Valur
KR og Valur fengu sameiginlegan styrk
Knattspyrnusamband Evrópu hefur veitt styrki til verkefna sem tengjast málefnum flóttafólks og hælisleitenda.
Kim Andersson agndofa yfir frammistöðu Arnórs Snæs
Flestir sem horfðu á leik Vals og Ystad í Evrópudeildinni í handbolta í gær héldu ekki vatni yfir frammistöðu Arnórs Snæ Óskarssonar. Meðal þeirra var goðsögnin Kim Andersson.
„Við getum sjálfum okkur um kennt“
Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals, sagðist vera grautfúll eftir þriggja marka tap liðsins gegn Ystads í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld, 29-32.
„Það var of stór biti að lenda fimm mörkum undir“
Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var afar svekktur með þriggja marka tap gegn Ystad á heimavelli 29-32.
Kim Andersson: Erfitt að vera fertugur og mæta hraða Vals
Ystad vann fjórða leikinn í röð í Evrópudeild karla í handbolta. Kim Andersson, leikmaður Ystad, var ánægður með sigurinn eftir leik.
Arnór Snær: Sennilega minn besti leikur en hefði viljað sigur
Valur tapaði fyrir Ystad 29-32 í Evrópudeildinni í handbolta. Þrátt fyrir tap fór Arnór Snær Óskarsson, leikmaður Vals, á kostum og skoraði 13 mörk.
Umfjöllun og myndir: Valur - Ystad 29-32 | Arnór Snær stórkostlegur í naumu tapi
Valur tapaði fyrir Ystad, 29-32, þegar Svíþjóðarmeistararnir komu í heimsókn í 6. umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handbolta karla í kvöld. Leikurinn var mjög jafn en slæm byrjun á seinni hálfleik varð Valsmönnum að falli.
Svona var blaðamannafundur Vals eftir tapið gegn Ystad
Valur mátti þola þriggja marka tap er liðið tók á móti sænska liðinu Ystad í Evrópudeild karla í handbolta í kvöld, 29-32.
Benidorm galopnaði Valsriðilinn með sigri gegn Kristjáni og félögum
Benidorm vann óvæntan eins marks sigur er liðið tók á móti franska liðinu PAUC í B-riðli Evrópudeildarinnar í handbolta í kvöld, 33-32.
„Mér finnst það léleg afsökun“
Mikið álag hefur verið á liði Vals sem verður án sterkra pósta er liðið mætir Ystad í Evrópudeildinni í handbolta klukkan 19:45 í kvöld. Þjálfari liðsins segir álag og þreytu vera enga afsökun.
Spenntir að mæta goðsögninni: „Þetta er bara geggjað“
Sænska goðsögnin Kim Andersson mætir á parketið á Hlíðarenda er Valur mætir Ystad í Evrópudeild karla í handbolta í kvöld. Ungir leikmenn Valsliðsins eru spenntir fyrir tækifærinu að mæla sig við þann sænska.
Umfjöllun og myndir: Valur - Grindavík 90-80 | Valur tryggði sér farseðilinn í Laugardalshöll
Íslandsmeistarar Vals eru komnir í undanúrslit VÍS-bikars karla í körfubolta. Valur vann Grindavík með tíu stiga mun á Hlíðarenda í kvöld, lokatölur 90-80. Varð Valur þar með annað liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitunum sem fram fara í Laugardalshöll 11. janúar næstkomandi.
Valsmenn án lykilmanna á morgun
Valsmenn verða án sterkra pósta er þeir mæta Ystad frá Svíþjóð í Evrópudeild karla í handbolta að Hlíðarenda annað kvöld. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari liðsins, greindi frá þessu á blaðamannafundi í dag.
„Þetta er ekkert sem Valsararnir geta ekki mætt“
Bjarni Ófeigur Valdimarsson, leikmaður Skövde í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta, var á línunni hjá hlaðvarpi Seinni bylgjunnar á dögunum þar sem hann ræddi meðal annars um viðureign Vals og Ystads sem framundan er í Evrópudeildinni í handbolta.
Lovísa í norsku úrvalsdeildina
Landsliðskonan Lovísa Thompson er genginn til liðs við norska úrvalsdeildarfélagið Tertnes. Lovísa er samningsbunin Val, en verður á láni hjá norska félaginu út tímabilið.
Þriggja marka sigur Vals dugði ekki
Valur vann þriggja marka sigur ytra á spænska liðinu Elche í síðari leik liðanna í Evrópubikar kvenna í handbolta í dag, lokatölur 18-21. Það dugði þó ekki til þar sem Valur tapaði fyrri leik liðanna með fimm marka mun.
Körfuboltakvöld um Kára Jónsson: „Einn af okkar allra bestu leikmönnum“
Farið var yfir gæðin sem Kári Jónsson, leikstjórnandi Íslandsmeistara Vals í körfubolta, í síðasta þætti af Körfuboltakvöldi.
„Erum á lífi fyrir leikinn á morgun“
Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals var ósáttur með varnarleik sinna kvenna þegar topplið Olís deildar kvenna í handbolta tapaði með fimm mörkum ytra gegn Elche í fyrri leik liðanna í Evrópubikar kvenna. Síðari leikur liðanna fer fram á Spáni á morgun.
Valskonur í brekku eftir fyrri leikinn gegn Elche
Valur, topplið Olís deildar kvenna í handbolta, mátti þola fimm marka tap gegn spænska liðinu Elche í Evrópubikar kvenna í handbolta í dag, lokatölur 30-25.
„Ef við værum með leikhléshnapp þá værum við með tvö stig“
Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var svekktur í leikslok er hans menn gerðu jafntefli gegn Íslands- og bikarmeisturum Vals að Varmá í kvöld. Lokatölur 30-30 í æsispennandi leik.
Umfjöllun, viðtal og myndir: Afturelding - Valur 30-30 | Meistararnir björguðu stigi
Í kvöld mættust Afturelding og Valur að Varmá í Mosfellsbæ í síðasta leik beggja liða á árinu 2022 í Olís-deild karla. Lauk leiknum með jafntefli í háspennu leik, lokatölur 30-30. Valur jók þar með forystu sína á toppi deildarinnar í fimm stig. Afturelding situr enn í þriðja sæti Olís-deildarinnar, einu stigi á eftir FH.
„Lætur öllum líða vel í kringum sig“
Hildur Björg Kjartansdóttir, fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðsins, hætti í atvinnumennsku í nóvember og er komin aftur heim til Íslands. Hildur Björg klárar tímabilið með Val í Subway deild kvenna.
Kristinn Freyr til Vals í þriðja sinn
Kristinn Freyr Sigurðsson er genginn í raðir Vals í þriðja sinn. Hann kemur til liðsins frá FH.
Umfjöllun, viðtöl og myndir: ÍR - Valur 77-83 | Valsmenn kláruðu naglbítinn á seiglunni
ÍR-ingar tóku á móti Íslandsmeisturum Vals í hinu nýja og glæsilega íþróttahúsi í Skógarseli í kvöld. Fyrir leikinn voru ÍR búnir að tengja saman tvo sigra í röð, en Valsmenn fengu skell í síðustu umferð þegar þeir töpuðu með 25 stigum gegn Keflavík.
„Kannski munur á að heita Taylor Johns eða vera í íslenska landsliðinu og heita Kristófer Acox“
Ísak Wíum, þjálfari ÍR, tók sér góðan tíma til að kæla sig niður fyrir viðtal kvöldsins eftir grátlegt tap gegn Valsmönnum í leik sem var æsispennandi allt fram á síðustu sekúndurnar. Leikurinn hefði í raun getað fallið hvoru liðinu sem var í skaut og ÍR-ingar fengu ekkert fyrir sinn snúð þrátt fyrir að hafa selt sig dýrt í seinni hálfleik og unnið sig inn í leikinn aftur eftir að hafa verið 11 stigum undir í hálfleik.
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fram - Valur 20-20 | Jafntefli í háspennuleik
Íslandsmeistarar Fram urðu fyrsta liðið til að taka stig af Val í Olís deild kvenna í handbolta í kvöld. Stigið er þó súrsætt þar sem Fram var með unninn leik í höndunum þegar örfáar sekúndur voru eftir.
Ágúst: Byrjuðum eins og við værum að hugsa um næsta leik á Spáni
Fram og Valur skildu jöfn í háspennuleik 20-20. Þetta var fyrsti leikurinn sem Valur tapar stigi og Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, var nokkuð brattur eftir leik.
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Grindavík 73-63 | Valskonur áfram á sigurbraut
Valur vann sterkan sigur á Grindavík í 12. umferð Subway-deildar kvenna í körfubolta í kvöld. Lokatölur 73-63 heimaliðinu í vil sem eltir þannig Keflavík og Hauka eins og skugginn.
Bræðurnir fengu báðir að finna fyrir því í gær
Valsbræðurnir Arnór Snær Óskarsson og Benedikt Gunnar Óskarsson fengu heldur betur að finna fyrir því í seinni hálfleik í Evrópuleik Valsmanna í Ungverjalandi í gær.
„Hefðum tekið stigið fyrirfram en ógeðslega pirraðir að hafa ekki unnið“
Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Íslandsmeistara Vals, gat ekki leynt svekkelsi sínu eftir að liðið tapaði niður sjö marka forystu gegn Ferencváros í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Hann segir þó að liðið verði að virða stigið sem þó fékkst.