Safna fyrir vin sinn sem lenti í hjólaslysi Máni Snær Þorláksson skrifar 13. apríl 2023 12:36 Mynd tekin á Evrópumeistaramótinu í fjallabruni í Slóveníu síðasta sumar: Elís Hugi Dagsson er fremstur, þar fyrir aftan með gula hjálminn er Helgi Berg Friðþjófsson hjólaþjálfarinn í BFH. Þar næst er Anton Sigurðarsson (BFH) og svo Sól Snorradóttir (HFR) Aðsend Elís Hugi Dagsson slasaðist illa er hann lenti í hjólaslysi í síðastliðnum ágúst. Félagar hans úr afrekshópi fjallahjóladeildar Brettafélags Hafnarfjarðar hafa tekið sig til og efnt til söfnunar fyrir Elís. Markmiðið er að ná að safna fyrir sérútbúnu fjallahjóli svo Elís geti hjólað með þeim á ný. „Strákarnir eru búnir að hugsa hvað þeir geta gert til þess að hjálpa honum og fá hann út að leika aftur. Þess vegna kemur þessi áheitasöfnun til sem fer fram um helgina,“ segir Sigurður Ólafsson, sem er í foreldrafélagi Brettafélags Hafnarfjarðar, í viðtali um söfnunina í Bítinu á Bylgjunni. Sigurður bendir á að Elís hafi verið með allan hlífðarbúnað er hann slasaðist. „Slysin klárlega gerast og þetta var akkúrat dæmi um það,“ segir Sigurður og útskýrir hvað kom fyrir. „Þetta er einn af fremstu hjólurum landsins. Það eru skipulögð mót á vegum Hjólreiðasambandsins og í fyrra á einu bikarmótinu þá verður hann fyrir því óhappi að hann dettur á miklum hraða fram af smá kletti, lendir illa. Hann fer fram fyrir sig, brotnar ofarlega í bakinu og er fluttur með þyrlu á sjúkrahús. Hann er í rauninni lamaður fyrir neðan brjóst í dag.“ Hvernig hefur hann það í dag? „Hann fer inn á Landspítalann og síðan inn á Grensás, var í endurhæfingu. Hann náði að halda áfram í skólanum, Tækniskólinn á heiður skilið fyrir að koma til móts við hann og hjálpa honum. Í dag er hann í skólanum og næsta skref hjá okkur í hjólasamfélaginu er að fá hann inn aftur til að geta hjólað með okkur.“ Frá Spánarferð hjólahópsins í fyrra.Aðsend Taka höndum saman Til þess að Elís geti hjólað aftur með félögum sínum þarf hann sérútbúið rafmagnsknúið fjallahjól. Þannig hjól eru mjög dýr og þess vegna var ákveðið að fara í áheitasöfnunina. Félagar hans ætla að hjóla í heilan sólarhring á æfingahjólum í húsi Brettafélagsins að Flatahrauni 14 í Hafnarfirði. „Hann er búinn að vera í endurhæfingu og er kominn aftur heim. Hann vill náttúrulega komast út aftur að leika. Þessi hjól eru mjög dýr þannig strákarnir voru að spjalla um hvernig þeir gætu aðstoðað hann, þá kom þessi hugmynd að fara í áheitasöfnun,“ segir Sigurður í samtali við blaðamann. Verið er að safna fyrir svona hjóli svo Elís geti hjólað á ný með félögum sínum.Facebook Sigurður segir að í rauninni sé allt hjólasamfélagið að taka höndum saman í þessari söfnun: „Þetta er ekki bara Brettafélag Hafnarfjarðar heldur líka hin hjólreiðafélögin, það eru allir sem flykkjast á bak við þetta og munu hjóla þennan dag. Það eru skipulagðar götuhjólreiðar og fjallahjólreiðar, það eru allir að taka höndum saman svo hann komist sem fyrst út að leika og til að gera þetta sem bærilegast fyrir hann.“ Skálafell bikarmót síðasta sumar – BFH (Brettafélag Hafnarfjarðar) og HFA (Hjólreiðafélag Akureyrar) strákarnir að njóta veðurblíðunnar á milli keppnisferðaAðsend Nánari upplýsingar um söfnunina er að finna á viðburðinum fyrir hana á Facebook. Hjólreiðar Góðverk Samgönguslys Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fleiri fréttir Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Sjá meira
„Strákarnir eru búnir að hugsa hvað þeir geta gert til þess að hjálpa honum og fá hann út að leika aftur. Þess vegna kemur þessi áheitasöfnun til sem fer fram um helgina,“ segir Sigurður Ólafsson, sem er í foreldrafélagi Brettafélags Hafnarfjarðar, í viðtali um söfnunina í Bítinu á Bylgjunni. Sigurður bendir á að Elís hafi verið með allan hlífðarbúnað er hann slasaðist. „Slysin klárlega gerast og þetta var akkúrat dæmi um það,“ segir Sigurður og útskýrir hvað kom fyrir. „Þetta er einn af fremstu hjólurum landsins. Það eru skipulögð mót á vegum Hjólreiðasambandsins og í fyrra á einu bikarmótinu þá verður hann fyrir því óhappi að hann dettur á miklum hraða fram af smá kletti, lendir illa. Hann fer fram fyrir sig, brotnar ofarlega í bakinu og er fluttur með þyrlu á sjúkrahús. Hann er í rauninni lamaður fyrir neðan brjóst í dag.“ Hvernig hefur hann það í dag? „Hann fer inn á Landspítalann og síðan inn á Grensás, var í endurhæfingu. Hann náði að halda áfram í skólanum, Tækniskólinn á heiður skilið fyrir að koma til móts við hann og hjálpa honum. Í dag er hann í skólanum og næsta skref hjá okkur í hjólasamfélaginu er að fá hann inn aftur til að geta hjólað með okkur.“ Frá Spánarferð hjólahópsins í fyrra.Aðsend Taka höndum saman Til þess að Elís geti hjólað aftur með félögum sínum þarf hann sérútbúið rafmagnsknúið fjallahjól. Þannig hjól eru mjög dýr og þess vegna var ákveðið að fara í áheitasöfnunina. Félagar hans ætla að hjóla í heilan sólarhring á æfingahjólum í húsi Brettafélagsins að Flatahrauni 14 í Hafnarfirði. „Hann er búinn að vera í endurhæfingu og er kominn aftur heim. Hann vill náttúrulega komast út aftur að leika. Þessi hjól eru mjög dýr þannig strákarnir voru að spjalla um hvernig þeir gætu aðstoðað hann, þá kom þessi hugmynd að fara í áheitasöfnun,“ segir Sigurður í samtali við blaðamann. Verið er að safna fyrir svona hjóli svo Elís geti hjólað á ný með félögum sínum.Facebook Sigurður segir að í rauninni sé allt hjólasamfélagið að taka höndum saman í þessari söfnun: „Þetta er ekki bara Brettafélag Hafnarfjarðar heldur líka hin hjólreiðafélögin, það eru allir sem flykkjast á bak við þetta og munu hjóla þennan dag. Það eru skipulagðar götuhjólreiðar og fjallahjólreiðar, það eru allir að taka höndum saman svo hann komist sem fyrst út að leika og til að gera þetta sem bærilegast fyrir hann.“ Skálafell bikarmót síðasta sumar – BFH (Brettafélag Hafnarfjarðar) og HFA (Hjólreiðafélag Akureyrar) strákarnir að njóta veðurblíðunnar á milli keppnisferðaAðsend Nánari upplýsingar um söfnunina er að finna á viðburðinum fyrir hana á Facebook.
Hjólreiðar Góðverk Samgönguslys Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fleiri fréttir Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Sjá meira