Erlent

Rússar minnka tengsl við Hamas

Óli Tynes skrifar
Mahmoud Abbas í Moskvu.
Mahmoud Abbas í Moskvu.

Rússar ætla að draga úr samskiptum sínum við Hamas samtökin til þess að sýna Mahmoud Abbas, forseta Palestínumanna stuðning. Þetta var tilkynnt eftir fund Abbas með Vladimir Putin, sem fullvissaði forsetann um að Rússar styddu hann sem réttkjörinn leiðtoga Palestínumanna.

Rússar ætla þó ekki að slíta á öll tengsl við Hamas. Þeir segjast vilja vera í einhverju sambandi, til þess að geta frekar haft áhrif á gang mála. Abbas bað Putin um að auka aðstoð við palestinsku heimastjónarsvæðin og ekki síst Gaza. Hann sagði að þótt Hamas hefðu hertekið Gaza í síðasta mánuði bæri ríkisstjórnin ábyrgð á velferð þegnanna þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×