Sérfræðingar fylgjast með nýju afbrigði af afbrigði Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. júlí 2022 10:02 Kórónuveirufaraldurinn er hvergi nærri yfirstaðinn og talið er að einn af hverjum 25 Bretum sé smitaður um þessar mundir. epa/Facundo Arrizabalaga Sérfræðingar hafa nú augun á nýju afbrigði af afbrigði kórónuveirunnar, BA.2.75, sem hefur fengið viðurnefnið „Centaurus“. Það er afbirgði Ómíkron-afbrigðisins BA.2 og breiðist nú hratt út á Indlandi. Þá hefur það einnig greinst á Bretlandseyjum. Yfir 200 þúsund manns hafa nú látist af völdum Covid-19 á Bretlandseyjum en um þrjár milljónir fullorðinna íbúa landsins hafa enn ekki þegið einn einasta skammt af bóluefni. BA.2.75 greindist fyrst á Indlandi í maí síðastliðnum og síðan hefur breiðst hratt út bæði þar og á Bretlandseyjum, hraðar en hið afar smitandi BA.5 afbrigði Ómíkron. Það hefur síðan einnig greinst í Bandaríkjunum, Ástralíu, Þýskalandi og Kanada. Smitvarnastofnun Evrópu (ECDC) hefur sett BA.2.75 á lista yfir afbrigði undir eftirlit, sem þýðir að ábendingar séu uppi um að það sé meira smitandi eða alvarlegra en önnur afbrigði kórónuveirunnar. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) fylgist einnig með þróun mála en aðalvísindamaður stofnunarinnar segir erfitt að meta alvarleika afbrigðisins, enn sem komið er. Sérfræðingar eru sagðir vera uggandi vegna þeirra fjölmörgu erfðabreytinga sem fundist hafa á BA.2.75, mun fleiri en á BA.2. Þeir segja erfitt að spá fyrir um hvað þetta þýðir, hvort afbrigðið muni til að mynda taka yfir af BA.5 sem ráðandi afbrigði. Það er óvíst, enda BA.5 ekki algengt á Indlandi, þar sem BA.2.75 hefur verið í mestri útbreiðslu. Stephen Griffin, veirufræðingur við University of Leeds, segir afbrigðið hins vegar enn eitt dæmið um mikla getu kórónuveirunnar til að þola breytingar á broddprótíni sínu, sem það notar til að sýkja frumur. Vert er að hafa í huga að flest bóluefnin gegn Covid-19 beinast gegn umræddu prótíni. Griffin segir því ekki mögulegt að horfa á kórónuveiruna sem einn eina inflúensupestina, heldur verði aðgerðir einnig að miða að úrræðum óháð því hvaða afbrigði um ræðir, til að mynda aukinni loftræstingu, sótthreinsun lofts innandyra, notkun prófa og einangrun sýktra. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Indland Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira
Yfir 200 þúsund manns hafa nú látist af völdum Covid-19 á Bretlandseyjum en um þrjár milljónir fullorðinna íbúa landsins hafa enn ekki þegið einn einasta skammt af bóluefni. BA.2.75 greindist fyrst á Indlandi í maí síðastliðnum og síðan hefur breiðst hratt út bæði þar og á Bretlandseyjum, hraðar en hið afar smitandi BA.5 afbrigði Ómíkron. Það hefur síðan einnig greinst í Bandaríkjunum, Ástralíu, Þýskalandi og Kanada. Smitvarnastofnun Evrópu (ECDC) hefur sett BA.2.75 á lista yfir afbrigði undir eftirlit, sem þýðir að ábendingar séu uppi um að það sé meira smitandi eða alvarlegra en önnur afbrigði kórónuveirunnar. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) fylgist einnig með þróun mála en aðalvísindamaður stofnunarinnar segir erfitt að meta alvarleika afbrigðisins, enn sem komið er. Sérfræðingar eru sagðir vera uggandi vegna þeirra fjölmörgu erfðabreytinga sem fundist hafa á BA.2.75, mun fleiri en á BA.2. Þeir segja erfitt að spá fyrir um hvað þetta þýðir, hvort afbrigðið muni til að mynda taka yfir af BA.5 sem ráðandi afbrigði. Það er óvíst, enda BA.5 ekki algengt á Indlandi, þar sem BA.2.75 hefur verið í mestri útbreiðslu. Stephen Griffin, veirufræðingur við University of Leeds, segir afbrigðið hins vegar enn eitt dæmið um mikla getu kórónuveirunnar til að þola breytingar á broddprótíni sínu, sem það notar til að sýkja frumur. Vert er að hafa í huga að flest bóluefnin gegn Covid-19 beinast gegn umræddu prótíni. Griffin segir því ekki mögulegt að horfa á kórónuveiruna sem einn eina inflúensupestina, heldur verði aðgerðir einnig að miða að úrræðum óháð því hvaða afbrigði um ræðir, til að mynda aukinni loftræstingu, sótthreinsun lofts innandyra, notkun prófa og einangrun sýktra. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Indland Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira