Sér ekki fyrir sér að fólk vilji kveðja þetta ár með mínútu þögn Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. desember 2020 21:14 Þór Þorsteinsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar, ræddi flugeldasölu í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Vísir Samdráttur hefur verið í sölu á flugeldum hjá björgunarsveitum en sala rótarskota hefur „aðeins mildað höggið“ að sögn formanns Landsbjargar. Undanfarin ár hefur umræða um neikvæð umhverfisáhrif flugelda farið vaxandi en flugeldasalan hefur jafnan verið mikilvægasti liðurinn í fjáröflun björgunarsveitanna. Hann segir Landsbjörg og björgunarsveitirnar ekki vera sérstaka talsmenn flugeldasölu heldur snúist sala þeirra fyrst og fremst um að fjármagna reksturinn. Hann kveðst ekki vilja stóla um of á fjárframlög frá ríkinu. „Við höfum verið að fylgja bæði íslenskum og evrópskum reglugerðum þar að lútandi, um flugelda, og höfum í rauninni passað okkur á því að vera frekar á undan heldur en á eftir með því að uppfylla þau skilyrði,“ sagði Þór Þorsteinsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar, í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Við erum í rauninni með okkar eigin sér vottun á okkar flugeldum og við eigum okkar uppskriftir og pössum okkur á því mjög vel að þessu sé öllu mjög vel fylgt. Og sömuleiðis höfum við verið að reyna að draga úr til dæmis plastnotkun sem snýr að flugeldum og flugeldasölu sömuleiðis og verið að leita allra leiða til þess að minnka möguleg umhverfisáhrif af þessari fjáröflun okkar, þessari gríðarlega mikilvægu fjáröflun okkar, eins mikið og við mögulega getum,“ segir Þór. Rótarskotin svokölluðu hafa jafnframt komið inn sem viðbót við flugeldasöluna en þetta er þriðja árið í röð sem rótarskotin verða til sölu hjá björgunarsveitunum. „Hins vegar þá er það þannig að rótarskotin koma aldrei í staðinn fyrir flugelda, þau eru hins vegar hafa nýst okkur á ákveðinn hátt til þess að milda höggið. Eða það er að segja, það hefur verið undanfarið frekar samdráttur í sölu á flugeldum en þarna hafa rótarskotin komið inn til að milda svolítið þau áhrif,“ útskýrir Þór. Hann kveðst ekki gera sér grein fyrir því á þessum tímapunkti hver staðan verði í ár, hvort sala muni dragast saman áfram. „Ég þori ekki að tjá mig neitt um það en hins vegar þá trúi ég því að fólk sé ekki tilbúið til að kveðja þetta ár með einhverri mínútu þögn.“ Í ljósi neikvæðra umhverfisáhrifa af völdum flugelda hefur staðið til að gera breytingar á reglugerð til að stemma stigu við þeim neikvæðu áhrifum með það að markmiði að draga úr notkun flugelda. „Við höfum áhyggjur af þessu líka, það eru drög að reglugerð, breytingum á reglugerð, um sölu skotelda fyrirhuguð sem að kom fram í byrjun desember minnir mig, þar sem að það er lagt til að söludögum yrði fækkað úr tíu og niður í þrjá. Sem betur fer þá kom það ekki til núna en við höfum líka áhyggjur af því að það muni koma til seinna,“ segir Þór. Ekki talsmenn flugeldasölu „Ég vil líka nefna það að við erum ekkert í sjálfu sér, Slysavarnafélagið Landsbjörg og aðildareiningar þess félags eru ekki talsmenn flugeldasölu. Við erum hins vegar fyrst og fremst að fjármagna okkar rekstur með þessari fjáröflun,“ segir Þór. Umræða hefur verið uppi um það að björgunarsveitirnar myndu þurfa á mun meiri ríkisstuðningi að halda ef flugeldasölunnar myndi ekki njóta við. „Vissulega gæti ég alveg fagnað tvöföldu eða þreföldu ríkisframlagi til okkar samtaka án þess að það myndi nokkurn tíman einhvernveginn höggva eða skerða það frelsi sem við höfum. En hins vegar þá viljum við fyrst og fremst í rauninni þurfa sjálf að hafa svolítið fyrir okkar fjáröflun, þannig að við séum miklu frekar háð velvilja almennings heldur en velvilja stjórnvalda í okkar starfsemi,“ útskýrir Þór. Flugeldar Áramót Björgunarsveitir Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Hann segir Landsbjörg og björgunarsveitirnar ekki vera sérstaka talsmenn flugeldasölu heldur snúist sala þeirra fyrst og fremst um að fjármagna reksturinn. Hann kveðst ekki vilja stóla um of á fjárframlög frá ríkinu. „Við höfum verið að fylgja bæði íslenskum og evrópskum reglugerðum þar að lútandi, um flugelda, og höfum í rauninni passað okkur á því að vera frekar á undan heldur en á eftir með því að uppfylla þau skilyrði,“ sagði Þór Þorsteinsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar, í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Við erum í rauninni með okkar eigin sér vottun á okkar flugeldum og við eigum okkar uppskriftir og pössum okkur á því mjög vel að þessu sé öllu mjög vel fylgt. Og sömuleiðis höfum við verið að reyna að draga úr til dæmis plastnotkun sem snýr að flugeldum og flugeldasölu sömuleiðis og verið að leita allra leiða til þess að minnka möguleg umhverfisáhrif af þessari fjáröflun okkar, þessari gríðarlega mikilvægu fjáröflun okkar, eins mikið og við mögulega getum,“ segir Þór. Rótarskotin svokölluðu hafa jafnframt komið inn sem viðbót við flugeldasöluna en þetta er þriðja árið í röð sem rótarskotin verða til sölu hjá björgunarsveitunum. „Hins vegar þá er það þannig að rótarskotin koma aldrei í staðinn fyrir flugelda, þau eru hins vegar hafa nýst okkur á ákveðinn hátt til þess að milda höggið. Eða það er að segja, það hefur verið undanfarið frekar samdráttur í sölu á flugeldum en þarna hafa rótarskotin komið inn til að milda svolítið þau áhrif,“ útskýrir Þór. Hann kveðst ekki gera sér grein fyrir því á þessum tímapunkti hver staðan verði í ár, hvort sala muni dragast saman áfram. „Ég þori ekki að tjá mig neitt um það en hins vegar þá trúi ég því að fólk sé ekki tilbúið til að kveðja þetta ár með einhverri mínútu þögn.“ Í ljósi neikvæðra umhverfisáhrifa af völdum flugelda hefur staðið til að gera breytingar á reglugerð til að stemma stigu við þeim neikvæðu áhrifum með það að markmiði að draga úr notkun flugelda. „Við höfum áhyggjur af þessu líka, það eru drög að reglugerð, breytingum á reglugerð, um sölu skotelda fyrirhuguð sem að kom fram í byrjun desember minnir mig, þar sem að það er lagt til að söludögum yrði fækkað úr tíu og niður í þrjá. Sem betur fer þá kom það ekki til núna en við höfum líka áhyggjur af því að það muni koma til seinna,“ segir Þór. Ekki talsmenn flugeldasölu „Ég vil líka nefna það að við erum ekkert í sjálfu sér, Slysavarnafélagið Landsbjörg og aðildareiningar þess félags eru ekki talsmenn flugeldasölu. Við erum hins vegar fyrst og fremst að fjármagna okkar rekstur með þessari fjáröflun,“ segir Þór. Umræða hefur verið uppi um það að björgunarsveitirnar myndu þurfa á mun meiri ríkisstuðningi að halda ef flugeldasölunnar myndi ekki njóta við. „Vissulega gæti ég alveg fagnað tvöföldu eða þreföldu ríkisframlagi til okkar samtaka án þess að það myndi nokkurn tíman einhvernveginn höggva eða skerða það frelsi sem við höfum. En hins vegar þá viljum við fyrst og fremst í rauninni þurfa sjálf að hafa svolítið fyrir okkar fjáröflun, þannig að við séum miklu frekar háð velvilja almennings heldur en velvilja stjórnvalda í okkar starfsemi,“ útskýrir Þór.
Flugeldar Áramót Björgunarsveitir Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira