Tuttugu ára gamall Innipúki snýr aftur eftir tveggja ára fjarveru Magnús Jochum Pálsson skrifar 13. júlí 2022 13:34 Innipúkinn var síðast haldinn 2019 en þá var margt um manninn eins og sjá má á þessari mynd. Innipúkinn/Brynjar Snær Tónlistarhátíðin Innipúkinn fagnar tuttugu ára afmæli um verslunarmannahelgina. Hætta þurfti við hátíðina síðastliðin tvö ár vegna Covid en listamenn og forsvarsmenn koma nú tvíefld til leiks. Fjöldi landsþekktra listamanna spilar á hátíðinni sem fer fram 29. til 31. júlí í Gamla bíó og á Röntgen. Innipúkinn hefur verið vinsæl tónlistarhátíð undanfarna áratugi fyrir þá sem vilja halda sig í höfuðborginni yfir verslunarmannahelgina. Nú á hátíðin tuttugu ára stórafmæli og það á að halda upp á það með pompi og prakt. Fjöldi landsþekktra tónlistarmanna kemur fram á hátíðinni í ár, þar á meðal Aron Can, Bríet, Reykjavíkurdætur, Emmsjé Gauti og Flóni auk fjölda annarra. Fjöldi landsþekktra tónlistarmanna kemur fram á Innipúkanum í ár.Innipúkinn/Brynjar Snær Löng fæðing að hátíðinni í ár Ásgeir Guðmundsson, einn skipuleggjanda Innipúkans, segist spenntur að halda hátíðina aftur eftir tveggja ára hlé vegna Covid. „Þetta er búið að vera löng fæðing að halda þessa hátíð loksins. Við þurftum að aflýsa henni með dags fyrirvara 2020 og fimm daga fyrirvara 2021 þannig maður er orðinn ryðgaður,“ sagði Ásgeir um aðdragandann að hátíðinni. Björn Jörundur og félagar hans í hljómsveitinni Nýdönsk koma ekki fram á hátíðinni í ár eins og þeir gerðu 2019. En hver veit nema Björn verði samt meðal tónleikagesta.Innipúkinn/Brynjar Snær „Þannig það verður bara helvíti skemmtilegt að koma hátíðinni aftur af stað.“ Aðaldagskrá Innipúkans er innandyra en Ásgeir segir að hátíðin fari að þessu sinni fram í Gamla bíó, á skemmtistaðnum Röntgen og á útisvæði við Ingólfsstræti. Útisvæðið verður opið öllum, á efri hæðinni á Röntgen verður lítið svið fyrir einyrkja og svo verður stóra sviðið í Gamla bíó fyrir stærri atriði. Tónleikadagskrá hátíðarinnar fer fram föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld, 29. - 31. júlí. Miðasala á hátíðina fer fram á Tix og gildir armband á hátíðina alla helgina. Einnig verður hægt að kaupa miða á stök kvöld hátíðarinnar. Tónlist Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Tónleikar á Íslandi Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Fleiri fréttir „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Sjá meira
Innipúkinn hefur verið vinsæl tónlistarhátíð undanfarna áratugi fyrir þá sem vilja halda sig í höfuðborginni yfir verslunarmannahelgina. Nú á hátíðin tuttugu ára stórafmæli og það á að halda upp á það með pompi og prakt. Fjöldi landsþekktra tónlistarmanna kemur fram á hátíðinni í ár, þar á meðal Aron Can, Bríet, Reykjavíkurdætur, Emmsjé Gauti og Flóni auk fjölda annarra. Fjöldi landsþekktra tónlistarmanna kemur fram á Innipúkanum í ár.Innipúkinn/Brynjar Snær Löng fæðing að hátíðinni í ár Ásgeir Guðmundsson, einn skipuleggjanda Innipúkans, segist spenntur að halda hátíðina aftur eftir tveggja ára hlé vegna Covid. „Þetta er búið að vera löng fæðing að halda þessa hátíð loksins. Við þurftum að aflýsa henni með dags fyrirvara 2020 og fimm daga fyrirvara 2021 þannig maður er orðinn ryðgaður,“ sagði Ásgeir um aðdragandann að hátíðinni. Björn Jörundur og félagar hans í hljómsveitinni Nýdönsk koma ekki fram á hátíðinni í ár eins og þeir gerðu 2019. En hver veit nema Björn verði samt meðal tónleikagesta.Innipúkinn/Brynjar Snær „Þannig það verður bara helvíti skemmtilegt að koma hátíðinni aftur af stað.“ Aðaldagskrá Innipúkans er innandyra en Ásgeir segir að hátíðin fari að þessu sinni fram í Gamla bíó, á skemmtistaðnum Röntgen og á útisvæði við Ingólfsstræti. Útisvæðið verður opið öllum, á efri hæðinni á Röntgen verður lítið svið fyrir einyrkja og svo verður stóra sviðið í Gamla bíó fyrir stærri atriði. Tónleikadagskrá hátíðarinnar fer fram föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld, 29. - 31. júlí. Miðasala á hátíðina fer fram á Tix og gildir armband á hátíðina alla helgina. Einnig verður hægt að kaupa miða á stök kvöld hátíðarinnar.
Tónlist Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Tónleikar á Íslandi Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Fleiri fréttir „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“