„Stolt af sjálfri mér“ Valur Páll Eiríksson skrifar 29. nóvember 2024 08:01 Steinunn Björnsdóttir verður annar fyrirliða Íslands ásamt Sunnu Jónsdóttur á EM. Hún er klár í slaginn. vísir/Viktor Freyr Steinunn Björnsdóttir þreytir frumraun sína á stórmóti er Ísland mætir Hollandi á EM í handbolta í Innsbruck seinni partinn í dag. Rúmt ár er frá því að hún eignaðist sitt annað barn og var hreint ekki fyrirséð að þetta yrði raunin. Ísland og Holland mætast klukkan 17:00 í dag í fyrsta leik stelpnanna okkar á Evrópumótinu. Steinunn fagnar því að vera með íslenska hópnum en í viðtali við Stöð 2 í byrjun árs sagðist hún hafa íhugað að leggja skóna á hilluna þegar hún gekk með son sinn sem fæddist í nóvember í fyrra. „Ég held það sé bara mikilvægt að njóta þess að vera í þessu meðan maður getur og meðan mér finnst þetta skemmtilegt. Maður þarf bara að vera heiðarlegur við sjálfan sig og spyrja sig að þessari spurningu. Ef svarið er já, mér finnst þetta skemmtilegt, þá held ég áfram. En svo þarf að sjá til hvað geta og skrokkur leyfa mér,“ sagði Steinunn í viðtali við Stöð 2 í febrúar á þessu ári. Þá var hún að feta fyrstu skrefin eftir að hafa átt drenginn Tryggva. Sá stutti með í för Getan, skrokkurinn og ástríðan virðast leyfa. „Ég er komin aðeins lengra en ég var komin þarna í febrúar og þess vegna er ég hér,“ segir Steinunn í samtali við fréttamann í Innsbruck. Aðspurð hvort EM hafi alltaf verið gulrótin segir hún: „Já, að sjálfsögðu. Maður vildi kannski ekki segja það upphátt. Það er mikil óvissa sem fylgir því að eiga barn og fæða. Ég vildi alltaf setja fyrirvara á það. Ég ætla bara að leyfa mér að segja að ég er stolt af sjálfri mér að vera komin á þann stað sem ég er komin á. Að sjálfsögðu var þetta markmiðið svona í bakhöndinni,“ segir Steinunn. Hún tók þá Tryggva, sem varð eins árs 18. nóvember síðastliðinn, með sér út til Austurríkis en hann er í góðum höndum hjá foreldrum hennar hér ytra á meðan mótinu stendur. „Hann er búinn að vera með mér. Ég gat ekki hugsað mér að vera svona lengi frá honum svo ég tók hann með mér út. Hann var með ömmu og afa en þau eru núna farin á annað hótel. Þannig að núna er mom time og ég ætla bara að reyna að njóta eins og ég get,“ segir Steinunn. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Viðtalið í heild er að neðan. Klippa: Viðtal við Steinunni Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Utan vallar: Óróapúls óskast Handbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Sjá meira
Ísland og Holland mætast klukkan 17:00 í dag í fyrsta leik stelpnanna okkar á Evrópumótinu. Steinunn fagnar því að vera með íslenska hópnum en í viðtali við Stöð 2 í byrjun árs sagðist hún hafa íhugað að leggja skóna á hilluna þegar hún gekk með son sinn sem fæddist í nóvember í fyrra. „Ég held það sé bara mikilvægt að njóta þess að vera í þessu meðan maður getur og meðan mér finnst þetta skemmtilegt. Maður þarf bara að vera heiðarlegur við sjálfan sig og spyrja sig að þessari spurningu. Ef svarið er já, mér finnst þetta skemmtilegt, þá held ég áfram. En svo þarf að sjá til hvað geta og skrokkur leyfa mér,“ sagði Steinunn í viðtali við Stöð 2 í febrúar á þessu ári. Þá var hún að feta fyrstu skrefin eftir að hafa átt drenginn Tryggva. Sá stutti með í för Getan, skrokkurinn og ástríðan virðast leyfa. „Ég er komin aðeins lengra en ég var komin þarna í febrúar og þess vegna er ég hér,“ segir Steinunn í samtali við fréttamann í Innsbruck. Aðspurð hvort EM hafi alltaf verið gulrótin segir hún: „Já, að sjálfsögðu. Maður vildi kannski ekki segja það upphátt. Það er mikil óvissa sem fylgir því að eiga barn og fæða. Ég vildi alltaf setja fyrirvara á það. Ég ætla bara að leyfa mér að segja að ég er stolt af sjálfri mér að vera komin á þann stað sem ég er komin á. Að sjálfsögðu var þetta markmiðið svona í bakhöndinni,“ segir Steinunn. Hún tók þá Tryggva, sem varð eins árs 18. nóvember síðastliðinn, með sér út til Austurríkis en hann er í góðum höndum hjá foreldrum hennar hér ytra á meðan mótinu stendur. „Hann er búinn að vera með mér. Ég gat ekki hugsað mér að vera svona lengi frá honum svo ég tók hann með mér út. Hann var með ömmu og afa en þau eru núna farin á annað hótel. Þannig að núna er mom time og ég ætla bara að reyna að njóta eins og ég get,“ segir Steinunn. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Viðtalið í heild er að neðan. Klippa: Viðtal við Steinunni
Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Utan vallar: Óróapúls óskast Handbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Sjá meira