Sport

Dagskráin í dag: Subway-deild karla og risaleikur í enska bikarnum

Smári Jökull Jónsson skrifar
Arsenal og Manchester City mætast í enska bikarnum í kvöld.
Arsenal og Manchester City mætast í enska bikarnum í kvöld. Vísir/Getty

Stórleikur Manchester City og Arsenal er á dagskrá á Stöð 2 Sport 2 í kvöld. Einnig verða beinar útsendingar frá Subway-deild karla og BLAST-Premier mótinu í CS:GO.

Stöð 2 Sport

Subway-deildin verður allsráðandi á Stöð 2 Sport. Klukkan 18:05 verður leikur Hauka og KR sýndur beint og tveimur tímum síðar hefst útsending frá Kópavogi þar sem Blikar taka á móti Íslands- og bikarmeisturum Vals. Klukkan 22:00 mæta síðan Kjartan Atli Kjartansson og félagar í stúdíó og gera umferðina í deildinni upp í þættinum Subway Körfuboltakvöld.

Stöð 2 Sport 2

Stórleikur Manchester City og Arsenal verður í beinni útsendingu klukkan 19:45. Liðin eru í efstu sætum ensku úrvalsdeildarinnar og ljóst að aðeins annað þeirra kemst áfram í næstu umferð elstu og virtustu bikarkeppni heims.

Stöð 2 Sport 3

Tveir leikir í Serie A verða í beinni útsendingu í kvöld. Klukkan 17:20 hefst leikur Bologna og Spezia og klukkan 19:35 verður sýnt frá leik Lecce og Salernitana.

Stöð 2 Esport

Útsendingar frá BLAST-Premier halda áfram á Stöð 2 Esport. Klukkan 13:30 hefst upphitun fyrir dag níu og strax klukkan 14:00 verður síðan sýnt beint frá fyrri viðureign dagsins en seinni útsendingin hefst klukkan 17:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×