Góðverk

Fréttamynd

Héldu alvöru partý fyrir góðan mál­stað

Umboðsstofan Móðurskipið hélt á dögunum glæsilegan góðgerðarviðburð til styrktar Mæðrastyrksnefnd. Uppistandarinn Jóhann Alfreð stýrði jólabingói ásamt því að gestir gátu tekið lagið í sérstöku jólakaraoke.

Lífið
Fréttamynd

Fyrsta úthlutun Elsusjóðs

Fyrsta úthlutun úr Elsusjóð hefur verið veitt en styrkir úr sjóðnum eru ætlaðir þeim einstaklingum sem stunda háskólanám og eru með endómetríósu. Sjóðurinn var stofnaður árið 2021 með dánargjöf frá Elsu Guðmundsdóttur sem barðist við endómetríósu.

Lífið
Fréttamynd

Góðmennska sem eykur trú á mannkyninu

Þráður á Skreytum hús hópnum vakti trú margra á mannkyninu á ný þegar meðlimir kepptust um að fá að gleðja lítinn dreng en faðir hans er með ólæknandi krabbamein. Vinkona móðurinnar var að leita að innahúshönnuði til að aðstoða sig við að gleðja soninn en fyrr en varið voru ókunnugir búnir að bjóða sig fram í hin ýmsu verk.

Lífið
Fréttamynd

Ásta Kaldals boðin upp

Afkomendur ljósmyndarans Jón Kaldals hafa ákveðið að bjóða afrit af einhverri frægustu ljósmynd þjóðarinnar upp til styrktar Mæðrastyrksnefnd.

Menning
Fréttamynd

Guðdómleg hvíld fyrir foreldra: „Við getum sofið róleg“

Góðgerðarsamtökin 1881 sem hafa það markmið að styðja við málefni sem erfitt reynist að safna fyrir. Athafnamaðurinn Hálfdán Steinþórsson og Svanhildur Vigfúsdóttir fjárfestir hrundu af stað verkefninu Gefðu fimmu út frá 1881, en markmiðið er að forstjórar, fyrirtæki og aðrir skori á hvert annað að gera vel og hjálpa.

Lífið
Fréttamynd

Synti þvert yfir Kollafjörð á þrjóskunni

Sigurgeir Svanbergsson vann mikið þrekvirki á dögunum þegar hann synti frá Kjalarnesi að Bryggjuhverfi í Grafarvogi. Verkefnið var til styrktar Einstökum börnum – stuðningsfélagi barna og ungmenna með sjaldgæfa sjúkdóma eða sjaldgæf heilkenni. Leiðin var 11,6 km og tók um níu klukkustundir.

Lífið
Fréttamynd

Tólf ára stúlka rakar af sér hárið fyrir gott mál­efni

Hin tólf ára gamla Agla Björk Kristjánsdóttir setti sér það markmið að safna fimm hundruð þúsund krónum til styrktar stuðningsfélaginu Krafti og raka af sér hárið þegar markmiðinu væri náð. Kraftur stendur Öglu Björk nærri en hún missti föður sinn úr krabbameini fyrir fjórum árum.

Lífið
Fréttamynd

Hefja söfnun fyrir fjölskyldu Eyfa

Vinir Sveins Eyjólfs Tryggvasonar, sem lést af slysförum í Ósá fyrir botni Patreksfjarðar síðustu helgi, hafa sett af stað söfnun til stuðnings eiginkonu hans og börnum. Sveinn Eyjólfur, eða Eyfi eins og hann var kallaður, átti sjö börn og var fæddur árið 1972.

Innlent
Fréttamynd

Komnir niður í aðrar búðir Everest

Fjallgöngumennirnir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson eru komnir í aðrar búðir á Everest-fjalli, sem eru í 6.405 metra hæð yfir sjávarmáli. Þeir náðu toppi fjallsins í gær og eru á niðurleið.

Lífið