða. Erfiður kafli í byrjun seinni þar sem Ísland skoraði ekki í tæpar sex mínútur gaf Hollendingum fjögurra marka forystu. Jæja, þar fór það, hugsaði maður. Hversu stórt verður tapið? Aftur át ég sokk. Þetta endaði vissulega í tapi en Ísland var í séns og hélt í við þetta lið, sem varð í fimmta sæti á HM og ÓL, allan tímann. Steinunn Björnsdóttir sagði við mig eftir leik að tilfinningarnar væru mjög blendnar. Ég upplifði það sama. Þetta er ansi svekkjandi. Það vantaði svo lítið upp á. Gamli góði herslumunurinn. En á sama tíma var svo frábær stemning, hetjudáð innan vallar og þetta er allt saman mjög lofandi fyrir framhaldið. Elín Klara kláraði leikinn með þessari biluðu neglu í slá og inn. Bæng. Komum á þeim nótum inn í næsta leik, takk. Úkraína er næst á sunnudag. Ef við spilum eins og í kvöld fer sá leikur aðeins á eina leið.
Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Af hverju falla metin ekki á Íslandi? Sport Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Fótbolti „Pirraður því við áttum meira skilið“ Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti Fleiri fréttir Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Sjá meira