Sláturhús sögð hindra innflutning á kjöti Óli Tynes skrifar 2. ágúst 2007 12:12 Sláturhús eru sökuð um að beita bellibrögðum til þess að hindra innflutning á kjöti á svokölluðum núllkvóta. Og landbúnaðarráðuneytið er sakað um að líta á þetta með velþóknun. Formaður neytendasamtakanna segir að útboðsaðferðin sé gersamlega misheppnuð.Fjölmargir fagaðilar hafa tjáð sig um þennan kjötinnflutning í fjölmiðlum undanfarið. Þarna er verið að fjalla um 550 tonn af kjöti sem boðin voru út í mars á núll krónur í toll. Þessi kvóti er hluti af samningi sem ríkisstjórnin gerði við Evrópusambandið til þess að lækka vöruverð hér á landi. Allt þetta kjöt á að flytja inn fyrir 31. desember næstkomandi.Framkvæmdin hefur hinsvegar verið dálítið furðuleg. Við fyrsta útboð í mars var öllum tilboðum hafnað vegna þess að einhver bauð svo hátt að það hefði verið ódýrara að flytja kjötið inn á fullum tollum. Við annað útboð var tilboðum tekið frá nokkrum fyrirtækjum.Langstærst í því var Sláturhúsið á Hellu sem sótti um og fékk leyfi til innflutnings á 319 tonnum. Leið svo og beið og ekkert var flutt inn. Þegar farið var að grennslast fyrir um málið tilkynnti Sláturhúsið á Hellu að það væri hætt við innflutninginn og gáfu þá skýringu að þeir hefðu misskilið útboðið. Það var fjórða júní. Rétt er að geta þess að það kostaði Sláturhúsið á Hellu ekki krónu að halda kvótanum í allan þennan tíma. Með því var auðvitað komið í veg fyrir að aðrir flyttu inn þetta kjöt.Framkvæmdastjóri fyrirtækisins Ferskar kjötvörur segir í Fréttablaðinu að engin svör fáist frá Landbúnaðarráðuneytinu um framhaldið. Þar fáist þau ein svör að ekki sé búið að taka ákvörðun um hvort eða hvenær kvótinn verður boðinn upp í þriðja skipti.Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna sagði í samtali við Fréttastofuna í morgun að þá renni í grun að fyrirtæki séu vísvitandi að koma í veg fyrir innflutninginn. Þetta sé enn eitt dæmið um hversu misheppnuð útboðsleiðin sé. Hann telur nær að nota hlutkesti frekar en fara tilboðsleiðina. En auðvitað ætti helst að afnema tolla í einhverjum áföngum. Erlent Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Sjá meira
Sláturhús eru sökuð um að beita bellibrögðum til þess að hindra innflutning á kjöti á svokölluðum núllkvóta. Og landbúnaðarráðuneytið er sakað um að líta á þetta með velþóknun. Formaður neytendasamtakanna segir að útboðsaðferðin sé gersamlega misheppnuð.Fjölmargir fagaðilar hafa tjáð sig um þennan kjötinnflutning í fjölmiðlum undanfarið. Þarna er verið að fjalla um 550 tonn af kjöti sem boðin voru út í mars á núll krónur í toll. Þessi kvóti er hluti af samningi sem ríkisstjórnin gerði við Evrópusambandið til þess að lækka vöruverð hér á landi. Allt þetta kjöt á að flytja inn fyrir 31. desember næstkomandi.Framkvæmdin hefur hinsvegar verið dálítið furðuleg. Við fyrsta útboð í mars var öllum tilboðum hafnað vegna þess að einhver bauð svo hátt að það hefði verið ódýrara að flytja kjötið inn á fullum tollum. Við annað útboð var tilboðum tekið frá nokkrum fyrirtækjum.Langstærst í því var Sláturhúsið á Hellu sem sótti um og fékk leyfi til innflutnings á 319 tonnum. Leið svo og beið og ekkert var flutt inn. Þegar farið var að grennslast fyrir um málið tilkynnti Sláturhúsið á Hellu að það væri hætt við innflutninginn og gáfu þá skýringu að þeir hefðu misskilið útboðið. Það var fjórða júní. Rétt er að geta þess að það kostaði Sláturhúsið á Hellu ekki krónu að halda kvótanum í allan þennan tíma. Með því var auðvitað komið í veg fyrir að aðrir flyttu inn þetta kjöt.Framkvæmdastjóri fyrirtækisins Ferskar kjötvörur segir í Fréttablaðinu að engin svör fáist frá Landbúnaðarráðuneytinu um framhaldið. Þar fáist þau ein svör að ekki sé búið að taka ákvörðun um hvort eða hvenær kvótinn verður boðinn upp í þriðja skipti.Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna sagði í samtali við Fréttastofuna í morgun að þá renni í grun að fyrirtæki séu vísvitandi að koma í veg fyrir innflutninginn. Þetta sé enn eitt dæmið um hversu misheppnuð útboðsleiðin sé. Hann telur nær að nota hlutkesti frekar en fara tilboðsleiðina. En auðvitað ætti helst að afnema tolla í einhverjum áföngum.
Erlent Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Sjá meira