Gáfu bílskúrsfylli af dósum til Grindavíkur Jón Þór Stefánsson skrifar 1. desember 2023 14:45 Garðar, Kristinn og Darri Vísir/Ívar Fannar Þrír ungir drengir skiluðu í gær hundrað þúsund krónum til Rauða krossins eftir mikla dósasöfnun í Laugardalnum. Móðir eins þeirra segir að bílskúr hafi verið orðinn troðfullur af dósum eftir söfnunina. Drengirnir, Garðar, Kristinn og Darri fóru tvisvar út að safna. Fréttastofa náði tali af þeim eftir fyrri söfnunina þar sem þeir sögðu að markmiðið væri að fjármagna spil, leikföng og bangsa handa börnum frá Grindavík. Aðspurðir um hvers vegna þeir hafi ákveðið að safna fyrir Grindavík svöruðu drengirnir: „Við heyrðum bara frá fréttunum,“ sagði Garðar. „Að það væru sprungur og eitthvað í götunni,“ sagði Darri. „Í Grindavík,“ bætti Kristinn við í kvöldfréttum Stöðvar 2 þann átjánda nóvember. Þurftu stóran sendibíl til að skila dósunum af sér Framganga drengjanna í kvöldfréttatímanum vakti athygli og varð til þess að þeir gátu safnað enn meiru. „Þetta var alveg rosalega mikið. Eftir umfjöllunina hafði fólk samband og mætti til okkar með poka. Þannig þetta kom nokkuð hratt,“ segir Lovísa Árnadóttir, móðir eins drengsins í samtali við Vísi. „Við höfðum ekki bílskúrspláss í meira,“ segir hún og útskýrir að það hafi þurft stóran sendibíl til að fara með dósirnar á áfangastað. Komu upphæðinni upp í hundrað Með uppátækinu söfnuðu drengirnir 43 þúsund krónum, sem þýðir að þeir hafi safnað rúmlega tvö þúsund dósum og flöskum og farið með í endurvinnsluna. Kids Coolshop ákvað síðan að leggja sitt lóð á vogaskálarnar og bæta við upphæðina svo hún gæti orðið að hundrað þúsund krónum, og ekki nóg með það heldur gaf verslunin þrjá bangsa með. Drengirnir þrír hjá Rauða krossinum.Aðsend/Lovísa Lovísa segir að drengjunum hafi verið vel tekið hjá Rauða krossinum þegar þeir skiluðu 100 þúsund krónunum. „Viðbrögðin hjá Rauða krossinum voru algjörlega frábær. Það var vel tekið á móti þeim. Þar voru allir svo þakklátir og þeir fengu viðurkenningarskjöl. Það munar um þetta, hundrað þúsund krónur.“ Góðverk Grindavík Krakkar Eldgos á Reykjanesskaga Reykjavík Tengdar fréttir Safna dósum svo grindvísk börn fái bangsa Síðustu daga hafa fyrirtæki, einstaklingar og verkalýðsfélög lýst yfir stuðningi við Grindvíkinga og boðið fram aðstoð. Nokkrir ungir drengir úr Laugardalnum vildu leggja sitt af mörkum til að aðstoða Grindvíkinga. Þeir safna nú dósum til að grindvísk börn geti eignast nýjan bangsa. 18. nóvember 2023 21:47 Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Sjá meira
Drengirnir, Garðar, Kristinn og Darri fóru tvisvar út að safna. Fréttastofa náði tali af þeim eftir fyrri söfnunina þar sem þeir sögðu að markmiðið væri að fjármagna spil, leikföng og bangsa handa börnum frá Grindavík. Aðspurðir um hvers vegna þeir hafi ákveðið að safna fyrir Grindavík svöruðu drengirnir: „Við heyrðum bara frá fréttunum,“ sagði Garðar. „Að það væru sprungur og eitthvað í götunni,“ sagði Darri. „Í Grindavík,“ bætti Kristinn við í kvöldfréttum Stöðvar 2 þann átjánda nóvember. Þurftu stóran sendibíl til að skila dósunum af sér Framganga drengjanna í kvöldfréttatímanum vakti athygli og varð til þess að þeir gátu safnað enn meiru. „Þetta var alveg rosalega mikið. Eftir umfjöllunina hafði fólk samband og mætti til okkar með poka. Þannig þetta kom nokkuð hratt,“ segir Lovísa Árnadóttir, móðir eins drengsins í samtali við Vísi. „Við höfðum ekki bílskúrspláss í meira,“ segir hún og útskýrir að það hafi þurft stóran sendibíl til að fara með dósirnar á áfangastað. Komu upphæðinni upp í hundrað Með uppátækinu söfnuðu drengirnir 43 þúsund krónum, sem þýðir að þeir hafi safnað rúmlega tvö þúsund dósum og flöskum og farið með í endurvinnsluna. Kids Coolshop ákvað síðan að leggja sitt lóð á vogaskálarnar og bæta við upphæðina svo hún gæti orðið að hundrað þúsund krónum, og ekki nóg með það heldur gaf verslunin þrjá bangsa með. Drengirnir þrír hjá Rauða krossinum.Aðsend/Lovísa Lovísa segir að drengjunum hafi verið vel tekið hjá Rauða krossinum þegar þeir skiluðu 100 þúsund krónunum. „Viðbrögðin hjá Rauða krossinum voru algjörlega frábær. Það var vel tekið á móti þeim. Þar voru allir svo þakklátir og þeir fengu viðurkenningarskjöl. Það munar um þetta, hundrað þúsund krónur.“
Góðverk Grindavík Krakkar Eldgos á Reykjanesskaga Reykjavík Tengdar fréttir Safna dósum svo grindvísk börn fái bangsa Síðustu daga hafa fyrirtæki, einstaklingar og verkalýðsfélög lýst yfir stuðningi við Grindvíkinga og boðið fram aðstoð. Nokkrir ungir drengir úr Laugardalnum vildu leggja sitt af mörkum til að aðstoða Grindvíkinga. Þeir safna nú dósum til að grindvísk börn geti eignast nýjan bangsa. 18. nóvember 2023 21:47 Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Sjá meira
Safna dósum svo grindvísk börn fái bangsa Síðustu daga hafa fyrirtæki, einstaklingar og verkalýðsfélög lýst yfir stuðningi við Grindvíkinga og boðið fram aðstoð. Nokkrir ungir drengir úr Laugardalnum vildu leggja sitt af mörkum til að aðstoða Grindvíkinga. Þeir safna nú dósum til að grindvísk börn geti eignast nýjan bangsa. 18. nóvember 2023 21:47