„Ég þarf smá útrás“ Valur Páll Eiríksson skrifar 30. nóvember 2024 22:30 Þórey Rósa vonast til að geta fagnað svona á morgun. EPA-EFE/Beate Oma „Ég var ofboðslega svekkt af því að þetta var þarna, við hefðum getað þetta og allt það. Á sama tíma rosalega stolt af okkar frammistöðu, með hvaða hugarfari við komum inn í þennan leik og hvað við sýndum hvað í okkur býr,“ segir landsliðskonan Þórey Rósa Stefánsdóttir um leik Íslands við Holland á EM í Innsbruck í gær. „Líka þegar við lendum undir þarna í seinni hálfleik hugsaði maður „Nú kemur brekkan“. En við komum til baka aftur og það sýnir bara íslenska hjartað og úr hverju við erum gerðar,“ segir Þórey en Ísland tapaði leiknum 27-25 eftir að hafa leitt stóran hluta hans og, líkt og hún nefnir, hafa haldið í við þetta gríðarsterka lið, jafnvel eftir erfiða kafla. Klippa: Getur ekki beðið eftir því að komast aftur út á völl Þórey var til viðtals í hádeginu í dag og átti enn eftir að komast út á gólf að hreyfa sig til að hrista gærkvöldið endanlega úr sér. „Ég finn að ég þarf smá útrás. Ég þarf að komast á æfingu og get eiginlega ekki beðið eftir að komast aftur út á völlinn á morgun. Þetta kemur,“ segir Þórey létt. Það gekk þá ekkert hjá henni, frekar en öðrum leikmönnum íslenska liðsins, að sjá leik næsta andstæðings, Úkraínu, við Þýskaland í gær sem þær síðarnefndu unnu örugglega. „Nei, ég reyndi að finna þetta í einhverju sjónvarpi en það gekk ekki. Það er kannski ágætt svo sem. Að klára bara gærkvöldið og byrja að einblína á Úkraínu núna,“ segir Þórey Rósa. Hún býst við hörkuleik gegn hávöxnu og sterku liði. „Þær eru stórar. Við sjáum þær hérna á hótelinu líka, hávaxnar stelpur og eitt besta liðið sem við gátum fengið úr þessum fjórða styrkleikaflokki. Það verður verðugt verkefni að fylgja eftir góðri frammistöðu í gær og vonandi ná okkar besta fram gegn þessu úkraínska liði.“ Fleira kemur fram í viðtalinu við Þóreyju sem má sjá í heild sinni í spilaranum. Ísland mætir Úkraínu klukkan 19:30 annað kvöld. Leiknum verður lýst beint á Vísi og íslenska liðinu fylgt vel eftir fram að leik. EM kvenna í handbolta 2024 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Fleiri fréttir Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Sjá meira
„Líka þegar við lendum undir þarna í seinni hálfleik hugsaði maður „Nú kemur brekkan“. En við komum til baka aftur og það sýnir bara íslenska hjartað og úr hverju við erum gerðar,“ segir Þórey en Ísland tapaði leiknum 27-25 eftir að hafa leitt stóran hluta hans og, líkt og hún nefnir, hafa haldið í við þetta gríðarsterka lið, jafnvel eftir erfiða kafla. Klippa: Getur ekki beðið eftir því að komast aftur út á völl Þórey var til viðtals í hádeginu í dag og átti enn eftir að komast út á gólf að hreyfa sig til að hrista gærkvöldið endanlega úr sér. „Ég finn að ég þarf smá útrás. Ég þarf að komast á æfingu og get eiginlega ekki beðið eftir að komast aftur út á völlinn á morgun. Þetta kemur,“ segir Þórey létt. Það gekk þá ekkert hjá henni, frekar en öðrum leikmönnum íslenska liðsins, að sjá leik næsta andstæðings, Úkraínu, við Þýskaland í gær sem þær síðarnefndu unnu örugglega. „Nei, ég reyndi að finna þetta í einhverju sjónvarpi en það gekk ekki. Það er kannski ágætt svo sem. Að klára bara gærkvöldið og byrja að einblína á Úkraínu núna,“ segir Þórey Rósa. Hún býst við hörkuleik gegn hávöxnu og sterku liði. „Þær eru stórar. Við sjáum þær hérna á hótelinu líka, hávaxnar stelpur og eitt besta liðið sem við gátum fengið úr þessum fjórða styrkleikaflokki. Það verður verðugt verkefni að fylgja eftir góðri frammistöðu í gær og vonandi ná okkar besta fram gegn þessu úkraínska liði.“ Fleira kemur fram í viðtalinu við Þóreyju sem má sjá í heild sinni í spilaranum. Ísland mætir Úkraínu klukkan 19:30 annað kvöld. Leiknum verður lýst beint á Vísi og íslenska liðinu fylgt vel eftir fram að leik.
EM kvenna í handbolta 2024 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Fleiri fréttir Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Sjá meira