Erlent

Rússneskir saksóknarar reyna að koma höggi á Berezovsky

Boris Berezovsky.
Boris Berezovsky. MYND/AFP

Rússneskir saksóknarar reyna nú að koma höndum sínum yfir eignir landflótta auðkýfingsins Boris Berezovsky í Frakklandi. Sögur herma að hann eigi þar lúxusvillu.

Rússar hafa ítrekað reynt að fá Berezovsky framseldan frá Bretlandi þar sem hann nýtur stöðu pólitísks flóttamans. Hann hefur notað Lundúnir sem bækistöð sína og gagnrýnt Vladimir Putin, forseta Rússlands, harkalega.

Fyrir nokkrum mánuðum hvatti hann til þess að Putin yrði velt úr stóli með valdi og hófu rússnesk yfirvöld málaferli gegn honum við það tilefni. Var hann ásakaður um fjársvik og peningaþvott. Frönsk yfirvöld hafa heimilað rússnesku lögreglunni að girða eignina af á meðan rannsókn málanna stendur.

Berezovsky segir málin gegn sér vera uppspuna frá rótum. Hann hefur þó neitað að staðfesta hvort að hann eigi lúxusvilluna sem um ræðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×