Snemma að sofa í kvöld eftir hjólasólarhring Máni Snær Þorláksson skrifar 16. apríl 2023 17:38 Strákarnir hjóluðu á fullu í heilan sólarhring. Vísir/Steingrímur Dúi Félagar drengs sem slasaðist illa í hjólaslysi í síðastliðnum ágúst ákváðu að hjálpa vini sínum með því að efna til söfnunar sem gekk svo vonum framar. Drengirnir ákváðu að hjóla stanslaust í heilan sólarhring með það að markmiði að safna fyrir glæsilegu rafmagnsfjallahjóli. Elís Hugi Dagsson slasaðist illa er hann lenti í hjólaslysi í síðastliðnum ágúst. Til þess að hann geti hjólað aftur með félögum sínum úr afrekshópi fjallahjóladeildar Brettafélags Hafnarfjarðar þarf hann sérútbúið rafmagnsfjallahjól. Slík hjól eru ekki ódýr en félagarnir ákváðu að taka málin í sínar hendur til að sjá til þess að Elís geti hjólað með þeim á ný. Fjallað var um söfnunina í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Hjólreiðamaraþon drengjanna hófst klukkan 14:00 í gær og lauk því á sama tíma í dag. Ásdís Hanna Pálsdóttir, móðir eins drengsins sem tók þátt í hjólreiðunum síðasta sólarhringinn, segir í samtali við fréttastofu að söfnunin hafi gengið vonum framar, strákunum tókst að safna fyrir rafmagnsfjallahjólinu. „Þessi viðburður heppnaðist mjög vel. Strákarnir stóðu sig ofboðslega vel þótt þeir hafi ekki tekið svona tuttugu og fjögurra tíma keyrslu áður,“ segir Ásdís. Þó svo að það hafi tekist að safna fyrir hjólinu þá bendir Ásdís á að söfnunin er enn opin þar sem kostnaðurinn í tengslum við rafmagnsfjallahjólið, viðhald og þess háttar, er einnig mikill. „Allur aukabúnaður, alls konar eins og dekk og annað, þetta er allt rándýrt á svona sérútbúið hjól. Allt sem kemur umfram rennur allt til Elísar Huga og verður brennimerkt hjólaáhugamálinu hans.“ Stefna á að hjóla saman í sumar Ásdís segir að góður andi hafi verið í hópnum sem stóð fyrir söfnuninni á meðan á henni stóð. „Þetta er ótrúlega flottur hópur, voru samstilltir á að halda þessu áfram og halda þetta út fyrir Elís,“ segir hún. „Þetta var náttúrulega líka gert að frumkvæði frá þeim, að finna eitthvað til þess að gera þetta fyrir hann.“ Söfnunin gekk vonum framar.Vísir/Steingrímur Dúi Þá segir Ásdís að hópurinn sé auðvitað þreyttur eftir hjólreiðarnar. „Það er verið að bera vel á sig krem og annað. Þeir eru mjög þreyttir og verða örugglega farnir snemma að sofa í kvöld.“ Stefnt er að því að Elís og félagar hans geti farið að hjóla í sumar: „Hann hefur hugsað þetta í allan vetur, að reyna að fá sér svona hjól. Þannig það lukkaðist vel að við tókum okkur saman og söfnuðum fyrir þessu. Þannig hann bíður spenntur að græja hjól, stilla það fyrir sig og koma sér út. Nánari upplýsingar um söfnunina er að finna á viðburðinum fyrir hana á Facebook. Hjólreiðar Góðverk Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Sjá meira
Elís Hugi Dagsson slasaðist illa er hann lenti í hjólaslysi í síðastliðnum ágúst. Til þess að hann geti hjólað aftur með félögum sínum úr afrekshópi fjallahjóladeildar Brettafélags Hafnarfjarðar þarf hann sérútbúið rafmagnsfjallahjól. Slík hjól eru ekki ódýr en félagarnir ákváðu að taka málin í sínar hendur til að sjá til þess að Elís geti hjólað með þeim á ný. Fjallað var um söfnunina í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Hjólreiðamaraþon drengjanna hófst klukkan 14:00 í gær og lauk því á sama tíma í dag. Ásdís Hanna Pálsdóttir, móðir eins drengsins sem tók þátt í hjólreiðunum síðasta sólarhringinn, segir í samtali við fréttastofu að söfnunin hafi gengið vonum framar, strákunum tókst að safna fyrir rafmagnsfjallahjólinu. „Þessi viðburður heppnaðist mjög vel. Strákarnir stóðu sig ofboðslega vel þótt þeir hafi ekki tekið svona tuttugu og fjögurra tíma keyrslu áður,“ segir Ásdís. Þó svo að það hafi tekist að safna fyrir hjólinu þá bendir Ásdís á að söfnunin er enn opin þar sem kostnaðurinn í tengslum við rafmagnsfjallahjólið, viðhald og þess háttar, er einnig mikill. „Allur aukabúnaður, alls konar eins og dekk og annað, þetta er allt rándýrt á svona sérútbúið hjól. Allt sem kemur umfram rennur allt til Elísar Huga og verður brennimerkt hjólaáhugamálinu hans.“ Stefna á að hjóla saman í sumar Ásdís segir að góður andi hafi verið í hópnum sem stóð fyrir söfnuninni á meðan á henni stóð. „Þetta er ótrúlega flottur hópur, voru samstilltir á að halda þessu áfram og halda þetta út fyrir Elís,“ segir hún. „Þetta var náttúrulega líka gert að frumkvæði frá þeim, að finna eitthvað til þess að gera þetta fyrir hann.“ Söfnunin gekk vonum framar.Vísir/Steingrímur Dúi Þá segir Ásdís að hópurinn sé auðvitað þreyttur eftir hjólreiðarnar. „Það er verið að bera vel á sig krem og annað. Þeir eru mjög þreyttir og verða örugglega farnir snemma að sofa í kvöld.“ Stefnt er að því að Elís og félagar hans geti farið að hjóla í sumar: „Hann hefur hugsað þetta í allan vetur, að reyna að fá sér svona hjól. Þannig það lukkaðist vel að við tókum okkur saman og söfnuðum fyrir þessu. Þannig hann bíður spenntur að græja hjól, stilla það fyrir sig og koma sér út. Nánari upplýsingar um söfnunina er að finna á viðburðinum fyrir hana á Facebook.
Hjólreiðar Góðverk Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Sjá meira