Þar segir að sveitin hafi aðstoðað Kiwanisklúbbinn Ölver í bænum með flugeldasölu í áratugi. Flugeldasalan sé stærsta fjáröflun beggja félaga og því um mikið tjón að ræða fyrir báða aðila.
„Tjónið er ekki síður tilfinningalegt fyrir meðlimi Ölvers og Mannbjargar sem hafa unnið hörðum höndum allan desembermánuð í sjálfboðavinnu að undirbúningi flugeldasölunnar,“ segir í Facebook-færslu björgunarsveitarinnar.
Þann 21. desember síðastliðinn var síðast gerð grein fyrir flugeldunum, þegar síðasti hópur yfirgaf svæðið eftir að hafa læst flugeldana inni í læstum gámi. Þegar að var komið í dag voru flugeldarnir á bak og burt, og því ljóst að þeim hefur verið stolið einhvern tímann á milli 21. desember og dagsins í dag.
Þau sem kunna að hafa einhverjar upplýsingar um málið eru í færslu sveitarinnar beðin um að hafa samband við lögreglu.