Möguleg lausn að banna stórar skotkökur Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 1. janúar 2021 12:55 Víða í höfuðborginni var skyggni lítið á miðnætti vegna mikils reykjarmökks. Vísir/Egill Mikil svifryksmengun myndaðist á höfuðborgarsvæðinu í nótt vegna flugelda sem skotið var upp. Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir slíka megun skaðlega heilsu fólks og að hugsanlega væri hægt að setja kvóta á hversu mikið magn megi flytja inn af flugeldum og banna ákveðnar tegundir flugelda. Höfuðborgarbúar urðu margir hverjir varir við mikla svifryksmengun í nótt. Þorsteinn Jóhannsson sérfræðingur í loftgæðum hjá Umhverfisstofnun segir að veðrið hafi haft sitt að segja. „Þetta var alveg viðbúið bara miðað við mikla flugeldasölu sem björgunarsveitirnar voru búnar að segja að hefði verið. Góð sala og svona hægviðri. Þá var þetta algjörlega viðbúið og fyrirsjáanlegt.“ Þannig mældist mengunin yfir eitt þúsund míkrógrömm á rúmmetra á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu sem þykir mjög mikið. Vegna fyrirkomulags mælinga liggja heildartölur ekki fyrir fyrr en í kvöld en Þorsteinn á von á að svifryksmengun hafi verið yfir heilsuverndarmörkum. „Þetta eru bara mjög há gildi og við erum ekki sjá svona há gildi í öðrum löndum á gamlársdag eða á nýársnótt. Við erum bara að skjóta mjög miklu upp og miklu meira hlutfallslega heldur en aðrar þjóðir og við erum að skjóta kannski, eins og ég hef sagt áður, svipuðu magni eins og Svíar og þeir eru tíu milljónir og við erum þrjú hundruð og sextíu þúsund. Þannig að þetta er mikill massi af flugeldum sem er skotið upp á afmörkuðu svæði á stuttum tíma sem að skapar bara þessa mjög miklu mengun,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn Jóhannsson sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir mikla svifryksmengun hafa mælst í höfuðborginni í nótt. Vísir/Egill Þorsteinn segir ýmsar leiðir hafa verið skoðaðar til að sporna við að þetta miklu magni af flugeldum sé skotið upp hér á landi. Hann segir að síðustu ár hafi verið flutt inn til landsins í kringum sex hundruð tonn af flugeldum á hverju ári. Skoðað hafi verið að stytta sölutímabilið þetta árið en hætt var við það vegna kórónuveirufaraldursins. Þá hafi líka verið skoðað að stytta tímabilið sem skjóta megi upp. Þá segir Þorsteinn hægt að fara fleiri leiðir til að draga úr mengun um áramótin. „Það er hugsanlega ein leiðin að setja hreinlega bara kvóta og jafnvel trappa það niður á einhverjum árum niður í eitthvað svona ásættanlegra magn og kannski velja úr ákveðnar vörur sem hérna væru hugsanlega bannaðar og það eru líklega þessar stóru kökur sem að búa til þessa mestu mengun. Þær skjóta ekki mjög hátt upp og miklu magni og það er eiginlega má segja mengunarmagnið fer nánast eftir þyngd vörunnar.“ Þorsteinn bendir á að umræðan um fjármagn til björgunarsveitanna sé oft fyrirferðamikil þegar rætt er um að draga úr flugeldasölu. Það sé hægt að tryggja fjármagn björgunarsveitanna með öðrum hætti. Hann segir mengunina sem myndaðist í gær hafa verið skaðlega heilsu fólks en því lengur sem mengunin vari því skaðlegri sé hún. Þetta svifryk sem myndaðist í nótt sé verstu tegundin af svifryki en það sé mjög fínt og eigi greiða leið í öndunarfæri fólks. „Þeir sem eru mjög viðkvæmir fyrir fara bara í astmakast á bara klukkutíma.“ Flugeldar Heilsa Umhverfismál Áramót Tengdar fréttir Hitahvörf gætu myndað pottlok yfir Reykjavík á gamlárskvöld Búist er við talsverðri mengun á höfuðborgarsvæðinu ef veðurspár ganga eftir. Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, ráðleggur þeim sem eru viðkvæmir fyrir að halda sig sem mest innandyra þar sem kjöraðstæður fyrir mengun gætu skapast. 30. desember 2020 22:20 Svifryksmengun gæti kallað á heimsókn á bráðamóttöku Yfirlæknir á bráðamóttöku hefur áhyggjur af því að fólk gæti þurft að leita á bráðamóttöku í nótt vegna mikillar svifryksmengunar. 31. desember 2020 17:00 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Sjá meira
Höfuðborgarbúar urðu margir hverjir varir við mikla svifryksmengun í nótt. Þorsteinn Jóhannsson sérfræðingur í loftgæðum hjá Umhverfisstofnun segir að veðrið hafi haft sitt að segja. „Þetta var alveg viðbúið bara miðað við mikla flugeldasölu sem björgunarsveitirnar voru búnar að segja að hefði verið. Góð sala og svona hægviðri. Þá var þetta algjörlega viðbúið og fyrirsjáanlegt.“ Þannig mældist mengunin yfir eitt þúsund míkrógrömm á rúmmetra á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu sem þykir mjög mikið. Vegna fyrirkomulags mælinga liggja heildartölur ekki fyrir fyrr en í kvöld en Þorsteinn á von á að svifryksmengun hafi verið yfir heilsuverndarmörkum. „Þetta eru bara mjög há gildi og við erum ekki sjá svona há gildi í öðrum löndum á gamlársdag eða á nýársnótt. Við erum bara að skjóta mjög miklu upp og miklu meira hlutfallslega heldur en aðrar þjóðir og við erum að skjóta kannski, eins og ég hef sagt áður, svipuðu magni eins og Svíar og þeir eru tíu milljónir og við erum þrjú hundruð og sextíu þúsund. Þannig að þetta er mikill massi af flugeldum sem er skotið upp á afmörkuðu svæði á stuttum tíma sem að skapar bara þessa mjög miklu mengun,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn Jóhannsson sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir mikla svifryksmengun hafa mælst í höfuðborginni í nótt. Vísir/Egill Þorsteinn segir ýmsar leiðir hafa verið skoðaðar til að sporna við að þetta miklu magni af flugeldum sé skotið upp hér á landi. Hann segir að síðustu ár hafi verið flutt inn til landsins í kringum sex hundruð tonn af flugeldum á hverju ári. Skoðað hafi verið að stytta sölutímabilið þetta árið en hætt var við það vegna kórónuveirufaraldursins. Þá hafi líka verið skoðað að stytta tímabilið sem skjóta megi upp. Þá segir Þorsteinn hægt að fara fleiri leiðir til að draga úr mengun um áramótin. „Það er hugsanlega ein leiðin að setja hreinlega bara kvóta og jafnvel trappa það niður á einhverjum árum niður í eitthvað svona ásættanlegra magn og kannski velja úr ákveðnar vörur sem hérna væru hugsanlega bannaðar og það eru líklega þessar stóru kökur sem að búa til þessa mestu mengun. Þær skjóta ekki mjög hátt upp og miklu magni og það er eiginlega má segja mengunarmagnið fer nánast eftir þyngd vörunnar.“ Þorsteinn bendir á að umræðan um fjármagn til björgunarsveitanna sé oft fyrirferðamikil þegar rætt er um að draga úr flugeldasölu. Það sé hægt að tryggja fjármagn björgunarsveitanna með öðrum hætti. Hann segir mengunina sem myndaðist í gær hafa verið skaðlega heilsu fólks en því lengur sem mengunin vari því skaðlegri sé hún. Þetta svifryk sem myndaðist í nótt sé verstu tegundin af svifryki en það sé mjög fínt og eigi greiða leið í öndunarfæri fólks. „Þeir sem eru mjög viðkvæmir fyrir fara bara í astmakast á bara klukkutíma.“
Flugeldar Heilsa Umhverfismál Áramót Tengdar fréttir Hitahvörf gætu myndað pottlok yfir Reykjavík á gamlárskvöld Búist er við talsverðri mengun á höfuðborgarsvæðinu ef veðurspár ganga eftir. Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, ráðleggur þeim sem eru viðkvæmir fyrir að halda sig sem mest innandyra þar sem kjöraðstæður fyrir mengun gætu skapast. 30. desember 2020 22:20 Svifryksmengun gæti kallað á heimsókn á bráðamóttöku Yfirlæknir á bráðamóttöku hefur áhyggjur af því að fólk gæti þurft að leita á bráðamóttöku í nótt vegna mikillar svifryksmengunar. 31. desember 2020 17:00 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Sjá meira
Hitahvörf gætu myndað pottlok yfir Reykjavík á gamlárskvöld Búist er við talsverðri mengun á höfuðborgarsvæðinu ef veðurspár ganga eftir. Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, ráðleggur þeim sem eru viðkvæmir fyrir að halda sig sem mest innandyra þar sem kjöraðstæður fyrir mengun gætu skapast. 30. desember 2020 22:20
Svifryksmengun gæti kallað á heimsókn á bráðamóttöku Yfirlæknir á bráðamóttöku hefur áhyggjur af því að fólk gæti þurft að leita á bráðamóttöku í nótt vegna mikillar svifryksmengunar. 31. desember 2020 17:00