Systkini boða til hlaups til styrktar Einstökum börnum Árni Sæberg skrifar 30. apríl 2023 22:10 Systkinin á góðri stundu við Hafnartorg, þar sem verður ræst út á morgun. Aðsend Systkinin Nína Kristín, Áslaug Arna og Magnús Sigurbjörnsbörn hafa boðið öllum sem vilja að hlaupa, ganga eða rúlla með þeim fimm kílómetra í miðbæ Reykjavíkur á morgun, 1. maí. Hlaupið verður til styrktar Einstökum börnum og til heiðurs móður þeirra, sem átti afmæli 1. maí og lést fyrir ellefu árum. „Nína og Áslaug hlupu saman í Reykjavíkurmaraþoninu 2012 með mömmu á hliðarlínunni en tveimur mánuðum síðar lést hún. Nína sá svo nýja hlaupastóla sem Palli Líndal vinur okkar safnaði fyrir og gaf Reykjadal í fyrra og lagði til að við myndum endurtaka leikinn,“ segir í viðburði um hlaupið á Facebook. Systurnar Nína Kristín og Áslaug Arna í Reykjavíkurmaraþoninu árið 2012.Aðsend Öll geti tekið þátt í hlaupinu, engin tímataka verði, ganga megi og hlaupa, með vagn eða bara sjálfan sig. Í boði verði líka að taka styttri hring, enda sé hlaupið aðallega ætlað til skemmtunar. Þá ætla systkinin að safna fyrir Einstök börn, stuðningsfélag barna og ungmenna með sjaldgæfa sjúkdóma eða sjaldgæf heilkenni. Helmingur þess fjár sem safnast mun renna til Systkinasmiðjunnar, alþjóðlegs stuðningsúrræðis fyrir systkini veikra eða fatlaðra barna, sem er í samstarfi við Einstök börn. Nína, sem er yngst í hópnum, er með sjaldgæfan sjúkdóm sem veldur því að hún getur ekki gengið. Að sögn Magnúsar mun Áslaug Arna, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, því ýta systur sinni á undan sér í sérútbúnum hjólastól, sem þau fengu að láni frá Reykjadal. Lagt verður af stað frá Hafnartorgi, fyrir framan Kolaportið klukkan 11 á morgun og mæting er hálftíma fyrr, ef veður leyfir. Nánari upplýsingar um skráningu og áheit má finna hér. Reykjavík Málefni fatlaðs fólks Góðverk Hlaup Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Áskoranirnar í fyrra: „Ég hélt ekki að ég myndi lifa það“ Áskorun Saga sagði já við Sturlu Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Fleiri fréttir Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Sjá meira
„Nína og Áslaug hlupu saman í Reykjavíkurmaraþoninu 2012 með mömmu á hliðarlínunni en tveimur mánuðum síðar lést hún. Nína sá svo nýja hlaupastóla sem Palli Líndal vinur okkar safnaði fyrir og gaf Reykjadal í fyrra og lagði til að við myndum endurtaka leikinn,“ segir í viðburði um hlaupið á Facebook. Systurnar Nína Kristín og Áslaug Arna í Reykjavíkurmaraþoninu árið 2012.Aðsend Öll geti tekið þátt í hlaupinu, engin tímataka verði, ganga megi og hlaupa, með vagn eða bara sjálfan sig. Í boði verði líka að taka styttri hring, enda sé hlaupið aðallega ætlað til skemmtunar. Þá ætla systkinin að safna fyrir Einstök börn, stuðningsfélag barna og ungmenna með sjaldgæfa sjúkdóma eða sjaldgæf heilkenni. Helmingur þess fjár sem safnast mun renna til Systkinasmiðjunnar, alþjóðlegs stuðningsúrræðis fyrir systkini veikra eða fatlaðra barna, sem er í samstarfi við Einstök börn. Nína, sem er yngst í hópnum, er með sjaldgæfan sjúkdóm sem veldur því að hún getur ekki gengið. Að sögn Magnúsar mun Áslaug Arna, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, því ýta systur sinni á undan sér í sérútbúnum hjólastól, sem þau fengu að láni frá Reykjadal. Lagt verður af stað frá Hafnartorgi, fyrir framan Kolaportið klukkan 11 á morgun og mæting er hálftíma fyrr, ef veður leyfir. Nánari upplýsingar um skráningu og áheit má finna hér.
Reykjavík Málefni fatlaðs fólks Góðverk Hlaup Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Áskoranirnar í fyrra: „Ég hélt ekki að ég myndi lifa það“ Áskorun Saga sagði já við Sturlu Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Fleiri fréttir Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Sjá meira