Biður minkabændur innilegrar afsökunar eftir svarta skýrslu nefndar Atli Ísleifsson skrifar 1. júlí 2022 09:05 Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, sagði á fréttamannafundi í morgun að ákvörðunin um að lóga öllum minkum í landinu í nóvember 2020 hafi verið nauðsynleg til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Myndin er úr safni. AP Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur beðið minkabændur í landinu afsökunar á þeim skapraunum og sorg sem ákvörðun danskra stjórnvalda um að lóga öllum minkum landsins í kórónuveirufaraldrinum hafi valdið þeim. Hún segir ákvörðunina um að fella stofninn þó hafa verið nauðsynlega. Rannsóknarnefnd danska þingsins um ákvörðunina skilaði skýrslu sinni í gær þar sem fram kom að málflutningur forsætisráðherrans á fréttamannafundi í 4. nóvember 2020 hafi verið villandi þegar hún tilkynnti að lóga ætti öllum minkum í landinu. Var það gert til að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Það var einnig niðurstaða nefndarinnar að Barbara Bertelsen, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu og einn nánasti samstarfsmaður Frederiksen, hafi gerst brotleg við lög og reglur embættismanna í málinu og að brotin séu svo alvarleg að grunnur sé fyrir ákæru. Þá er talið að fjöldi annarra embættismanna hafi einnig brotið reglur og lög í málinu og sömuleiðis hafi embættisfærslur manna í matvælaráðuneytinu einnig verið ámælisverðar. Ákvörðun danskra stjórnvalda um að lóga öllum minkum í landinu, um sautján milljónir dýra, vakti gríðarlega athygli og olli miklu fjaðrafoki þegar ljóst var að ákvörðunin átti sér enga stoð í lögum. Rannsóknarnefndin sagði orð Frederiksen þann 4. nóvember 2020 hafa verið villandi, en var það niðurstaðan að það hafi ekki verið af ásetningi. „Afsakið. Ég get ekki ímyndað mér hvernig hafi verið að vera í ykkar sporum. Þið misstuð ævistarf ykkar, og ég biðst innilegrar afsökunar á þeim skapraunum og sorg sem þetta færði ykkur. Þess vegna vil ég biðja ykkur afsökunar,“ sagði Frederiksen á fréttamannafundi í morgun. Hún sagði ákvörðunina þó hafa verið nauðsynlega, þar sem ábyrgð Danmerkur gagnvart umheiminum hafi verið mikil. Danmörk Loðdýrarækt Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Allir minkar í Danmörku aflífaðir vegna stökkbreytts afbrigðis kórónuveiru Allir minkar í Danmörku, hátt í sautján milljónir talsins, skulu aflífaðir eins fljótt og hægt er vegna stökkbreytingar kórónuveiru, sem greinst hefur í minkum og borist í mannfólk. 4. nóvember 2020 18:32 Danskir minkabændur ósáttir Danmerkurstjórn fékk upplýsingar um að hún mætti ekki fyrirskipa að allir minkar í landinu yrðu drepnir meira en viku áður en Mette Frederiksen forsætisráðherra tilkynnti um fyrirskipun þess efnis. 11. nóvember 2020 17:04 Segir af sér vegna minkamálsins Mogens Jensen, ráðherra matvæla-, sjávarútvegs- og landbúnaðarmála Danmerkur, hefur sagt af sér embætti vegna minkamálsins. 18. nóvember 2020 11:47 Krefjast þess að minkarnir verði grafnir upp Þingmenn stjórnarandstöðunnar í Danmörku hafa kallað eftir því að milljónir minka, sem aflífaðir voru eftir að stökkbreytt afbrigði kórónuveirunnar fannst í þeim, verði grafnir upp og færðir annað. 27. nóvember 2020 18:03 Milljarða samkomulag í höfn um greiðslu bóta til minkabænda Samkomulag er í höfn milli dönsku ríkisstjórnarinnar og meirihluta flokka á þingi um greiðslu bóta vegna minkamálsins svokallaða. Samkomulagið tókst loksins í kvöld eftir ríflega tveggja mánaða viðræður og hljóðar það upp á 18,7 milljarða danskra króna, eða sem nemur tæpum 396 milljörðum íslenskra króna. 25. janúar 2021 21:46 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Rannsóknarnefnd danska þingsins um ákvörðunina skilaði skýrslu sinni í gær þar sem fram kom að málflutningur forsætisráðherrans á fréttamannafundi í 4. nóvember 2020 hafi verið villandi þegar hún tilkynnti að lóga ætti öllum minkum í landinu. Var það gert til að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Það var einnig niðurstaða nefndarinnar að Barbara Bertelsen, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu og einn nánasti samstarfsmaður Frederiksen, hafi gerst brotleg við lög og reglur embættismanna í málinu og að brotin séu svo alvarleg að grunnur sé fyrir ákæru. Þá er talið að fjöldi annarra embættismanna hafi einnig brotið reglur og lög í málinu og sömuleiðis hafi embættisfærslur manna í matvælaráðuneytinu einnig verið ámælisverðar. Ákvörðun danskra stjórnvalda um að lóga öllum minkum í landinu, um sautján milljónir dýra, vakti gríðarlega athygli og olli miklu fjaðrafoki þegar ljóst var að ákvörðunin átti sér enga stoð í lögum. Rannsóknarnefndin sagði orð Frederiksen þann 4. nóvember 2020 hafa verið villandi, en var það niðurstaðan að það hafi ekki verið af ásetningi. „Afsakið. Ég get ekki ímyndað mér hvernig hafi verið að vera í ykkar sporum. Þið misstuð ævistarf ykkar, og ég biðst innilegrar afsökunar á þeim skapraunum og sorg sem þetta færði ykkur. Þess vegna vil ég biðja ykkur afsökunar,“ sagði Frederiksen á fréttamannafundi í morgun. Hún sagði ákvörðunina þó hafa verið nauðsynlega, þar sem ábyrgð Danmerkur gagnvart umheiminum hafi verið mikil.
Danmörk Loðdýrarækt Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Allir minkar í Danmörku aflífaðir vegna stökkbreytts afbrigðis kórónuveiru Allir minkar í Danmörku, hátt í sautján milljónir talsins, skulu aflífaðir eins fljótt og hægt er vegna stökkbreytingar kórónuveiru, sem greinst hefur í minkum og borist í mannfólk. 4. nóvember 2020 18:32 Danskir minkabændur ósáttir Danmerkurstjórn fékk upplýsingar um að hún mætti ekki fyrirskipa að allir minkar í landinu yrðu drepnir meira en viku áður en Mette Frederiksen forsætisráðherra tilkynnti um fyrirskipun þess efnis. 11. nóvember 2020 17:04 Segir af sér vegna minkamálsins Mogens Jensen, ráðherra matvæla-, sjávarútvegs- og landbúnaðarmála Danmerkur, hefur sagt af sér embætti vegna minkamálsins. 18. nóvember 2020 11:47 Krefjast þess að minkarnir verði grafnir upp Þingmenn stjórnarandstöðunnar í Danmörku hafa kallað eftir því að milljónir minka, sem aflífaðir voru eftir að stökkbreytt afbrigði kórónuveirunnar fannst í þeim, verði grafnir upp og færðir annað. 27. nóvember 2020 18:03 Milljarða samkomulag í höfn um greiðslu bóta til minkabænda Samkomulag er í höfn milli dönsku ríkisstjórnarinnar og meirihluta flokka á þingi um greiðslu bóta vegna minkamálsins svokallaða. Samkomulagið tókst loksins í kvöld eftir ríflega tveggja mánaða viðræður og hljóðar það upp á 18,7 milljarða danskra króna, eða sem nemur tæpum 396 milljörðum íslenskra króna. 25. janúar 2021 21:46 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Allir minkar í Danmörku aflífaðir vegna stökkbreytts afbrigðis kórónuveiru Allir minkar í Danmörku, hátt í sautján milljónir talsins, skulu aflífaðir eins fljótt og hægt er vegna stökkbreytingar kórónuveiru, sem greinst hefur í minkum og borist í mannfólk. 4. nóvember 2020 18:32
Danskir minkabændur ósáttir Danmerkurstjórn fékk upplýsingar um að hún mætti ekki fyrirskipa að allir minkar í landinu yrðu drepnir meira en viku áður en Mette Frederiksen forsætisráðherra tilkynnti um fyrirskipun þess efnis. 11. nóvember 2020 17:04
Segir af sér vegna minkamálsins Mogens Jensen, ráðherra matvæla-, sjávarútvegs- og landbúnaðarmála Danmerkur, hefur sagt af sér embætti vegna minkamálsins. 18. nóvember 2020 11:47
Krefjast þess að minkarnir verði grafnir upp Þingmenn stjórnarandstöðunnar í Danmörku hafa kallað eftir því að milljónir minka, sem aflífaðir voru eftir að stökkbreytt afbrigði kórónuveirunnar fannst í þeim, verði grafnir upp og færðir annað. 27. nóvember 2020 18:03
Milljarða samkomulag í höfn um greiðslu bóta til minkabænda Samkomulag er í höfn milli dönsku ríkisstjórnarinnar og meirihluta flokka á þingi um greiðslu bóta vegna minkamálsins svokallaða. Samkomulagið tókst loksins í kvöld eftir ríflega tveggja mánaða viðræður og hljóðar það upp á 18,7 milljarða danskra króna, eða sem nemur tæpum 396 milljörðum íslenskra króna. 25. janúar 2021 21:46
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent