Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fréttamynd

Að sjá ekki peninga­skóginn fyrir verð­bólgu­trjánum

Mikil verðbólga er á allra vörum, bæði á Íslandi og erlendis. Nefndar hafa verið hinar ýmsu ástæður sem við nánari skoðun halda misvel vatni. Aftur á móti virðist sem gamla góða aukning peningamagns sé rót vandans samhliða vaxandi kaupmætti í niðursveiflu.

Skoðun
Fréttamynd

Telja bóluefni veita yngri börnum góða vernd

Lyfjarisinn Pfizer fullyrðir að þrír skammtar af bóluefni hans gegn Covid-19 veiti börnum yngri en fimm ára öfluga vernd gegn einkennum veikinnar. Fyrirtækið sækist eftir bandarísk lyfjayfirvöld veiti leyfi fyrir notkun þess fyrir börn.

Erlent
Fréttamynd

Vildi að bann yrði lagt við bólu­setningu barns síns

Heilbrigðisráðuneytið hefur vísað frá kæru móður sem hafði áður krafist þess af landlæknisembættinu að bann yrði lagt við bólusetningu barns hennar gegn Covid-19. Ráðuneytið taldi að ákvörðun embættisins væri ekki stjórnvaldsákvörðun, og því ekki kæranleg til ráðuneytisins.

Innlent
Fréttamynd

Smitrakning kennara utan vinnu telst ekki til útkalls

Félagsdómur hefur komist að þeirri niðurstöðu að grunnskólakennarar eigi ekki að fá greitt samkvæmt ákvæðum kjarasamnings um útkall, fyrir aðstoð sem þeim var gert að veita við smitrakningu utan vinnutíma vegna Covid-19 faraldursins. Greitt verður því samkvæmt ákvæðum kjarasamnings um hefðbundinn yfirvinnutíma. Aukavinna kennara fólst í því að veita upplýsingar um smitrakningu þegar í ljós kom að smitaður nemandi hafði verið hjá þeim í kennslustund.

Innlent
Fréttamynd

Skammaði sína æðstu embættismenn fyrir „vanþroska“

Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, skammaði sína æðstu embættismenn fyrir þroskaleysi og fyrir að bregðast í viðbrögðum við faraldri Covid-19 þar í landi. Þetta segja ríkismiðlar Norður-Kóreu að Kim hafi gert á fundi stjórnmálanefndar Verkamannaflokks Norður-Kóreu (Politburo) á dögunum.

Erlent
Fréttamynd

Óttast ný afbrigði í Norður-Kóreu

Faraldur kórónuveirunnar á meðal óbólusetts fólks eins og nú geisar í Norður-Kóreu eykur hættuna á að ný afbrigði verði til, að mati Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Stjórnvöld í Norður-Kóreu viðurkenndu í fyrsta skipti að veiran hefði stungið sér niður í landinu á dögunum.

Erlent
Fréttamynd

And­lát vegna Co­vid-19 nokkuð fleiri hér á landi en áður var talið

Yfirferð dánarvottorða hjá embætti landlæknis hefur leitt í ljós að samtals hafi orðið 153 andlát á Íslandi vegna Covid-19 frá upphafi faraldurs árið 2020 til 1. apríl síðastliðinn. Dauðsföll vegna Covid-19 eru því nokkuð fleiri en opinberar tölur höfðu áður sagt til um, en á síðunni covid.is sagði í síðustu viku að 120 manns hafi látist á Íslandi vegna sjúkdómsins.

Innlent
Fréttamynd

Þór­ólfur hafi ekki bara vísað veginn í far­aldrinum

Forsætisráðherra segir Þórólf Guðnason, fráfarandi sóttvarnalækni, líklega vera þann mann sem hún hefur átt flest símtöl við undanfarin tvö ár. Hún rifjar upp skemmtilega sögu af því þegar Þórólfur vísaði henni og fjölskyldu hennar veginn til Borgarfjarðar eystri.

Innlent
Fréttamynd

Þórólfur Guðnason segir upp störfum

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagt upp störfum frá og með 1. september næstkomandi. Hann segir ástæður uppsagnarinnar bæði persónulegar og faglegar.

Innlent
Fréttamynd

Systurnar sleppa við Covid-prófin

Keppendur í Eurovision þurfa ekki lengur að sýna fram á neikvætt Covid-próf til að mega stíga á svið í keppninni. Það er því engin hætta á að Systur fái ekki að koma fram líkt og Daði og Gagnamagnið í fyrra.

Lífið
Fréttamynd

Ný­sjá­lendingar flýta frekari opnun landsins

Stjórnvöld í Nýja-Sjálandi hafa tilkynnt að fyrirhugaðri opnun landsins fyrir ferðamenn verði flýtt um tvo mánuði. Landamærin hafa stórum hluta verið lokuð fyrir ferðamönnum síðan í mars 2020 vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar.

Erlent
Fréttamynd

Íslensk til­felli nýs undir­af­brigðis teljandi á fingrum annarrar handar

Nokkrir einstaklingar hafa greinst með BA5 undirafbrigði ómíkron hér á landi og svo virðist sem að það sé nokkuð útbreitt þar sem einstaklingarnir sem um ræðir tengjast ekki. Ekki liggur fyrir hvernig bólusetning eða fyrri sýking verndar gegn afbrigðinu en sóttvarnalæknir kveðst ekki hafa miklar áhyggjur að svo stöddu. Viðbúið væri að ný afbrigði kæmu upp. 

Innlent
Fréttamynd

Ekki sérlega smeykur við ný afbrigði veirunnar

Sóttvarnalæknir segist ekki hafa of miklar áhyggjur af nýjum afbrigðum kórónuveirunnar. Nýtt undirafbrigði omikronafbrigðisins þykir meira smitandi en önnur en óljóst er hvort það valdi alvarlegri veikindum.

Innlent
Fréttamynd

Öryggis­mið­stöðin hlýtur Þekkingar­verð­laun FVH

Öryggismiðstöðin hlýtur Þekkingarverðlaun Félags viðskipta- og hagfræðinga árið 2022. Í ár voru verðlaunin veitt því fyrirtæki sem að mati dómnefndar þótti hafa sýnt einstaka aðlögunarhæfni á umbrotatímum. FVH veitir verðlaunin en það var Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson sem afhenti verðlaunin.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Varpa ljósi á jákvæð áhrif Covid-faraldursins

Töluvert færri lögðust inn á spítala vegna lungnabólgu og hjartavandamála á árinu 2020 samanborið við árin þar áður samkvæmt nýrri rannsókn. Yfirlæknir á Landspítala segir niðurstöðurnar koma á óvart en þær varpi ljósi á áhrif smitsjúkdóma á önnur veikindi.

Innlent