Áramót

Fréttamynd

Áramótaheit formannanna: Stundvísari Sigmundur og meira jóga

Formenn Alþingisflokkanna voru mættir í Kryddsíld Stöðvar 2 til þess að gera upp árið í stjórnmálunum og líta fram á veginn, eins og venjan er á gamlárskvöld. Pólitíkin var þó ekki það eina sem komst að, en formennirnir voru beðnir um að fara yfir sín persónulegu markmið og áramótaheit fyrir árið 2020.

Innlent
Fréttamynd

Segja flugeldasölu svipaða á milli ára

Flugeldasala er nú í hámarki fyrir morgundaginn. Flugeldasalar segja söluna góða þó hún fari hægt af stað. Þar á meðal er Íþróttafélag Reykjavíkur sem býður viðskiptavinum sínum að kolefnisjafna flugeldakaupin.

Innlent
Fréttamynd

Sautján ára­móta­brennur á höfuð­borgar­svæðinu

Sautján áramótabrennur verða á höfuðborgarsvæðinu og verður tendrað í flestum þeirra klukkan hálf níu annað kvöld. Þrjú skotsvæði fyrir flugelda hafa verið sérstaklega afmörkuð í Reykjavík á gamlárskvöld eða á Skólavörðuholti þar sem verður að hluta til lokað fyrir umferð, á Klambratúni og Landakotstúni.

Innlent
Fréttamynd

Líkur á að öflugustu flugeldarnir hverfi í skýjabreiðu

Rigningarsudda er spáð á höfuðborgarsvæðinu á gamlárskvöld að sögn veðurfræðings. Þá verður lágskýjað svo útlit er fyrir að öflugustu flugeldarnir fari upp fyrir ský og springi þar. Vindurinn verði þó hæfilegur til að blása svifryki í burtu.

Innlent
Fréttamynd

Getur misst aleiguna á einungis örfáum mínútum

Á einungis örfáum mínútum getur fólk misst aleiguna ef eldur kemur upp, sé ekki varlega farið. Slökkviliðsstjóri biður fólk að huga að eldvörnum heimilisins áður en hátíð ljóss og friðar gengur í garð.

Innlent
Fréttamynd

Ein heima á gamlárskvöld

"Það er nú svo sem ekkert sniðugt sem stendur upp úr hjá mér um áramót. Enginn stór eldsvoði, prakkarastrik eða neitt því um líkt. Við fjölskyldan hittumst alltaf á gamlárskvöld hjá stóru systur minni sem eldar kalkún með miklum myndarbrag. Það er afskaplega huggulegt," segir Jarþrúður.

Jól
Fréttamynd

Keypti hátíðarmatinn á bensínstöð

"Ég reyni að forðast hefðir en auðvitað draga svona stórhátíðir oft dám hver af annarri," segir Dagur Kári Pétursson kvikmyndagerðarmaður og fékkst til að líta aðeins upp úr lokafrágangi danskrar myndar og rifja upp eftirminnileg áramót.  

Jól