Innlent

Skotglaðir trufluðu í öllum hverfum

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Mikið ónæði hlaust af flugeldum á höfuðborgarsvæðinu í nótt.
Mikið ónæði hlaust af flugeldum á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Vísir/vilhelm

Mjög bar á tilkynningum um hávaða eða ónæði vegna flugeldasprenginga í öllum hverfum höfuðborgarsvæðisins í gærkvöldi og í nótt, að því er segir í dagbók lögreglu. Hið sama var uppi á teningnum í fyrrinótt.

Alls eru 44 mál skráð í dagbók lögreglu eftir nóttina. Sjö eru vistaðir vegna ýmissa mála í fangageymslu lögreglu.

Aðeins er þó tveggja mála sérstaklega getið í dagbókinni. Maður var handtekinn í Hlíðahverfi í Reykjavík eftir miðnætti í annarlegu ástandi, grunaður um húsbrot, vörslu fíkniefna og fleira. Hann var vistaður í fangageymslu.

Þá var ökumaður stöðvaður í miðbænum grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×