„Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Valur Páll Eiríksson skrifar 1. desember 2024 08:03 Thea Imani stökk hátt yfir vörnina. Christina Pahnke - sampics/Getty Images „Þetta var bara svekkjandi. Við spiluðum mjög góðan leik og leiðinlegt að fá ekki stig út úr þessu,“ segir skyttan Thea Imani Sturludóttir um leik Íslands við Holland á EM. Úkraína bíður í dag. Thea nýtti fyrrakvöld til að ná úr sér öllu svekkelsi eftir leikinn. Strax í gær var öll einbeiting komin á Úkraínu. „Ég tók bara kvöldið í það. Ég fór ekkert alltof seint að sofa. Það var allt í lagi að svekkja sig á þessu í gærkvöldi en núna er bara nýr dagur og við farnar að hugsa um næsta leik,“ segir Thea. Margt gott sé hægt að taka úr leiknum við þær hollensku. „Já, klárlega. Það var ekkert alltof mikill tími eftir leikinn til að fara að horfa á hann aftur. Við tökum daginn í dag (í gær) til að skoða þær og leikinn okkar. Hvað við getum tekið jákvætt úr því og líka bætt.“ Thea hefur verið töluvert í meðhöndlun hér ytra. Hún hefur sleppt upphitun og þess í stað fengið nudd. Fæturnir eru aðeins stífir vegna álags. „Bara stíf aðeins. Annars allt gott. Fæturnir eru stífir. Bara álagsdæmi. Við höfum verið að skipta um gólf mikið og líka búnar að vera að spila í Evrópu með Val. Ég er annars góð,“ segir Thea. Klippa: Thea stíf en ekkert stórvægilegt Úkraína er næst í dag en liðið tapaði stórt fyrir Þýskalandi í fyrrakvöld. Thea segist ekki horfa of mikið í það. „Við munum skoða leikinn þeirra og stilla upp hvernig við viljum spila á móti þeim. Ég held við séum ekkert allt of mikið að spá í þeirra niðurstöður heldur bara hvað við getum gert í okkar leik.“ Fleira kemur fram í viðtalinu við Theu sem má sjá í heild sinni í spilaranum. Ísland mætir Úkraínu klukkan 19:30 í kvöld. Leiknum verður lýst beint á Vísi og íslenska liðinu fylgt vel eftir fram að leik. Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Fleiri fréttir „Þeir eru með hraða tætara“ Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Sjá meira
Thea nýtti fyrrakvöld til að ná úr sér öllu svekkelsi eftir leikinn. Strax í gær var öll einbeiting komin á Úkraínu. „Ég tók bara kvöldið í það. Ég fór ekkert alltof seint að sofa. Það var allt í lagi að svekkja sig á þessu í gærkvöldi en núna er bara nýr dagur og við farnar að hugsa um næsta leik,“ segir Thea. Margt gott sé hægt að taka úr leiknum við þær hollensku. „Já, klárlega. Það var ekkert alltof mikill tími eftir leikinn til að fara að horfa á hann aftur. Við tökum daginn í dag (í gær) til að skoða þær og leikinn okkar. Hvað við getum tekið jákvætt úr því og líka bætt.“ Thea hefur verið töluvert í meðhöndlun hér ytra. Hún hefur sleppt upphitun og þess í stað fengið nudd. Fæturnir eru aðeins stífir vegna álags. „Bara stíf aðeins. Annars allt gott. Fæturnir eru stífir. Bara álagsdæmi. Við höfum verið að skipta um gólf mikið og líka búnar að vera að spila í Evrópu með Val. Ég er annars góð,“ segir Thea. Klippa: Thea stíf en ekkert stórvægilegt Úkraína er næst í dag en liðið tapaði stórt fyrir Þýskalandi í fyrrakvöld. Thea segist ekki horfa of mikið í það. „Við munum skoða leikinn þeirra og stilla upp hvernig við viljum spila á móti þeim. Ég held við séum ekkert allt of mikið að spá í þeirra niðurstöður heldur bara hvað við getum gert í okkar leik.“ Fleira kemur fram í viðtalinu við Theu sem má sjá í heild sinni í spilaranum. Ísland mætir Úkraínu klukkan 19:30 í kvöld. Leiknum verður lýst beint á Vísi og íslenska liðinu fylgt vel eftir fram að leik.
Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Fleiri fréttir „Þeir eru með hraða tætara“ Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Sjá meira