„Ég þarf smá útrás“ Valur Páll Eiríksson skrifar 30. nóvember 2024 22:30 Þórey Rósa vonast til að geta fagnað svona á morgun. EPA-EFE/Beate Oma „Ég var ofboðslega svekkt af því að þetta var þarna, við hefðum getað þetta og allt það. Á sama tíma rosalega stolt af okkar frammistöðu, með hvaða hugarfari við komum inn í þennan leik og hvað við sýndum hvað í okkur býr,“ segir landsliðskonan Þórey Rósa Stefánsdóttir um leik Íslands við Holland á EM í Innsbruck í gær. „Líka þegar við lendum undir þarna í seinni hálfleik hugsaði maður „Nú kemur brekkan“. En við komum til baka aftur og það sýnir bara íslenska hjartað og úr hverju við erum gerðar,“ segir Þórey en Ísland tapaði leiknum 27-25 eftir að hafa leitt stóran hluta hans og, líkt og hún nefnir, hafa haldið í við þetta gríðarsterka lið, jafnvel eftir erfiða kafla. Klippa: Getur ekki beðið eftir því að komast aftur út á völl Þórey var til viðtals í hádeginu í dag og átti enn eftir að komast út á gólf að hreyfa sig til að hrista gærkvöldið endanlega úr sér. „Ég finn að ég þarf smá útrás. Ég þarf að komast á æfingu og get eiginlega ekki beðið eftir að komast aftur út á völlinn á morgun. Þetta kemur,“ segir Þórey létt. Það gekk þá ekkert hjá henni, frekar en öðrum leikmönnum íslenska liðsins, að sjá leik næsta andstæðings, Úkraínu, við Þýskaland í gær sem þær síðarnefndu unnu örugglega. „Nei, ég reyndi að finna þetta í einhverju sjónvarpi en það gekk ekki. Það er kannski ágætt svo sem. Að klára bara gærkvöldið og byrja að einblína á Úkraínu núna,“ segir Þórey Rósa. Hún býst við hörkuleik gegn hávöxnu og sterku liði. „Þær eru stórar. Við sjáum þær hérna á hótelinu líka, hávaxnar stelpur og eitt besta liðið sem við gátum fengið úr þessum fjórða styrkleikaflokki. Það verður verðugt verkefni að fylgja eftir góðri frammistöðu í gær og vonandi ná okkar besta fram gegn þessu úkraínska liði.“ Fleira kemur fram í viðtalinu við Þóreyju sem má sjá í heild sinni í spilaranum. Ísland mætir Úkraínu klukkan 19:30 annað kvöld. Leiknum verður lýst beint á Vísi og íslenska liðinu fylgt vel eftir fram að leik. EM kvenna í handbolta 2024 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Fleiri fréttir Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Sjá meira
„Líka þegar við lendum undir þarna í seinni hálfleik hugsaði maður „Nú kemur brekkan“. En við komum til baka aftur og það sýnir bara íslenska hjartað og úr hverju við erum gerðar,“ segir Þórey en Ísland tapaði leiknum 27-25 eftir að hafa leitt stóran hluta hans og, líkt og hún nefnir, hafa haldið í við þetta gríðarsterka lið, jafnvel eftir erfiða kafla. Klippa: Getur ekki beðið eftir því að komast aftur út á völl Þórey var til viðtals í hádeginu í dag og átti enn eftir að komast út á gólf að hreyfa sig til að hrista gærkvöldið endanlega úr sér. „Ég finn að ég þarf smá útrás. Ég þarf að komast á æfingu og get eiginlega ekki beðið eftir að komast aftur út á völlinn á morgun. Þetta kemur,“ segir Þórey létt. Það gekk þá ekkert hjá henni, frekar en öðrum leikmönnum íslenska liðsins, að sjá leik næsta andstæðings, Úkraínu, við Þýskaland í gær sem þær síðarnefndu unnu örugglega. „Nei, ég reyndi að finna þetta í einhverju sjónvarpi en það gekk ekki. Það er kannski ágætt svo sem. Að klára bara gærkvöldið og byrja að einblína á Úkraínu núna,“ segir Þórey Rósa. Hún býst við hörkuleik gegn hávöxnu og sterku liði. „Þær eru stórar. Við sjáum þær hérna á hótelinu líka, hávaxnar stelpur og eitt besta liðið sem við gátum fengið úr þessum fjórða styrkleikaflokki. Það verður verðugt verkefni að fylgja eftir góðri frammistöðu í gær og vonandi ná okkar besta fram gegn þessu úkraínska liði.“ Fleira kemur fram í viðtalinu við Þóreyju sem má sjá í heild sinni í spilaranum. Ísland mætir Úkraínu klukkan 19:30 annað kvöld. Leiknum verður lýst beint á Vísi og íslenska liðinu fylgt vel eftir fram að leik.
EM kvenna í handbolta 2024 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Fleiri fréttir Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Sjá meira