Ted Cruz brjálaður út í brúðurnar Magnús Jochum Pálsson skrifar 30. júní 2022 10:04 Ted Cruz er ekki sáttur við að Sesamstræti fjalli um bólusetningar. Samsett mynd Bandaríski þingmaðurinn Ted Cruz er ekki par sáttur við brúðuna Elmo eftir að sjónvarpsþátturinn Sesamstræti deildi myndbandi af Elmo þar sem hann segist hafa fengið bólusetningu við Covid-19. Þingmaðurinn segir Elmo ekki hafa neina vísindalega þekkingu sem styðji bólusetningar barna undir fimm ára aldri. Sjónvarpsþátturinn Sesamstræti deildi myndbandi á Twitter á þriðjudag sem sýnir brúðuna Elmo spjalla við föður sinn eftir að hafa fengið bólusetningu við Covid-19. Í myndbandinu segist Elmo hafa fundið fyrir smá klípu en að það hafi verið allt í lagi. Þá segir Louie, pabbi Elmo, í myndbandinu að hann hafi lært að besta leiðin til að halda Elmo, vinum þeirra, nágrönnum og öllum öðrum heilbrigðum og gera þeim kleift að njóta hlutanna sem þau elska væri að Elmo fengi bólusetningu við Covid-19. Segir brúðurnar bera út áróður Í kjölfarið deildi Cruz færslu Sesamstrætis á Twitter og þakkaði þættinum fyrir að sýna foreldra sem spyrja spurninga um bólusetningar. Þá sagði hann Elmo mæla harkalega fyrir bólusetningum barna undir 5 ára aldri í myndbandinu án nokkurra vísindalegra gagna. Thanks, @sesamestreet for saying parents are allowed to have questions!You then have @elmo aggressively advocate for vaccinating children UNDER 5. But you cite ZERO scientific evidence for this. Learn more:https://t.co/Ss20TmFTSB https://t.co/tr67QyfRyC— Ted Cruz (@tedcruz) June 28, 2022 Það eru minna en tvær vikur síðan CDC og FDA gáfu leyfi fyrir því að um 20 milljón bandarískra barna undir fimm ára aldri mættu fá bólusetningu við Covid-19. Fyrirtækið sem stendur á bak við Sesamstræti greindu frá því að þau hefðu unnið að myndbandinu í samstarfi við CDC og samtök bandarískra barnalækna en þau hafa gert nokkur sambærileg myndbönd um Covid-19. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Cruz á í deilum við brúður Sesamstrætis. Eftir að brúðan Stóri fugl greindi frá því að hann hefði verið bólusettur við Covid-19 í færslu á Twitter í nóvember á síðasta ári. Ted Cruz kallaði færsluna ríkisáróður fyrir fimm ára. Government propaganda for your 5 year old! https://t.co/lKUlomnpq1— Ted Cruz (@tedcruz) November 6, 2021 Bandaríkin Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Réttindi barna Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Sjá meira
Sjónvarpsþátturinn Sesamstræti deildi myndbandi á Twitter á þriðjudag sem sýnir brúðuna Elmo spjalla við föður sinn eftir að hafa fengið bólusetningu við Covid-19. Í myndbandinu segist Elmo hafa fundið fyrir smá klípu en að það hafi verið allt í lagi. Þá segir Louie, pabbi Elmo, í myndbandinu að hann hafi lært að besta leiðin til að halda Elmo, vinum þeirra, nágrönnum og öllum öðrum heilbrigðum og gera þeim kleift að njóta hlutanna sem þau elska væri að Elmo fengi bólusetningu við Covid-19. Segir brúðurnar bera út áróður Í kjölfarið deildi Cruz færslu Sesamstrætis á Twitter og þakkaði þættinum fyrir að sýna foreldra sem spyrja spurninga um bólusetningar. Þá sagði hann Elmo mæla harkalega fyrir bólusetningum barna undir 5 ára aldri í myndbandinu án nokkurra vísindalegra gagna. Thanks, @sesamestreet for saying parents are allowed to have questions!You then have @elmo aggressively advocate for vaccinating children UNDER 5. But you cite ZERO scientific evidence for this. Learn more:https://t.co/Ss20TmFTSB https://t.co/tr67QyfRyC— Ted Cruz (@tedcruz) June 28, 2022 Það eru minna en tvær vikur síðan CDC og FDA gáfu leyfi fyrir því að um 20 milljón bandarískra barna undir fimm ára aldri mættu fá bólusetningu við Covid-19. Fyrirtækið sem stendur á bak við Sesamstræti greindu frá því að þau hefðu unnið að myndbandinu í samstarfi við CDC og samtök bandarískra barnalækna en þau hafa gert nokkur sambærileg myndbönd um Covid-19. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Cruz á í deilum við brúður Sesamstrætis. Eftir að brúðan Stóri fugl greindi frá því að hann hefði verið bólusettur við Covid-19 í færslu á Twitter í nóvember á síðasta ári. Ted Cruz kallaði færsluna ríkisáróður fyrir fimm ára. Government propaganda for your 5 year old! https://t.co/lKUlomnpq1— Ted Cruz (@tedcruz) November 6, 2021
Bandaríkin Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Réttindi barna Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Sjá meira