Erlent

Eldingar verða rúmlega hundrað manns að bana í Kína

Eldingar yfir borginni Wuhan sem er í Hubei héraðinu í miðju landinu
Eldingar yfir borginni Wuhan sem er í Hubei héraðinu í miðju landinu MYND/AP

Eldingar í Kína urðu 141 að bana í júlí. Þetta er mesta mannfall af völdum eldinga síðan mælingar hófust í landinu árið 2000. Æðsti embættismaður veðurathugana í Kína kennir hlýnun jarðar um hið öfgakennda árstíðarbundna veðurfar.

Um sjö hundruð manns hafa dáið vegna flóða á meðan milljónir annarra hafa búið við þurrk.

Zheng Guoguang, yfirmaður kínversku veðurstofunnar, segir hið öfgakennda veðurfar hafa haft í för með sér tíðar náttúruhamfarir þetta ár. Miklar rigningar, flóð og þurrkar er meðal þess sem dunið hefur á landinu og nú er því spáð að fyrsta hitabylgja ársins gangi yfir Suður-Kína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×