„Þetta er mjög ljúft“ Valur Páll Eiríksson skrifar 28. nóvember 2024 23:17 Berglind Þorsteinsdóttir í leik með landsliðinu. Vísir/Viktor Freyr Berglind Þorsteinsdóttir nýtur þess vel að vera mætt með íslenska kvennalandsliðinu á stórmót í annað sinn. Undirbúningur liðsins hefur gengið vel fyrir stóra prófraun gegn Hollandi á morgun. „Ótrúlega gaman að vera mættur aftur. Maður veit svona sirka hvað maður er að fara út í, af því að það er ár síðan við gerðum þetta síðast. Ég er mjög spennt,“ segir Berglind í samtali við íþróttadeild. Klippa: Berglind mjög spennt Undirbúningurinn hafi gengið vel. Ísland tapaði naumlega fyrir Sviss í tveimur æfingaleikjum fyrir mót en margt jákvætt hægt að taka út úr þeim leikjum. „Þetta hefur gengið mjög vel. Mjög góður undirbúningur. Við fengum þarna tvo æfingaleiki og svo líka vináttuleikina gegn Póllandi. Flottir leikir og við náðum að spila okkur vel saman þar. Við erum vel gíraðar,“ segir Berglind sem nýtur þess þá vel að vera komin í Alpana í Austurríki. „Það er svo fallegt hérna. Ótrúlega gott loft og næs veður. Þetta er mjög ljúft.“ Liðsfélagi Berglindar hjá Fram, Steinunn Björnsdóttir, er annað en Berglind að þreyta frumraun sína á stórmóti. Hún eignaðist barn um það leyti sem Ísland fór á HM í fyrra en er nú komin inn af fullum krafti, eitthvað sem Berglind fagnar mjög. „Hún er svo geggjuð týpa. Maður lítur ótrúlega mikið upp til hennar og geggjað að fá að spila með henni. Bara ótrúlega gaman,“ segir Berglind. Holland er andstæðingur morgundagsins en um er að ræða eitt besta lið heims. Berglind er meðvituð um stærð prófsins sem leikur morgundagsins verður. „Úff, þetta verður erfitt. Við ætlum að gefa allt í þetta og ef við eigum góðan leik þá er náttúrulega allt hægt. Við erum bara mjög spenntar,“ segir Berglind. Fleira kemur fram í viðtalinu við Berglindi sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sport Landslið Íslands í alpagreinum skíðaíþrótta valin Sport „Ótrúlegt hvernig dómarinn tók Englendingana í framlengingunni“ Fótbolti Björn Lúkas kominn í 8-manna úrslit á HM í MMA Sport Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
„Ótrúlega gaman að vera mættur aftur. Maður veit svona sirka hvað maður er að fara út í, af því að það er ár síðan við gerðum þetta síðast. Ég er mjög spennt,“ segir Berglind í samtali við íþróttadeild. Klippa: Berglind mjög spennt Undirbúningurinn hafi gengið vel. Ísland tapaði naumlega fyrir Sviss í tveimur æfingaleikjum fyrir mót en margt jákvætt hægt að taka út úr þeim leikjum. „Þetta hefur gengið mjög vel. Mjög góður undirbúningur. Við fengum þarna tvo æfingaleiki og svo líka vináttuleikina gegn Póllandi. Flottir leikir og við náðum að spila okkur vel saman þar. Við erum vel gíraðar,“ segir Berglind sem nýtur þess þá vel að vera komin í Alpana í Austurríki. „Það er svo fallegt hérna. Ótrúlega gott loft og næs veður. Þetta er mjög ljúft.“ Liðsfélagi Berglindar hjá Fram, Steinunn Björnsdóttir, er annað en Berglind að þreyta frumraun sína á stórmóti. Hún eignaðist barn um það leyti sem Ísland fór á HM í fyrra en er nú komin inn af fullum krafti, eitthvað sem Berglind fagnar mjög. „Hún er svo geggjuð týpa. Maður lítur ótrúlega mikið upp til hennar og geggjað að fá að spila með henni. Bara ótrúlega gaman,“ segir Berglind. Holland er andstæðingur morgundagsins en um er að ræða eitt besta lið heims. Berglind er meðvituð um stærð prófsins sem leikur morgundagsins verður. „Úff, þetta verður erfitt. Við ætlum að gefa allt í þetta og ef við eigum góðan leik þá er náttúrulega allt hægt. Við erum bara mjög spenntar,“ segir Berglind. Fleira kemur fram í viðtalinu við Berglindi sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.
Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sport Landslið Íslands í alpagreinum skíðaíþrótta valin Sport „Ótrúlegt hvernig dómarinn tók Englendingana í framlengingunni“ Fótbolti Björn Lúkas kominn í 8-manna úrslit á HM í MMA Sport Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira