Djokovic ætlar ekki að láta bólusetja sig og mun ekki keppa á Opna bandaríska Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. júlí 2022 08:31 Novak Djokovic verður ekki með Opna bandaríska (US Open). EPA-EFE/NEIL HALL Aðeins örfáum klukkustundum eftir að tryggja sér sinn fjórða Wimbledon-titil í röð tilkynnti Novak Djokovic að hann muni ekki keppa á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis þar sem hann ætlar ekki að láta bólusetja sig við kórónuveirunni. „Ég er ekki bólusettur og stefni ekki á að láta bólusetja mig,“ sagði Djokovic eftir sigurinn á Wimbledon á sunnudag. Sem stendur þurfa allir keppendur Opna bandaríska að vera bólusettir nema þeir fái undanþágu. Stutt er síðan Djokovic lenti í allskyns veseni í Ástralíu eftir að hafa mætt þangað óbólusettur. Þá sagðist Djokovic hafa fengið undanþágu en enginn kannaðist þó við að hafa gefið honum eina slíka og var honum á endanum vísað úr landi. „Ég held að undanþága sé ekki raunhæfur möguleiki,“ bætti hinn 35 ára gamli Serbi við á sunnudag. Sem stendur mun Djokovic heldur ekki fá að keppa í Ástralíu á næsta ári þar sem hann er óbólusettur. Kappinn viðurkenndi að hann vissi ekki hvenær hann myndi keppa næst. „Ég er í fríi. Ég mun bráðlega komast að því hvort ég sé að fara keppa á næstunni en næstu vikur mun ég taka því rólega þar sem undanfarnir mánuðir hafa verið virkilega krefjandi. Svo bíð ég eftir góðum fréttum frá Bandaríkjunum því ég vill spila þar. Ef það gerist ekki þá þarf ég að skoða dagskrána og sjá hvað gerist,“ sagði Novak að endingu. Hours after winning his fourth-straight title at Wimbledon, Novak Djokovic confirmed that he had no plans to receive the COVID-19 vaccination and, as a result, doesn't foresee himself playing in the US Open. https://t.co/0kmBzeKXpK— ESPN (@espn) July 11, 2022 Novak Djokovic er sem stendur í 3. sæti heimslistans en mun ekki klífa hann þökk sé sigrinum á Wimbledon þar sem engin stig voru gefin á mótinu vegna banns þess á keppendur frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi. Sem stendur verður Djokovic í 7. sæti á næsta heimslista og mun halda áfram að falla niður listann fari svo að hann missi af Opna bandaríska sem hefst þann 29. ágúst næstkomandi. Tennis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bandaríkin Serbía Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Í beinni: Littler - MVG | Undrabarnið reynir aftur Sport Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Handbolti Fleiri fréttir Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Í beinni: Littler - MVG | Undrabarnið reynir aftur Í beinni: Valencia - Real Madrid | Hvernig byrja meistararnir nýtt ár? Brazell ráðinn til Vals Í beinni: KR - Tindastóll | Hörkuleikur eftir jólamatinn Leik lokið: Höttur - Haukar 86-89 | Þriðji sigur Hauka kom á Egilsstöðum Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Viggó finnur til aukinnar ábyrgðar: „Mun mæða meira á mér“ Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Víkingarnir í NFL leggja „Eyjametnað“ í fögnin sin „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Þekkt fyrir að breyta mínútum í meistaraverk“ Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Ég get ekki beðið eftir kvöldinu“ Sjá meira
„Ég er ekki bólusettur og stefni ekki á að láta bólusetja mig,“ sagði Djokovic eftir sigurinn á Wimbledon á sunnudag. Sem stendur þurfa allir keppendur Opna bandaríska að vera bólusettir nema þeir fái undanþágu. Stutt er síðan Djokovic lenti í allskyns veseni í Ástralíu eftir að hafa mætt þangað óbólusettur. Þá sagðist Djokovic hafa fengið undanþágu en enginn kannaðist þó við að hafa gefið honum eina slíka og var honum á endanum vísað úr landi. „Ég held að undanþága sé ekki raunhæfur möguleiki,“ bætti hinn 35 ára gamli Serbi við á sunnudag. Sem stendur mun Djokovic heldur ekki fá að keppa í Ástralíu á næsta ári þar sem hann er óbólusettur. Kappinn viðurkenndi að hann vissi ekki hvenær hann myndi keppa næst. „Ég er í fríi. Ég mun bráðlega komast að því hvort ég sé að fara keppa á næstunni en næstu vikur mun ég taka því rólega þar sem undanfarnir mánuðir hafa verið virkilega krefjandi. Svo bíð ég eftir góðum fréttum frá Bandaríkjunum því ég vill spila þar. Ef það gerist ekki þá þarf ég að skoða dagskrána og sjá hvað gerist,“ sagði Novak að endingu. Hours after winning his fourth-straight title at Wimbledon, Novak Djokovic confirmed that he had no plans to receive the COVID-19 vaccination and, as a result, doesn't foresee himself playing in the US Open. https://t.co/0kmBzeKXpK— ESPN (@espn) July 11, 2022 Novak Djokovic er sem stendur í 3. sæti heimslistans en mun ekki klífa hann þökk sé sigrinum á Wimbledon þar sem engin stig voru gefin á mótinu vegna banns þess á keppendur frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi. Sem stendur verður Djokovic í 7. sæti á næsta heimslista og mun halda áfram að falla niður listann fari svo að hann missi af Opna bandaríska sem hefst þann 29. ágúst næstkomandi.
Tennis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bandaríkin Serbía Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Í beinni: Littler - MVG | Undrabarnið reynir aftur Sport Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Handbolti Fleiri fréttir Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Í beinni: Littler - MVG | Undrabarnið reynir aftur Í beinni: Valencia - Real Madrid | Hvernig byrja meistararnir nýtt ár? Brazell ráðinn til Vals Í beinni: KR - Tindastóll | Hörkuleikur eftir jólamatinn Leik lokið: Höttur - Haukar 86-89 | Þriðji sigur Hauka kom á Egilsstöðum Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Viggó finnur til aukinnar ábyrgðar: „Mun mæða meira á mér“ Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Víkingarnir í NFL leggja „Eyjametnað“ í fögnin sin „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Þekkt fyrir að breyta mínútum í meistaraverk“ Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Ég get ekki beðið eftir kvöldinu“ Sjá meira