Býður Grindvíkingum upp á frítt skutl Magnús Jochum Pálsson skrifar 18. janúar 2024 23:01 Einar Jóhannes Einarsson, Hafnfirðingur, hefur boðið Grindvíkingum sem hafa þurft að yfirgefa heimili sín upp á ókeypis skutl. Aðsent/Vísir/Vilhelm Hafnfirðingur sem býður Grindvíkingum upp á frítt skutl á „stór-Hafnarfjarðarsvæðinu“ segir viðbrögðin hafa verið ótrúleg. Enn sem komið er sé bara eitt skutl til Keflavíkur fyrirhugað en ef eftirspurnin eykst er hann tilbúinn að skutla fram yfir helgi. Inni á Facebook-hópnum „Aðstoð við Grindvíkinga“ má sjá fólk bjóða fram aðstoð af ýmsu tagi. Mest fer fyrir leiguhúsnæði og gefins húsgögnum en inni á milli koma líka óvenjulegri færslur. Ein slík er færsla Einars Jóhanns Einarssonar þar sem hann skrifar „Kæru Grindvíkingar, ef eitthvert ykkar eigið erfitt með að fara um hér á stór-Hafnarfjarðarsvæðinu vegna bílleysis eða af öðrum ástæðum, þá er ég kominn í langa fríið og hér fyrir utan stendur nýlegur og vel útbúinn bíll til vetraraksturs sem getur tekið allt að 6 farþegum.“ „Mig langar til að bjóða ykkur uppá frítt skutl, t.d. í búð, til læknis eða hvað svo sem þið þurfið að erinda,“ skrifar hann síðan í færslunni. Hann hafi hugsað sér að skutla fólki út daginn í dag, á morgun og hugsanlega eftir helgi ef eftirspurnin er mikil. Færslan hefur vakið töluverða athygli á hópnum, tæplega þúsund manns hafa líkað við hana, við hana eru tæplega sextíu ummæli og henni hefur verið deilt sautján sinnum. Skutlar frekar en að lesa eða fara í sundi „Þetta var algjörlega spontant ákvörðun,“ segir Einar um aðdragandann að færslunni. „Eins og kemur fram þá á ég bíl sem tekur sex farþega og ég er hættur að vinna. Það eru tvö ár síðan en ég var í hittífyrrasumar með leyfi til að vera með dagsferðir og keyrði þó nokkuð mikið það sumar með túrista út og suður. Allt frá því að fara í kringum Snæfellsnes og austur á Hjörleifshöfða og allt þar á milli,“ segir hann. „Ég er ekki búinn að ákveða hvort ég fer aftur út í þetta í vor eða ekki og er ennþá með bílinn en er ekkert að nota hann,“ segir hann og bætir við að því sé tilvalið að nýta hann. Aðspurður hver kveikjan hafi verið sagðist Einar hafa heyrt viðtal í fréttum Rúv þar sem var talað um hvað það væri erfitt fyrir marga Grindvíkinga að ferðast á milli staða, sérstaklega börn og yngra fólk á leið á æfingar. Og ákvaðst að bjóða upp á þetta? „Já, frekar en að vera hérna að lesa bækur eða fara í sund og pottana eins og maður gerir,“ segir Einar. „Getur vel verið að ég láti þetta ganga fram í næstu viku“ Eins og hefur komið fram vakti færsla Einars gríðarlega athygli inni í hópnum en hann hefur ekki fengið jafnmikið af skutlbeiðnum. „Ég er búinn að fá svo ótrúleg viðbrögð að ég hugsaði Hvað er ég eiginlega búinn að koma mér út í?“ segir hann og bætir við að hann sé með eitt skutl fyrirhugað og það séu enn laus pláss. „Ég ætla að fara með mæðgin til Keflavíkur seinni partinn á morgun.“ Hins vegar hafi hann fengið hringingar frá fólki sem hafði áhuga á að hjálpa honum með skutlið með fjárstuðningi eða akstri. „Gleðilegt að fá þessi viðbrögð. Ég skýt aldrei rakettum á loft en ég keypti eina af björgunarsveitunum í Grindavík á gamlársdag. Það er það eina sem ég hef gert,“ segir hann og því sé skutlið tilvalinn stuðningur. „Eins og ég segi, ætla ég að sjá til fram á helgi hvernig þetta verður og þá getur vel verið að ég láti þetta ganga fram í næstu viku,“ segir Einar um skutlið. Hér fyrir neðan má nálgast færslu Einars í heild sinni: Grindavík Eldgos og jarðhræringar Góðverk Hafnarfjörður Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Inni á Facebook-hópnum „Aðstoð við Grindvíkinga“ má sjá fólk bjóða fram aðstoð af ýmsu tagi. Mest fer fyrir leiguhúsnæði og gefins húsgögnum en inni á milli koma líka óvenjulegri færslur. Ein slík er færsla Einars Jóhanns Einarssonar þar sem hann skrifar „Kæru Grindvíkingar, ef eitthvert ykkar eigið erfitt með að fara um hér á stór-Hafnarfjarðarsvæðinu vegna bílleysis eða af öðrum ástæðum, þá er ég kominn í langa fríið og hér fyrir utan stendur nýlegur og vel útbúinn bíll til vetraraksturs sem getur tekið allt að 6 farþegum.“ „Mig langar til að bjóða ykkur uppá frítt skutl, t.d. í búð, til læknis eða hvað svo sem þið þurfið að erinda,“ skrifar hann síðan í færslunni. Hann hafi hugsað sér að skutla fólki út daginn í dag, á morgun og hugsanlega eftir helgi ef eftirspurnin er mikil. Færslan hefur vakið töluverða athygli á hópnum, tæplega þúsund manns hafa líkað við hana, við hana eru tæplega sextíu ummæli og henni hefur verið deilt sautján sinnum. Skutlar frekar en að lesa eða fara í sundi „Þetta var algjörlega spontant ákvörðun,“ segir Einar um aðdragandann að færslunni. „Eins og kemur fram þá á ég bíl sem tekur sex farþega og ég er hættur að vinna. Það eru tvö ár síðan en ég var í hittífyrrasumar með leyfi til að vera með dagsferðir og keyrði þó nokkuð mikið það sumar með túrista út og suður. Allt frá því að fara í kringum Snæfellsnes og austur á Hjörleifshöfða og allt þar á milli,“ segir hann. „Ég er ekki búinn að ákveða hvort ég fer aftur út í þetta í vor eða ekki og er ennþá með bílinn en er ekkert að nota hann,“ segir hann og bætir við að því sé tilvalið að nýta hann. Aðspurður hver kveikjan hafi verið sagðist Einar hafa heyrt viðtal í fréttum Rúv þar sem var talað um hvað það væri erfitt fyrir marga Grindvíkinga að ferðast á milli staða, sérstaklega börn og yngra fólk á leið á æfingar. Og ákvaðst að bjóða upp á þetta? „Já, frekar en að vera hérna að lesa bækur eða fara í sund og pottana eins og maður gerir,“ segir Einar. „Getur vel verið að ég láti þetta ganga fram í næstu viku“ Eins og hefur komið fram vakti færsla Einars gríðarlega athygli inni í hópnum en hann hefur ekki fengið jafnmikið af skutlbeiðnum. „Ég er búinn að fá svo ótrúleg viðbrögð að ég hugsaði Hvað er ég eiginlega búinn að koma mér út í?“ segir hann og bætir við að hann sé með eitt skutl fyrirhugað og það séu enn laus pláss. „Ég ætla að fara með mæðgin til Keflavíkur seinni partinn á morgun.“ Hins vegar hafi hann fengið hringingar frá fólki sem hafði áhuga á að hjálpa honum með skutlið með fjárstuðningi eða akstri. „Gleðilegt að fá þessi viðbrögð. Ég skýt aldrei rakettum á loft en ég keypti eina af björgunarsveitunum í Grindavík á gamlársdag. Það er það eina sem ég hef gert,“ segir hann og því sé skutlið tilvalinn stuðningur. „Eins og ég segi, ætla ég að sjá til fram á helgi hvernig þetta verður og þá getur vel verið að ég láti þetta ganga fram í næstu viku,“ segir Einar um skutlið. Hér fyrir neðan má nálgast færslu Einars í heild sinni:
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Góðverk Hafnarfjörður Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira