„Maður er hálf meyr“ Valur Páll Eiríksson skrifar 29. nóvember 2024 19:24 Steinunn er stolt af liðinu og þakklát fyrir stuðninginn. Vísir/Hulda Margrét „Vá, þetta er rosamikil blanda af svekkelsi en er á sama tíma gríðarlega stolt af liðinu fyrir þessa frammistöðu,“ segir Steinunn Björnsdóttir, annar fyrirliða kvennalandsliðs Íslands í handbolta, eftir naumt tveggja marka tap fyrir Hollandi í fyrsta leik liðsins á EM. „Auðvitað hefði maður tekið þessu fyrirfram, að vera í jöfnum leik gegn Hollandi, þessari sterku þjóð, og eiga séns á að mögulega vinna þær. Það er bara stutt á milli. Ef við hefðum nýtt einhver færi og staðið aðeins betur vörnina og slíkt hefðum við getað unnið þær,“ segir Steinunn enn fremur. Klippa: Steinunn beint í ísbað eftir leik Íslenska liðið kom af miklum krafti inn í leikinn og leiddi allan fyrri hálfleikinn. Það var svekkjandi að staðan hafi verið jöfn í hálfleik en nokkrir tapaðir boltar undir lok fyrri hálfleiks höfðu þar sitthvað að segja. Hollendingar komu af krafti inn í síðari hálfleikinn og Ísland skoraði ekki mark á rúmlega fimm mínútna kafla. „Við vissum að það gætu komið áhlaup en mér fannst við standa ágætlega. Við komum til baka og jöfnum aftur og eigum tækifæri á að komast yfir. Mér finnst það gríðarlega stórt skref fram á við. Ég held að þegar við horfum til baka eigum við eftir að vera stoltar af okkur fyrir þessa frammistöðu,“ segir Steinunn. En þetta sendir ákveðin skilaboð fyrir framhaldið að standa svona í topp fimm landsliði í heiminum, ekki satt? „Algjörlega, ég er bara hjartanlega sammála þér. Það er gríðarlega sterk. Mig langar að nefna stuðninginn sem við fengum úr stúkunni. Maður er hálf meyr yfir því hvað þau voru frábær. Gott að sjá fjölskylduna í stúkunni og svona, það gefur manni extra,“ segir Steinunn sem naut sín vel í góðri stemningu í höllinni, á hennar fyrsta leik á stórmóti. „Þetta var rosalega gaman. Ég viðurkenni að það var smá fiðringur í upphitun og svona. En ég var samt bara frekar slök. Þetta er náttúrulega bara handboltaleikur en á risastóru sviði og í fyrsta skipti þarna. Mér leið mjög vel,“ segir Steinunn. Steinunn spilaði þá um 55 mínútur í leiknum og hljóp mest allra á vellinum. Hvernig er skrokkurinn eftir átökin? „Ég held hann sé bara góður. Ég sá eitthvað ísbað þarna inni í klefa, ég held ég fari að nýta það,“ segir Steinunn létt að endingu. Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Sjá meira
„Auðvitað hefði maður tekið þessu fyrirfram, að vera í jöfnum leik gegn Hollandi, þessari sterku þjóð, og eiga séns á að mögulega vinna þær. Það er bara stutt á milli. Ef við hefðum nýtt einhver færi og staðið aðeins betur vörnina og slíkt hefðum við getað unnið þær,“ segir Steinunn enn fremur. Klippa: Steinunn beint í ísbað eftir leik Íslenska liðið kom af miklum krafti inn í leikinn og leiddi allan fyrri hálfleikinn. Það var svekkjandi að staðan hafi verið jöfn í hálfleik en nokkrir tapaðir boltar undir lok fyrri hálfleiks höfðu þar sitthvað að segja. Hollendingar komu af krafti inn í síðari hálfleikinn og Ísland skoraði ekki mark á rúmlega fimm mínútna kafla. „Við vissum að það gætu komið áhlaup en mér fannst við standa ágætlega. Við komum til baka og jöfnum aftur og eigum tækifæri á að komast yfir. Mér finnst það gríðarlega stórt skref fram á við. Ég held að þegar við horfum til baka eigum við eftir að vera stoltar af okkur fyrir þessa frammistöðu,“ segir Steinunn. En þetta sendir ákveðin skilaboð fyrir framhaldið að standa svona í topp fimm landsliði í heiminum, ekki satt? „Algjörlega, ég er bara hjartanlega sammála þér. Það er gríðarlega sterk. Mig langar að nefna stuðninginn sem við fengum úr stúkunni. Maður er hálf meyr yfir því hvað þau voru frábær. Gott að sjá fjölskylduna í stúkunni og svona, það gefur manni extra,“ segir Steinunn sem naut sín vel í góðri stemningu í höllinni, á hennar fyrsta leik á stórmóti. „Þetta var rosalega gaman. Ég viðurkenni að það var smá fiðringur í upphitun og svona. En ég var samt bara frekar slök. Þetta er náttúrulega bara handboltaleikur en á risastóru sviði og í fyrsta skipti þarna. Mér leið mjög vel,“ segir Steinunn. Steinunn spilaði þá um 55 mínútur í leiknum og hljóp mest allra á vellinum. Hvernig er skrokkurinn eftir átökin? „Ég held hann sé bara góður. Ég sá eitthvað ísbað þarna inni í klefa, ég held ég fari að nýta það,“ segir Steinunn létt að endingu.
Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti