Erlent Eldingar verða rúmlega hundrað manns að bana í Kína Eldingar í Kína urðu 141 að bana í júlí. Þetta er mesta mannfall af völdum eldinga síðan mælingar hófust í landinu árið 2000. Æðsti embættismaður veðurathugana í Kína kennir hlýnun jarðar um hið öfgakennda árstíðarbundna veðurfar.Um sjö hundruð manns hafa dáið vegna flóða á meðan milljónir annarra hafa búið við þurrk. Erlent 2.8.2007 22:06 Talibanar samþykkja að ræða örlög suður-kóresku gíslanna Talibanarnir sem hafa 21 suður-kóreskan gísl í haldi hafa samþykkt að hitta suður-kóreska embættismenn augliti til auglitis til að ræða örlög gíslanna sem þeir haf haft í haldi í tvær vikur. Staðsetning fundarins hefur ekki verið ákveðin en talibanarnir neituðu að hitta embættismennina þar sem Nato hersveitir væru staðsettar. Erlent 2.8.2007 20:26 Bandaríska þingið samþykkir hertar siðareglur Bandaríska þingið samþykkti í dag að herða siðareglur þingmanna með það að markmiði að minnka áhrif þrýstihópa á þingið. Frumvarpið var samþykkt níu mánuðum eftir að Demókratar náðu völdum í bandaríska þinginu í kjölfar hneykslismála sem mörg snertu Repúblikana. Erlent 2.8.2007 19:51 Sláturhús sögð hindra innflutning á kjöti Sláturhús eru sökuð um að beita bellibrögðum til þess að hindra innflutning á kjöti á svokölluðum núllkvóta. Og landbúnaðarráðuneytið er sakað um að líta á þetta með velþóknun. Formaður neytendasamtakanna segir að útboðsaðferðin sé gersamlega misheppnuð. Fjölmargir fagaðilar hafa tjáð sig um þennan kjötinnflutning í fjölmiðlum undanfarið. Þarna er verið að fjalla um 550 tonn af kjöti sem boðin voru út í mars á núll krónur í toll. Innlent 2.8.2007 12:12 Mannræningjarnir höfðu leitað að fórnarlömbum um nokkurt skeið Talibanahópurinn, sem hefur tuttugu og einn suður-kóreskan gísl á valdi sínu, hafði verið að leita að fórnarlömbum um nokkurt skeið, eða frá því að æðsti maður hópsins, Daro Kahn, var handtekinn af bandarískum hermönnum í Qarabagh-héraðinu í júní. Þetta kemur fram í viðtali við einn af æðstu mönnum hópsins sem tímaritið Newsweek birtir í dag. Erlent 1.8.2007 23:23 Afrit af samskiptum brasilísku flugmannanna birt Afrit af síðustu sekúndum samskipta flugmannanna tveggja sem voru við stjórnvölinn þegar versta flugslys í brasilískri sögu átti sér stað var í dag lesið upp fyrir rannsóknarnefnd brasilíska þingsins. Samkvæmt upptökum úr flugvélinni kallaði annar flugmanna að hægja þyrfti ferðina en hinn svaraði því til að hann gæti það ekki. Erlent 1.8.2007 21:59 Obama segist reiðubúinn að fyrirskipa árás á al-Kaída í Pakistan Barack Obama, frambjóðandi í forvali Demókrata til bandarísku forsetakosninganna, sagði í dag að hann væri reiðubúinn til að fyrirskipa hernaðaraðgerðir gegn al-Kaída í Pakistan án samráðs við stjórnvöld þar í landi ef hann kæmist til valda. Erlent 1.8.2007 20:03 Öflugur jarðskjálfti í Vanuatu Jarðskjálfti sem mældist 7.2 á richter varð í dag 45 kílómetra suðaustur af eyjunni Santo sem tilheyrir Vanuatu eyjaklasanum. Upptök skjálftans voru á 172 kílómetra dýpi í Kyrrahafinu um 1.996 kílómetra norðaustur af Brisbane í Ástralíu. Erlent 1.8.2007 17:47 Fyrrverandi heimsmeistari í Formúlu-1 í ökutímum Nelson Piquet, fyrrverandi þrefaldur heimsmeistari í Formúlu-1 akstri, hefur verið skikkaður í ökuskóla eftir að hann missti ökuskírteini sitt. Piquet sem er frá Brasilíu missti bílprófið eftir að hafa fengið of marga punkta í bókum lögreglunnar. Erlent 31.7.2007 23:29 Landamæragirðing ógnar vistkerfi Stjórnvöld í Mexíkó hvetja Banaríkjamenn til þess að breyta áætlunum sínum um viðbætur við girðingu á landamærum ríkjanna. Mexíkóskir umhverfissérfræðingar telja að þær geti haft skaðleg áhrif á umhverfið og villt dýralíf. Þeir segja girðinguna ógna einstöku vistkerfi þar á meðal í Sonora eyðimörkinni. Erlent 31.7.2007 22:38 Liðsmaður Rauðu Khmeranna ákærður Fyrrum yfirmaður í fangelsi Rauðu Khmeranna hefur verið ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu af dómstól í Kambódíu sem Sameinuðu þjóðirnar standa að. Kang Kek Ieu, einnig þekktur sem Duch, stjórnaði hinu illræmda fangelsi S21 í Phnom Penh höfuðborg Kambódíu. Erlent 31.7.2007 21:15 26.000 friðargæsluliðar sendir til Darfur Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í dag einróma að senda 26.000 friðargæsluliða og lögreglu til Darfur-héraðsins í Súdan. Markmiðið er að draga úr ofbeldi á svæðinu. Erlent 31.7.2007 19:56 Al Jazeera sýnir myndbandsupptöku af þýskum gísl Sjónvarpsstöðin Al Jazeera sýndi í dag myndband af þýskum manni sem Talibanar í Afganistan hafa í haldi. Samkvæmt sjónvarpsstöðinni fer Þjóðverjinn fram á að þýsk og bandarísk stjórnvöld dragi heri sína til baka frá Afganistan. Erlent 31.7.2007 19:32 Kúbverjar eygja von -og þó Sumir Kúbverjar þykjast nú eygja vonarglætu eftir ræðu sem settur forseti landsins Raul Castro flutti á byltingardaginn í síðustu viku. Hann sagði þar meðal annars að laun opinberra starfsmanna væru sýnilega alltof lág og að landbúnaðurinn væri hlægilega óskilvirkur. Hann sagði einnig að erlendir fjárfestar væru velkomnir til Kúbu og það þyrfti að gera grundvallarbreytingar til þess að auka matvælaframleiðslu. Erlent 31.7.2007 16:44 Belgar deila um innflytjendastefnu stjórnvalda Belgískir fjölmiðlar og mannréttindafrömuðir önduðu léttar í dag þegar frestað var að reka úr landi unga stúlku frá Ekvador og móður hennar sem eru þar ólöglegir innflytjendur. Málið hefur vakið upp spurningar varðandi innflytjendastefnu í Belgíu. Erlent 31.7.2007 15:03 Þarf fótboltastjórn í Írak? Fyrst 11 ungir menn gátu vakið þjóðarstolt og samkennd írösku þjóðarinnar, af hverju geta þá ekki 275 þjóðkjörnir stjórnmálamenn gert hið sama ? Þetta er spurning sem menn velta fyrir sér í Írak eftir þann gríðarlega fögnuð sem greip um sig meðal þjóðarinnar þegar knattspyrnulandsliðið vann Asíubikarinn í fótbolta á sunnudaginn. Erlent 31.7.2007 14:34 Skurðaðgerð við farsímaljós Skurðlæknum við sjúkrahúsið í smábænum Villa Mercedes Argentínu brá í brún þegar rafmagn fór af stórum hluta bæjarins. Þarmeð talið sjúkrahúsinu. Og vararafstöðin fór ekki í gang. Á skurðborðinu lá hinn 29 ára gamli Leonardo Molina. Erlent 31.7.2007 14:21 11 þúsund flýja skógarelda á Kanaríeyjum Skógareldar geisa nú á fjórum stöðum á Kanaríeyjum og hafa leitt til þess að ellefu þúsund manns hafa orðið að flýja heimili sín og gististaði. Slökkviliðsmenn berjast við eldana allan sólarhringinn og er beitt bæði flugvélum og þyrlum. Sjóðheitir sterkir vindar halda hinsvegar áfram að breiða eldana út. Erlent 31.7.2007 13:52 Rússar minnka tengsl við Hamas Rússar ætla að draga úr samskiptum sínum við Hamas samtökin til þess að sýna Mahmoud Abbas, forseta Palestínumanna stuðning. Þetta var tilkynnt eftir fund Abbas með Vladimir Putin, sem fullvissaði forsetann um að Rússar styddu hann sem réttkjörinn leiðtoga Palestínumanna. Erlent 31.7.2007 12:48 Vísindamenn finna gen sem eykur líkur á því að verða örvhentur Vísindamenn hafa uppgötvað fyrsta genið sem virðist auka líkurnar á því að fólk verði örvhent. Vísindamennirnir, sem eru frá Oxford háskóla í Bretlandi, komust einnig að því að það að hafa þetta gen auki líkurnar lítillega á því að fá ýmsa geðsjúkdóma, þar á meðal geðklofa. Erlent 31.7.2007 12:01 Við heyrðum ópin og grátinn hvert í öðru Erlent 31.7.2007 10:07 Verðbólga yfir hundrað þúsund prósent í Zimbabwe í árslok Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sagði í dag að verðbólga í Zimbabwe, á ársgrundvelli, gæti náð hundrað þúsund prósentum í lok þessa árs. Þetta fullyrðir Abdoulaye Bio Tchane, yfirmaður afrískra þróunarmála hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Til þess að takast á við verðbólguna í landinu ætlar seðlabankinn í Zimbabwe sér að gefa út nýjan peningaseðil, sem verður tvöfalt hærri að verðgildi en sá hæsti sem nú er í umferð. Erlent 31.7.2007 09:55 Danir kalla hermenn sína heim frá Írak Danski herinn mun kalla hermenn sína heim frá Írak á morgun og þar með lýkur þátttöku Dana í hernaðaraðgerðum þar í landi. Breskur her mun taka yfir það svæði sem Danirnir hafa haft umsjón með. Þetta kemur fram á danska fréttavefnum tv2.dk. Erlent 30.7.2007 23:24 Vopnum smyglað á Gaza-svæðið í gegnum göng Egypski herinn fann um helgina nokkur hundruð metra löng göng í bænum Rafah í Egyptalandi sem talið er að hafi verið notuð til að smygla vopnum inn á Gaza-ströndina. Inngangurinn að göngunum var falinn inni í svefnherbergisskáp. Erlent 30.7.2007 21:54 Mynbandsupptaka af suður-kóreskum gíslum birt Al Jazeera sjónvarpsstöðin birti í dag myndbandsupptöku af nokkrum suður-kóreskum gíslum sem eru í haldi talibanskra mannræningja. Myndirnar sýna að minnsta kosti sjö af þeim konum sem rænt var fyrir 11 dögum og hermenn í bakgrunni. Al Jazeera sjónvarpsstöðin segir myndbandið ekki tekið upp í Afghanistan. Erlent 30.7.2007 20:43 Myspace heimasíða tileinkuð látnum Á MyDeathspace.com hefur verið útbúin heimasíða sem minnir um margt á kirkjugarð. Þar er að finna tengingu inn á 2500 Myspace-síður látinna einstaklinga og hefur síðunni verið líkt við minningargreinar dagblaða. Þar fást upplýsingar um einstaklingana sem oftast hafa látið lífið fyrir aldur fram. Sagt er frá nafni, aldri sem og dánarorsök. Erlent 30.7.2007 19:43 Marta Lovísa í veikindafrí Norska prinsessan Marta Lovísa hefur tekið sér tveggja vikna veikindafrí. Ekki hefur verið greint frá því hvað hrjáir hana. Prinsessan er 35 ára gömul og á tvö börn með eiginmanni sínum Ara Behn. Hún vakti heimsathygli í síðustu viku þegar hún upplýsti að hún gæti talað við dýr og engla. Erlent 30.7.2007 16:30 Aulagangur CIA Þekktur bandarískur blaðamaður við New York Times hefur skrifað bók um bandarísku leyniþjónustuna, CIA, og fer háðuglegum orðum um ódugnað hennar. Tim Weiner segir að stofnunin sé svo léleg að hún sé ógn við öryggi Bandaríkjanna. Hann nefnir mörg dæmi. Erlent 30.7.2007 15:37 Brown og Bush hyggja á nánara samstarf Bein útsending var á Vísi frá fyrsta fréttamannafundi Gordons Browns og George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, í dag. Brown er nú í sinni fyrstu opinberu heimsókn í Bandaríkjunum. Hægt er að horfa á hann hér á Vísi með því að smella á „Spila“ hnappinn. Erlent 30.7.2007 15:37 Rússneskir saksóknarar reyna að koma höggi á Berezovsky Rússneskir saksóknarar reyna nú að koma höndum sínum yfir eignir landflótta auðkýfingsins Boris Berezovsky í Frakklandi. Sögur herma að hann eigi þar lúxusvillu. Erlent 30.7.2007 14:52 « ‹ 69 70 71 72 73 74 75 76 77 … 334 ›
Eldingar verða rúmlega hundrað manns að bana í Kína Eldingar í Kína urðu 141 að bana í júlí. Þetta er mesta mannfall af völdum eldinga síðan mælingar hófust í landinu árið 2000. Æðsti embættismaður veðurathugana í Kína kennir hlýnun jarðar um hið öfgakennda árstíðarbundna veðurfar.Um sjö hundruð manns hafa dáið vegna flóða á meðan milljónir annarra hafa búið við þurrk. Erlent 2.8.2007 22:06
Talibanar samþykkja að ræða örlög suður-kóresku gíslanna Talibanarnir sem hafa 21 suður-kóreskan gísl í haldi hafa samþykkt að hitta suður-kóreska embættismenn augliti til auglitis til að ræða örlög gíslanna sem þeir haf haft í haldi í tvær vikur. Staðsetning fundarins hefur ekki verið ákveðin en talibanarnir neituðu að hitta embættismennina þar sem Nato hersveitir væru staðsettar. Erlent 2.8.2007 20:26
Bandaríska þingið samþykkir hertar siðareglur Bandaríska þingið samþykkti í dag að herða siðareglur þingmanna með það að markmiði að minnka áhrif þrýstihópa á þingið. Frumvarpið var samþykkt níu mánuðum eftir að Demókratar náðu völdum í bandaríska þinginu í kjölfar hneykslismála sem mörg snertu Repúblikana. Erlent 2.8.2007 19:51
Sláturhús sögð hindra innflutning á kjöti Sláturhús eru sökuð um að beita bellibrögðum til þess að hindra innflutning á kjöti á svokölluðum núllkvóta. Og landbúnaðarráðuneytið er sakað um að líta á þetta með velþóknun. Formaður neytendasamtakanna segir að útboðsaðferðin sé gersamlega misheppnuð. Fjölmargir fagaðilar hafa tjáð sig um þennan kjötinnflutning í fjölmiðlum undanfarið. Þarna er verið að fjalla um 550 tonn af kjöti sem boðin voru út í mars á núll krónur í toll. Innlent 2.8.2007 12:12
Mannræningjarnir höfðu leitað að fórnarlömbum um nokkurt skeið Talibanahópurinn, sem hefur tuttugu og einn suður-kóreskan gísl á valdi sínu, hafði verið að leita að fórnarlömbum um nokkurt skeið, eða frá því að æðsti maður hópsins, Daro Kahn, var handtekinn af bandarískum hermönnum í Qarabagh-héraðinu í júní. Þetta kemur fram í viðtali við einn af æðstu mönnum hópsins sem tímaritið Newsweek birtir í dag. Erlent 1.8.2007 23:23
Afrit af samskiptum brasilísku flugmannanna birt Afrit af síðustu sekúndum samskipta flugmannanna tveggja sem voru við stjórnvölinn þegar versta flugslys í brasilískri sögu átti sér stað var í dag lesið upp fyrir rannsóknarnefnd brasilíska þingsins. Samkvæmt upptökum úr flugvélinni kallaði annar flugmanna að hægja þyrfti ferðina en hinn svaraði því til að hann gæti það ekki. Erlent 1.8.2007 21:59
Obama segist reiðubúinn að fyrirskipa árás á al-Kaída í Pakistan Barack Obama, frambjóðandi í forvali Demókrata til bandarísku forsetakosninganna, sagði í dag að hann væri reiðubúinn til að fyrirskipa hernaðaraðgerðir gegn al-Kaída í Pakistan án samráðs við stjórnvöld þar í landi ef hann kæmist til valda. Erlent 1.8.2007 20:03
Öflugur jarðskjálfti í Vanuatu Jarðskjálfti sem mældist 7.2 á richter varð í dag 45 kílómetra suðaustur af eyjunni Santo sem tilheyrir Vanuatu eyjaklasanum. Upptök skjálftans voru á 172 kílómetra dýpi í Kyrrahafinu um 1.996 kílómetra norðaustur af Brisbane í Ástralíu. Erlent 1.8.2007 17:47
Fyrrverandi heimsmeistari í Formúlu-1 í ökutímum Nelson Piquet, fyrrverandi þrefaldur heimsmeistari í Formúlu-1 akstri, hefur verið skikkaður í ökuskóla eftir að hann missti ökuskírteini sitt. Piquet sem er frá Brasilíu missti bílprófið eftir að hafa fengið of marga punkta í bókum lögreglunnar. Erlent 31.7.2007 23:29
Landamæragirðing ógnar vistkerfi Stjórnvöld í Mexíkó hvetja Banaríkjamenn til þess að breyta áætlunum sínum um viðbætur við girðingu á landamærum ríkjanna. Mexíkóskir umhverfissérfræðingar telja að þær geti haft skaðleg áhrif á umhverfið og villt dýralíf. Þeir segja girðinguna ógna einstöku vistkerfi þar á meðal í Sonora eyðimörkinni. Erlent 31.7.2007 22:38
Liðsmaður Rauðu Khmeranna ákærður Fyrrum yfirmaður í fangelsi Rauðu Khmeranna hefur verið ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu af dómstól í Kambódíu sem Sameinuðu þjóðirnar standa að. Kang Kek Ieu, einnig þekktur sem Duch, stjórnaði hinu illræmda fangelsi S21 í Phnom Penh höfuðborg Kambódíu. Erlent 31.7.2007 21:15
26.000 friðargæsluliðar sendir til Darfur Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í dag einróma að senda 26.000 friðargæsluliða og lögreglu til Darfur-héraðsins í Súdan. Markmiðið er að draga úr ofbeldi á svæðinu. Erlent 31.7.2007 19:56
Al Jazeera sýnir myndbandsupptöku af þýskum gísl Sjónvarpsstöðin Al Jazeera sýndi í dag myndband af þýskum manni sem Talibanar í Afganistan hafa í haldi. Samkvæmt sjónvarpsstöðinni fer Þjóðverjinn fram á að þýsk og bandarísk stjórnvöld dragi heri sína til baka frá Afganistan. Erlent 31.7.2007 19:32
Kúbverjar eygja von -og þó Sumir Kúbverjar þykjast nú eygja vonarglætu eftir ræðu sem settur forseti landsins Raul Castro flutti á byltingardaginn í síðustu viku. Hann sagði þar meðal annars að laun opinberra starfsmanna væru sýnilega alltof lág og að landbúnaðurinn væri hlægilega óskilvirkur. Hann sagði einnig að erlendir fjárfestar væru velkomnir til Kúbu og það þyrfti að gera grundvallarbreytingar til þess að auka matvælaframleiðslu. Erlent 31.7.2007 16:44
Belgar deila um innflytjendastefnu stjórnvalda Belgískir fjölmiðlar og mannréttindafrömuðir önduðu léttar í dag þegar frestað var að reka úr landi unga stúlku frá Ekvador og móður hennar sem eru þar ólöglegir innflytjendur. Málið hefur vakið upp spurningar varðandi innflytjendastefnu í Belgíu. Erlent 31.7.2007 15:03
Þarf fótboltastjórn í Írak? Fyrst 11 ungir menn gátu vakið þjóðarstolt og samkennd írösku þjóðarinnar, af hverju geta þá ekki 275 þjóðkjörnir stjórnmálamenn gert hið sama ? Þetta er spurning sem menn velta fyrir sér í Írak eftir þann gríðarlega fögnuð sem greip um sig meðal þjóðarinnar þegar knattspyrnulandsliðið vann Asíubikarinn í fótbolta á sunnudaginn. Erlent 31.7.2007 14:34
Skurðaðgerð við farsímaljós Skurðlæknum við sjúkrahúsið í smábænum Villa Mercedes Argentínu brá í brún þegar rafmagn fór af stórum hluta bæjarins. Þarmeð talið sjúkrahúsinu. Og vararafstöðin fór ekki í gang. Á skurðborðinu lá hinn 29 ára gamli Leonardo Molina. Erlent 31.7.2007 14:21
11 þúsund flýja skógarelda á Kanaríeyjum Skógareldar geisa nú á fjórum stöðum á Kanaríeyjum og hafa leitt til þess að ellefu þúsund manns hafa orðið að flýja heimili sín og gististaði. Slökkviliðsmenn berjast við eldana allan sólarhringinn og er beitt bæði flugvélum og þyrlum. Sjóðheitir sterkir vindar halda hinsvegar áfram að breiða eldana út. Erlent 31.7.2007 13:52
Rússar minnka tengsl við Hamas Rússar ætla að draga úr samskiptum sínum við Hamas samtökin til þess að sýna Mahmoud Abbas, forseta Palestínumanna stuðning. Þetta var tilkynnt eftir fund Abbas með Vladimir Putin, sem fullvissaði forsetann um að Rússar styddu hann sem réttkjörinn leiðtoga Palestínumanna. Erlent 31.7.2007 12:48
Vísindamenn finna gen sem eykur líkur á því að verða örvhentur Vísindamenn hafa uppgötvað fyrsta genið sem virðist auka líkurnar á því að fólk verði örvhent. Vísindamennirnir, sem eru frá Oxford háskóla í Bretlandi, komust einnig að því að það að hafa þetta gen auki líkurnar lítillega á því að fá ýmsa geðsjúkdóma, þar á meðal geðklofa. Erlent 31.7.2007 12:01
Verðbólga yfir hundrað þúsund prósent í Zimbabwe í árslok Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sagði í dag að verðbólga í Zimbabwe, á ársgrundvelli, gæti náð hundrað þúsund prósentum í lok þessa árs. Þetta fullyrðir Abdoulaye Bio Tchane, yfirmaður afrískra þróunarmála hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Til þess að takast á við verðbólguna í landinu ætlar seðlabankinn í Zimbabwe sér að gefa út nýjan peningaseðil, sem verður tvöfalt hærri að verðgildi en sá hæsti sem nú er í umferð. Erlent 31.7.2007 09:55
Danir kalla hermenn sína heim frá Írak Danski herinn mun kalla hermenn sína heim frá Írak á morgun og þar með lýkur þátttöku Dana í hernaðaraðgerðum þar í landi. Breskur her mun taka yfir það svæði sem Danirnir hafa haft umsjón með. Þetta kemur fram á danska fréttavefnum tv2.dk. Erlent 30.7.2007 23:24
Vopnum smyglað á Gaza-svæðið í gegnum göng Egypski herinn fann um helgina nokkur hundruð metra löng göng í bænum Rafah í Egyptalandi sem talið er að hafi verið notuð til að smygla vopnum inn á Gaza-ströndina. Inngangurinn að göngunum var falinn inni í svefnherbergisskáp. Erlent 30.7.2007 21:54
Mynbandsupptaka af suður-kóreskum gíslum birt Al Jazeera sjónvarpsstöðin birti í dag myndbandsupptöku af nokkrum suður-kóreskum gíslum sem eru í haldi talibanskra mannræningja. Myndirnar sýna að minnsta kosti sjö af þeim konum sem rænt var fyrir 11 dögum og hermenn í bakgrunni. Al Jazeera sjónvarpsstöðin segir myndbandið ekki tekið upp í Afghanistan. Erlent 30.7.2007 20:43
Myspace heimasíða tileinkuð látnum Á MyDeathspace.com hefur verið útbúin heimasíða sem minnir um margt á kirkjugarð. Þar er að finna tengingu inn á 2500 Myspace-síður látinna einstaklinga og hefur síðunni verið líkt við minningargreinar dagblaða. Þar fást upplýsingar um einstaklingana sem oftast hafa látið lífið fyrir aldur fram. Sagt er frá nafni, aldri sem og dánarorsök. Erlent 30.7.2007 19:43
Marta Lovísa í veikindafrí Norska prinsessan Marta Lovísa hefur tekið sér tveggja vikna veikindafrí. Ekki hefur verið greint frá því hvað hrjáir hana. Prinsessan er 35 ára gömul og á tvö börn með eiginmanni sínum Ara Behn. Hún vakti heimsathygli í síðustu viku þegar hún upplýsti að hún gæti talað við dýr og engla. Erlent 30.7.2007 16:30
Aulagangur CIA Þekktur bandarískur blaðamaður við New York Times hefur skrifað bók um bandarísku leyniþjónustuna, CIA, og fer háðuglegum orðum um ódugnað hennar. Tim Weiner segir að stofnunin sé svo léleg að hún sé ógn við öryggi Bandaríkjanna. Hann nefnir mörg dæmi. Erlent 30.7.2007 15:37
Brown og Bush hyggja á nánara samstarf Bein útsending var á Vísi frá fyrsta fréttamannafundi Gordons Browns og George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, í dag. Brown er nú í sinni fyrstu opinberu heimsókn í Bandaríkjunum. Hægt er að horfa á hann hér á Vísi með því að smella á „Spila“ hnappinn. Erlent 30.7.2007 15:37
Rússneskir saksóknarar reyna að koma höggi á Berezovsky Rússneskir saksóknarar reyna nú að koma höndum sínum yfir eignir landflótta auðkýfingsins Boris Berezovsky í Frakklandi. Sögur herma að hann eigi þar lúxusvillu. Erlent 30.7.2007 14:52