Losa sig við Covid-ketti Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 8. júlí 2022 21:00 Kattholt er nærri fullt af heimilislausum köttum og hefur þeim fjölgað þar mikið að undanförnu. Rekstrarstjórinn segir kettina dvelja lengur en áður og eftirspurnina minni. Á meðan að kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst og samkomubann var í gildi var nær slegist um hvern kött í Kattholti og flest búr tóm. Nú er staðan hins vegar önnur. „Það er búið að vera ansi mikil aukning af kisum til okkar og eins og er þá er athvarfið alveg fullsetið af köttum. Þetta er náttúrulega breyting af því að í Covidinu ef það kom köttur inn þá var hann farinn bara nánast samdægurs og slegist um hann. Núna eru kettirnir lengur hjá okkur og það er svona ekki alveg jafn mikil eftirspurn,“ segir Jóhanna Evensen rekstrarstjóri Kattholts. Nokkrir kettlingar eru á meðal þeirra sem dvelja nú í Kattholti og eru í leit að heimili.Vísir/Einar Þá á hún von á að köttunum í Kattholti fjölgi meira á næstunni þar sem komið hefur verið með sjö kettlingafullar læður í Kattholt það sem af er sumri. Í fyrrasumar var aðeins komið með tvær kettlingafullar læður yfir sumartímann. „Það gæti tengst því líka að kettir sem fóru í Covid hafi ekki verið geldir að þeir séu þá að koma inn ófrískir núna.“ Jóhanna segir ekki aðeins fleiri ketti vera að koma í Kattholt heldur hafi auglýsingum á samfélagsmiðlum eftir heimilum fyrir ketti líka fjölgað. Hún segir ástæðurnar fyrir því að fólk losi sig við kettina geta verið margar. „Það getur verið að það sé komið ofnæmi eða að fólk sé að flytja í annað húsnæði sem að leyfir ekki dýr eða að fólk jafnvel bara kannski útvegaði sér ekki pössun fyrir köttinn og er að fara í frí eða eitthvað slíkt.“ Vonir standa til að hratt gangi að finna heimili fyrir kettlingana fimm sem nú eru í Kattholti.Vísir/Einar Dýr Kettir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Gæludýr Tengdar fréttir Slegist um ketti í Kattholti Það er slegist um hvern kött í Kattholti þessa dagana en kórónuveirufaraldurinn hefur haft það í för með sér að fleiri vilja eignast kött en áður. 27. október 2020 21:01 Dæmi um kettlinga á 65 þúsund krónur og ekkert innifalið Stjórnendur Kattholts hafa áhyggjur af aukinni sölu á kettlingum í gróðaskyni, sem komið gæti niður á velferð dýranna. Í Kattholti eru nú fimm veikir kettlingar í sóttkví en móður þeirra var bjargað úr kettlingamyllu á höfuðborgarsvæðinu. 9. júlí 2021 20:00 Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Fleiri fréttir Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Sjá meira
Á meðan að kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst og samkomubann var í gildi var nær slegist um hvern kött í Kattholti og flest búr tóm. Nú er staðan hins vegar önnur. „Það er búið að vera ansi mikil aukning af kisum til okkar og eins og er þá er athvarfið alveg fullsetið af köttum. Þetta er náttúrulega breyting af því að í Covidinu ef það kom köttur inn þá var hann farinn bara nánast samdægurs og slegist um hann. Núna eru kettirnir lengur hjá okkur og það er svona ekki alveg jafn mikil eftirspurn,“ segir Jóhanna Evensen rekstrarstjóri Kattholts. Nokkrir kettlingar eru á meðal þeirra sem dvelja nú í Kattholti og eru í leit að heimili.Vísir/Einar Þá á hún von á að köttunum í Kattholti fjölgi meira á næstunni þar sem komið hefur verið með sjö kettlingafullar læður í Kattholt það sem af er sumri. Í fyrrasumar var aðeins komið með tvær kettlingafullar læður yfir sumartímann. „Það gæti tengst því líka að kettir sem fóru í Covid hafi ekki verið geldir að þeir séu þá að koma inn ófrískir núna.“ Jóhanna segir ekki aðeins fleiri ketti vera að koma í Kattholt heldur hafi auglýsingum á samfélagsmiðlum eftir heimilum fyrir ketti líka fjölgað. Hún segir ástæðurnar fyrir því að fólk losi sig við kettina geta verið margar. „Það getur verið að það sé komið ofnæmi eða að fólk sé að flytja í annað húsnæði sem að leyfir ekki dýr eða að fólk jafnvel bara kannski útvegaði sér ekki pössun fyrir köttinn og er að fara í frí eða eitthvað slíkt.“ Vonir standa til að hratt gangi að finna heimili fyrir kettlingana fimm sem nú eru í Kattholti.Vísir/Einar
Dýr Kettir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Gæludýr Tengdar fréttir Slegist um ketti í Kattholti Það er slegist um hvern kött í Kattholti þessa dagana en kórónuveirufaraldurinn hefur haft það í för með sér að fleiri vilja eignast kött en áður. 27. október 2020 21:01 Dæmi um kettlinga á 65 þúsund krónur og ekkert innifalið Stjórnendur Kattholts hafa áhyggjur af aukinni sölu á kettlingum í gróðaskyni, sem komið gæti niður á velferð dýranna. Í Kattholti eru nú fimm veikir kettlingar í sóttkví en móður þeirra var bjargað úr kettlingamyllu á höfuðborgarsvæðinu. 9. júlí 2021 20:00 Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Fleiri fréttir Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Sjá meira
Slegist um ketti í Kattholti Það er slegist um hvern kött í Kattholti þessa dagana en kórónuveirufaraldurinn hefur haft það í för með sér að fleiri vilja eignast kött en áður. 27. október 2020 21:01
Dæmi um kettlinga á 65 þúsund krónur og ekkert innifalið Stjórnendur Kattholts hafa áhyggjur af aukinni sölu á kettlingum í gróðaskyni, sem komið gæti niður á velferð dýranna. Í Kattholti eru nú fimm veikir kettlingar í sóttkví en móður þeirra var bjargað úr kettlingamyllu á höfuðborgarsvæðinu. 9. júlí 2021 20:00
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent