Heitustu liðin fyrir áramót mætast í kvöld og Arnar Daði fór yfir málin með Gaupa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. febrúar 2023 15:31 Þorgils Jón Svölu Baldursson skorar fyrir Val á móti FH. Vísir/Hulda Margrét Toppliðin Valur og FH mætast í kvöld í fyrsta stórleiknum í Olís deild karla í handbolta eftir HM-frí. Fyrir leikinn eru Valsmenn með 25 stig á toppnum eða sex stigum meira en FH-ingar sem sitja í öðru sætinu. FH-liðið á leik til góða og eiga því með sigri í kvöld möguleika á að nálgast Valsmenn verulega með sigri. Guðjón Guðmundsson ræddi við Arnar Daða Arnarsson, sérfræðing í Seinni bylgjunni, um leikinn og framhaldið í mótinu. „Mér fannst Valsararnir ekki heillandi í fyrsta leik á móti Gróttu en að sama skapi getur það hjálpað Valsörum að vera búnir að fá einn leik fyrir þennan leik,“ sagði Arnar Daði Arnarsson. Arnar Daði Arnarsson. „Þetta er klárlega stórleikur enda tvö heitustu liðin fyrir áramót. Þetta voru liðin sem náðu hvað flestum stigum í síðustu tíu leikjunum. Það er synd að hafa ekki fengið þennan leik sem lokaleik fyrir jól því núna eru rúmlega fimmtíu dagar frá síðasta leik. Það er margt búið að breytast en það er gaman að keyra deildina í gang með svona leik,“ sagði Arnar Daði. Þetta getur ráðið úrslitum Gaupi vildi fá að vita hver væri sýn Arnars Daða á framhaldið í Olís deild karla. „Það er svolítið erfitt að gera sér almennilega grein fyrir því af því. Vissulega hafa allir talað um það að Valur sé langsterkasta liðið en það eru spurningarmerki hjá þeim. Nú eru þeir að fara í þvílíkt erfitt prógram í febrúar með fjórum Evrópuleikjum á innan við mánuði ofan í bikarleiki líka,“ sagði Arnar Daði. „Þetta getur ráðið úrslitum. Segjum það að FH vinni Val þá eru þetta bara fjögur stig og FH á leik inni. Þá er bara baráttan um deildarmeistaratitilinn í uppnámi. Það er margt spennandi sem getur komið í ljós strax á næstu vikum,“ sagði Arnar. Voru rústir einar fyrir áramót „Lið eins og Haukar, sem voru rústir einar fyrir áramót, sérstaklega fyrir þjálfaraskiptin. Núna er Ásgeir Örn Hallgrímsson búinn að fá góðan tíma með liðinu og nú þarf hann að sýna hvað hann hefur náð að gera um jólin. Haukarnir þurfa að fara að týna inn stig og svo eru fleiri lið sem hafa ollið vonbrigðum eins og Stjarnan og fleiri lið,“ sagði Arnar. Það má sjá allt viðtalið við Arnar Daða hér fyrir neðan. Klippa: Arnar Daði um framhaldið í Olís deild karla Olís-deild karla Valur FH Stjarnan Haukar Hörður Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Sjá meira
Fyrir leikinn eru Valsmenn með 25 stig á toppnum eða sex stigum meira en FH-ingar sem sitja í öðru sætinu. FH-liðið á leik til góða og eiga því með sigri í kvöld möguleika á að nálgast Valsmenn verulega með sigri. Guðjón Guðmundsson ræddi við Arnar Daða Arnarsson, sérfræðing í Seinni bylgjunni, um leikinn og framhaldið í mótinu. „Mér fannst Valsararnir ekki heillandi í fyrsta leik á móti Gróttu en að sama skapi getur það hjálpað Valsörum að vera búnir að fá einn leik fyrir þennan leik,“ sagði Arnar Daði Arnarsson. Arnar Daði Arnarsson. „Þetta er klárlega stórleikur enda tvö heitustu liðin fyrir áramót. Þetta voru liðin sem náðu hvað flestum stigum í síðustu tíu leikjunum. Það er synd að hafa ekki fengið þennan leik sem lokaleik fyrir jól því núna eru rúmlega fimmtíu dagar frá síðasta leik. Það er margt búið að breytast en það er gaman að keyra deildina í gang með svona leik,“ sagði Arnar Daði. Þetta getur ráðið úrslitum Gaupi vildi fá að vita hver væri sýn Arnars Daða á framhaldið í Olís deild karla. „Það er svolítið erfitt að gera sér almennilega grein fyrir því af því. Vissulega hafa allir talað um það að Valur sé langsterkasta liðið en það eru spurningarmerki hjá þeim. Nú eru þeir að fara í þvílíkt erfitt prógram í febrúar með fjórum Evrópuleikjum á innan við mánuði ofan í bikarleiki líka,“ sagði Arnar Daði. „Þetta getur ráðið úrslitum. Segjum það að FH vinni Val þá eru þetta bara fjögur stig og FH á leik inni. Þá er bara baráttan um deildarmeistaratitilinn í uppnámi. Það er margt spennandi sem getur komið í ljós strax á næstu vikum,“ sagði Arnar. Voru rústir einar fyrir áramót „Lið eins og Haukar, sem voru rústir einar fyrir áramót, sérstaklega fyrir þjálfaraskiptin. Núna er Ásgeir Örn Hallgrímsson búinn að fá góðan tíma með liðinu og nú þarf hann að sýna hvað hann hefur náð að gera um jólin. Haukarnir þurfa að fara að týna inn stig og svo eru fleiri lið sem hafa ollið vonbrigðum eins og Stjarnan og fleiri lið,“ sagði Arnar. Það má sjá allt viðtalið við Arnar Daða hér fyrir neðan. Klippa: Arnar Daði um framhaldið í Olís deild karla
Olís-deild karla Valur FH Stjarnan Haukar Hörður Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Sjá meira