Erlent

11 þúsund flýja skógarelda á Kanaríeyjum

Óli Tynes skrifar

Skógareldar geisa nú á fjórum stöðum á Kanaríeyjum og hafa leitt til þess að ellefu þúsund manns hafa orðið að flýja heimili sín og gististaði. Slökkviliðsmenn berjast við eldana allan sólarhringinn og er beitt bæði flugvélum og þyrlum. Sjóðheitir sterkir vindar halda hinsvegar áfram að breiða eldana út.

Tugþúsundir ekra lands hafa þegar orðið eldunum að bráð og ferðamenn flýja umvörpum frá eyjunum. Um helgina var 37 ára skógarvörður handtekinn og hefur hann viðurkennt að hafa kveikt eldinn á Gran Canaria.

Skýring hans var sú að ráðningarsamningur hans hefði verið að renna út og hann hefði viljað halda áfram að vinna. Líklegt er þó að hann verði frá vinnu næstu árin, eftir að dómstólar hafa fjallað um mál hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×