Snorri Steinn: Slen ekki afsökun eftir sex vikna pásu Andri Már Eggertsson skrifar 31. janúar 2023 21:35 Snorri Steinn Guðjónsson þurfti að ræða við sitt lið í leik kvöldsins Vísir/Pawel Cieslikiewicz Valur vann fjögurra marka sigur á Gróttu 28-32. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var ánægður með sigurinn þar sem Valur komst í fyrsta sinn yfir þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum. „Þetta var sætur og erfiður sigur. Grótta spilaði vel en við misstum þá ekki of langt fram úr okkur og Björgvin Páll varði réttu boltana. Hann lokaði ekki markinu en við höfum rætt það ef markvarslan er góð á síðustu fimmtán þá er alltaf möguleiki og það var raunin í kvöld,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson. Snorri var ekki sáttur með hvernig Valur byrjaði leikinn þar sem honum fannst vanta mikið upp á bæði í vörn og sókn. „Við vorum seinir í gang á báðum endum vallarins. Ég get ekki talað um slen eftir sex vikna pásu. Við vorum ekki líkir sjálfum okkur í byrjun og það vantaði herslumuninn hér og þar. Bæði varnarlega, hraðaupphlaupum, markvarslan og þegar það vantar upp á allt þá verður leikurinn eins og hann var.“ „Ég tók áhættu og reyndi að brjóta þetta upp með 5-1 vörn og það gekk ekki sem varð til þess að við breyttum og náðum að snúa þessu við á réttu augnablikunum.“ Líkt og Valur fékk að kynnast fyrir áramót verður gríðarlegt leikjaálag á liðinu í febrúar. Snorra hlakkaði til að takast á við það en verður að gera það án Róberts Arons Hostert sem gæti verið frá út tímabilið. „Febrúar verður skemmtilegur. Við erum að fara spila í deild, bikar og Evrópukeppni. Þetta verður krefjandi og það verður álag á liðinu en við prófuðum þetta fyrir áramót sem gekk ágætlega þrátt fyrir að menn helltust úr lestinni hægt og rólega. Það verður mitt að stýra því og vonandi förum við heilir í gegnum þetta. Ef ég verð með lungað úr liðinu frískt þá óttast ég þetta ekkert. Við tókum einn leik í einu síðast og það hentar okkur ágætlega.“ Róbert Aron Hostert var ekki með Val í kvöld og Snorri Steinn greindi frá því að Róbert verður lengi frá vegna meiðsla. „Róbert Aron verður lengi frá. Það er ekki vitað hvort Róbert Aron verður frá út tímabilið en hann er bara meiddur,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson að lokum. Valur Olís-deild karla Grótta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Bætti heimsmetið aftur Sport Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Fleiri fréttir Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Sjá meira
„Þetta var sætur og erfiður sigur. Grótta spilaði vel en við misstum þá ekki of langt fram úr okkur og Björgvin Páll varði réttu boltana. Hann lokaði ekki markinu en við höfum rætt það ef markvarslan er góð á síðustu fimmtán þá er alltaf möguleiki og það var raunin í kvöld,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson. Snorri var ekki sáttur með hvernig Valur byrjaði leikinn þar sem honum fannst vanta mikið upp á bæði í vörn og sókn. „Við vorum seinir í gang á báðum endum vallarins. Ég get ekki talað um slen eftir sex vikna pásu. Við vorum ekki líkir sjálfum okkur í byrjun og það vantaði herslumuninn hér og þar. Bæði varnarlega, hraðaupphlaupum, markvarslan og þegar það vantar upp á allt þá verður leikurinn eins og hann var.“ „Ég tók áhættu og reyndi að brjóta þetta upp með 5-1 vörn og það gekk ekki sem varð til þess að við breyttum og náðum að snúa þessu við á réttu augnablikunum.“ Líkt og Valur fékk að kynnast fyrir áramót verður gríðarlegt leikjaálag á liðinu í febrúar. Snorra hlakkaði til að takast á við það en verður að gera það án Róberts Arons Hostert sem gæti verið frá út tímabilið. „Febrúar verður skemmtilegur. Við erum að fara spila í deild, bikar og Evrópukeppni. Þetta verður krefjandi og það verður álag á liðinu en við prófuðum þetta fyrir áramót sem gekk ágætlega þrátt fyrir að menn helltust úr lestinni hægt og rólega. Það verður mitt að stýra því og vonandi förum við heilir í gegnum þetta. Ef ég verð með lungað úr liðinu frískt þá óttast ég þetta ekkert. Við tókum einn leik í einu síðast og það hentar okkur ágætlega.“ Róbert Aron Hostert var ekki með Val í kvöld og Snorri Steinn greindi frá því að Róbert verður lengi frá vegna meiðsla. „Róbert Aron verður lengi frá. Það er ekki vitað hvort Róbert Aron verður frá út tímabilið en hann er bara meiddur,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson að lokum.
Valur Olís-deild karla Grótta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Bætti heimsmetið aftur Sport Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Fleiri fréttir Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti