„Mér finnst við alveg skítlúkka“ Valur Páll Eiríksson skrifar 21. nóvember 2024 15:45 Þórey Rósa er klár í slaginn fyrir komandi Evrópumót. EPA-EFE/Beate Oma „Ég er mjög spennt að fara af stað, komast út og byrja þetta,“ segir Þórey Rósa Stefánsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins sem er á leið á EM. Landsliðið hélt til Sviss í dag og mætir þar heimakonum í tveimur leikjum á föstudag og sunnudag. Þaðan verður farið til Austurríkis þar sem íslenska liðið spilar sinn fyrsta leik á EM við Holland á föstudaginn í næstu viku. Þórey segir stórmótið hafa verið ofarlega í huga um nokkra mánaða skeið. „Alveg klárlega í sumar líka þegar maður var að drífa sig út að hlaupa og lyfta og allt þetta. Þetta er alveg búin að vera gulrótin manns og vonandi uppsker maður eins og er búið að reyna að sá,“ segir Þórey Rósa. Klippa: „Þetta er síðasta kvöldmáltíðin“ Stórmótum fylgir þá meiri spenna en hinu almenna landsliðsverkefni. „Það er meira umstang í kringum þetta. Aðeins meiri tilhlökkun, aðeins meiri skipulagning, fleiri viðtöl og myndatökur. Svo eru nýir búningar, þetta er allt saman voðalega spennandi,“ segir Þórey Rósa sem er ánægð með nýju Adidas-búningana: „Mér finnst við alveg skítlúkka.“ Það vakti þá athygli blaðamanns hvað Framkonurnar Þórey og Steinunn Björnsdóttir voru ánægðar að koma inn í Safamýrina þar sem æfing landsliðsins fór fram í gær. Þær unnu ófáa titlana í húsinu sem er nú komið í umsjá Víkings. Þóreyju þykir sérlega gott að hafa lokið undirbúningi fyrir brottför á gamla heimavellinum. „Þetta er síðasta kvöldmáltíðin áður en við förum, hún er hér.“ Gengið verður til Alþingiskosninga 30. nóvember en þá verður landsliðið úti á EM. Þórey náði að kjósa áður en haldið var út. „Ég var að koma úr Holtagörðunum. Við vorum einmitt að hvetja allar til að drífa í því áður en við förum. Svo verður bara kosningavaka í herbergi 212.“ Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti „Ótrúlegt hvernig dómarinn tók Englendingana í framlengingunni“ Fótbolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet og tryggði sig inn á EM Sport Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Brian Grant verður frá í þrjá mánuði Sport Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
Landsliðið hélt til Sviss í dag og mætir þar heimakonum í tveimur leikjum á föstudag og sunnudag. Þaðan verður farið til Austurríkis þar sem íslenska liðið spilar sinn fyrsta leik á EM við Holland á föstudaginn í næstu viku. Þórey segir stórmótið hafa verið ofarlega í huga um nokkra mánaða skeið. „Alveg klárlega í sumar líka þegar maður var að drífa sig út að hlaupa og lyfta og allt þetta. Þetta er alveg búin að vera gulrótin manns og vonandi uppsker maður eins og er búið að reyna að sá,“ segir Þórey Rósa. Klippa: „Þetta er síðasta kvöldmáltíðin“ Stórmótum fylgir þá meiri spenna en hinu almenna landsliðsverkefni. „Það er meira umstang í kringum þetta. Aðeins meiri tilhlökkun, aðeins meiri skipulagning, fleiri viðtöl og myndatökur. Svo eru nýir búningar, þetta er allt saman voðalega spennandi,“ segir Þórey Rósa sem er ánægð með nýju Adidas-búningana: „Mér finnst við alveg skítlúkka.“ Það vakti þá athygli blaðamanns hvað Framkonurnar Þórey og Steinunn Björnsdóttir voru ánægðar að koma inn í Safamýrina þar sem æfing landsliðsins fór fram í gær. Þær unnu ófáa titlana í húsinu sem er nú komið í umsjá Víkings. Þóreyju þykir sérlega gott að hafa lokið undirbúningi fyrir brottför á gamla heimavellinum. „Þetta er síðasta kvöldmáltíðin áður en við förum, hún er hér.“ Gengið verður til Alþingiskosninga 30. nóvember en þá verður landsliðið úti á EM. Þórey náði að kjósa áður en haldið var út. „Ég var að koma úr Holtagörðunum. Við vorum einmitt að hvetja allar til að drífa í því áður en við förum. Svo verður bara kosningavaka í herbergi 212.“ Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti „Ótrúlegt hvernig dómarinn tók Englendingana í framlengingunni“ Fótbolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet og tryggði sig inn á EM Sport Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Brian Grant verður frá í þrjá mánuði Sport Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira