Tómas og Dendi stefna á að gefa öllum nemendum í Taksindu flíspeysu Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 5. mars 2023 17:08 Vinstri: Tómas og Dendi á tindi Kala Patarr með Dendi. Everestfjall í baksýn. Hægri: Börn og kennarar í Nepal í peysum sem þeir félagar söfnuðu. Aðsend Hjartaskurðlæknirinn Tómas Guðbjartsson stóð nýverið fyrir söfnun til styrktar fátækum og munaðarlausum börnum í Taksindu í Nepal ásamt Íslandsvininum og sjerpanum Dendi. Á föstudag fengu sjötíu börn og tuttugu kennarar afhentar flíspeysur og yfir tvö hundruð nemar fengu skólabækur og penna. Vinirnir stefna á gefa öllum nemendum þorpsins peysur, en mjög kalt er í Nepal um þessar mundir og lítið hægt að kynda. Sjerpinn Dendi hefur aðstoðað hátt í þrjú hundruð íslendinga við fjallmennsku í Nepal og fylgt fjölmörgum upp í grunnbúðir Everest. Haraldur Örn Ólafsson, Vilborg Arna Gissurardóttir og John Snorri Sigurjónsson eru meðal þeirra sem hann hefur aðstoðað. Dendi og hjartaskurðlæknirinn Tómas Guðbjartsson eru góðir vinir en Tómas er annálaður áhugamaður um fjallaklifur og hefur klifið mörg hæstu fjöll heims. Tómas og Dendi hafa verið vinir í nokkur ár.Aðsend Í september á síðasta ári voru þeir félagar á ferðalagi í Nepal. „Þar opnaðist landið fyrir mér, ekki bara fjöllin heldur heimsóttum við einnig skóla í Kumbudalnum, spítala og heilsugæslustöðvar,“ segir Tómas. Í heimabæ Dendi, Taksindu, vatt ferðalagið upp á sig og þeir ákváðu að stofna til söfnunar. „Það er kalt þarna, þetta er hátt uppi í fjöllunum og í skólunum og á heimilum er mun minna kynt en venjulega þar sem olíuverð hefur rokið upp vegna stríðsins í Úkraínu,“ útskýrði Tómas í samtali við Vísi. Tvö hundruð nepölsk börn fengu afhentar stílabækur og skriffæri.Aðsend Þeir Dendi fengu þá hugmynd að safna fyrir flíspeysum handa börnum í þorpinu. Tómas segir að börnin neyðist til að vera kappklædd í skólanum, séu oft í dúnúlpu innandyra en kvarti þó aldrei. Afhentu níutíu peysur Þegar Dendi kom til Íslands í desember settu félagarnir upp fyrirlestra til styrktar verkefninu. Aðgangseyrir var þúsund krónur og rann óskiptur til verkefnisins. Allur ágóði fór í að kaupa flíspeysur en síðar ákváðu þeir að kaupa líka stílabækur og penna þar sem mikil þörf er á slíku. Tómas sagði að í staðinn fyrir að kaupa eða fá fyrirtæki hérlendis til að styrkja verkefnið hafi þeir ákveðið að kaupa flíspeysurnar í Nepal. Ástæðan fyrir þeirri ákvörðun var annarsvegar sú að flutningskostnaður er gríðarlega hár en þeir vildu einnig styrkja innviði í Nepal. Kennarar og börn í flíspeysum sem Tómas og Dendi söfnuðu fyrir.Aðsend Söfnunin gekk vel og bæði einstaklingar og fyrirtæki styrktu verkefnið. Á föstudag voru svo afhentar níutíu flíspeysur til sjötíu barna og tuttugu kennara í skólanum Taksindu Monastery Lama School sem er fyrir munaðarlaus börn. Auk þess fengu yfir tvö hundruð nemendur stílabækur og penna. Allt var þetta merkt íslenska fánanum og vakti mikla lukku. Stefna á að gefa öllum nemendum peysu Tómas og Dendi eru þó hvergi nærri hættir. Þeir stefna nú á að kaupa flíspeysur á alla nemendur í þorpinu Dendli en til þess þurfa þeir að safna 4-500 þúsund krónum. Þá segir Tómas mikla þörf á skólatöskum sem þeir vonast einnig til að geta keypt. „Nepal er eitt af fátækustu löndum heims. Framleiðsla á hvern íbúa er í kringum 1.100 dollarar en 70.000 dollara á íbúa á Íslandi, segir Tómas. „Við erum því klárlega aflögufær, bæði einstaklingar og fyrirtæki.“ Hann segir fólkið í Nepal stálheiðarlegt og afar vinalegt, og því fái allir að kynnast sem ferðast um Nepal. Tómas bendir á að ef fyrirtæki eða einstaklingar hafi áhuga á að styrkja verkefnið er hægt að gera það með því að leggja inn á eftirfarandi reikning: 0137-05-070295, kt. 110165-3829. Fjallamennska Ferðalög Góðverk Nepal Mest lesið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Sjá meira
Sjerpinn Dendi hefur aðstoðað hátt í þrjú hundruð íslendinga við fjallmennsku í Nepal og fylgt fjölmörgum upp í grunnbúðir Everest. Haraldur Örn Ólafsson, Vilborg Arna Gissurardóttir og John Snorri Sigurjónsson eru meðal þeirra sem hann hefur aðstoðað. Dendi og hjartaskurðlæknirinn Tómas Guðbjartsson eru góðir vinir en Tómas er annálaður áhugamaður um fjallaklifur og hefur klifið mörg hæstu fjöll heims. Tómas og Dendi hafa verið vinir í nokkur ár.Aðsend Í september á síðasta ári voru þeir félagar á ferðalagi í Nepal. „Þar opnaðist landið fyrir mér, ekki bara fjöllin heldur heimsóttum við einnig skóla í Kumbudalnum, spítala og heilsugæslustöðvar,“ segir Tómas. Í heimabæ Dendi, Taksindu, vatt ferðalagið upp á sig og þeir ákváðu að stofna til söfnunar. „Það er kalt þarna, þetta er hátt uppi í fjöllunum og í skólunum og á heimilum er mun minna kynt en venjulega þar sem olíuverð hefur rokið upp vegna stríðsins í Úkraínu,“ útskýrði Tómas í samtali við Vísi. Tvö hundruð nepölsk börn fengu afhentar stílabækur og skriffæri.Aðsend Þeir Dendi fengu þá hugmynd að safna fyrir flíspeysum handa börnum í þorpinu. Tómas segir að börnin neyðist til að vera kappklædd í skólanum, séu oft í dúnúlpu innandyra en kvarti þó aldrei. Afhentu níutíu peysur Þegar Dendi kom til Íslands í desember settu félagarnir upp fyrirlestra til styrktar verkefninu. Aðgangseyrir var þúsund krónur og rann óskiptur til verkefnisins. Allur ágóði fór í að kaupa flíspeysur en síðar ákváðu þeir að kaupa líka stílabækur og penna þar sem mikil þörf er á slíku. Tómas sagði að í staðinn fyrir að kaupa eða fá fyrirtæki hérlendis til að styrkja verkefnið hafi þeir ákveðið að kaupa flíspeysurnar í Nepal. Ástæðan fyrir þeirri ákvörðun var annarsvegar sú að flutningskostnaður er gríðarlega hár en þeir vildu einnig styrkja innviði í Nepal. Kennarar og börn í flíspeysum sem Tómas og Dendi söfnuðu fyrir.Aðsend Söfnunin gekk vel og bæði einstaklingar og fyrirtæki styrktu verkefnið. Á föstudag voru svo afhentar níutíu flíspeysur til sjötíu barna og tuttugu kennara í skólanum Taksindu Monastery Lama School sem er fyrir munaðarlaus börn. Auk þess fengu yfir tvö hundruð nemendur stílabækur og penna. Allt var þetta merkt íslenska fánanum og vakti mikla lukku. Stefna á að gefa öllum nemendum peysu Tómas og Dendi eru þó hvergi nærri hættir. Þeir stefna nú á að kaupa flíspeysur á alla nemendur í þorpinu Dendli en til þess þurfa þeir að safna 4-500 þúsund krónum. Þá segir Tómas mikla þörf á skólatöskum sem þeir vonast einnig til að geta keypt. „Nepal er eitt af fátækustu löndum heims. Framleiðsla á hvern íbúa er í kringum 1.100 dollarar en 70.000 dollara á íbúa á Íslandi, segir Tómas. „Við erum því klárlega aflögufær, bæði einstaklingar og fyrirtæki.“ Hann segir fólkið í Nepal stálheiðarlegt og afar vinalegt, og því fái allir að kynnast sem ferðast um Nepal. Tómas bendir á að ef fyrirtæki eða einstaklingar hafi áhuga á að styrkja verkefnið er hægt að gera það með því að leggja inn á eftirfarandi reikning: 0137-05-070295, kt. 110165-3829.
Fjallamennska Ferðalög Góðverk Nepal Mest lesið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Sjá meira