Erlent Kerkorian selur meira í GM Bandaríski auðkýfingurinn Kirk Kerkorian hefur selt helmingshlut sinn í bandaríska bílaframleiðandanum General Motors. Fjárfestingafélag Kerkorians, Tracinda Corp., átti lengi vel tæpan 10 prósenta hlut. Þetta er í annað sinn sem hann selur stóra hluti í GM og á nú um 4,9 prósent. Viðskipti erlent 1.12.2006 09:24 Seðlabanki Evrópu selur 23 tonn af gulli Evrópski seðlabankinn hefur selt 23 tonn af gullforða bankans. Salan er í samræmi við samkomulagi við seðlabanka Sviss og Svíþjóðar frá 2004 þess efnis að bankarnir megi ekki selja frá sér meira en 500 tonn af gulli á ári á fimm ára tímabili. Viðskipti erlent 1.12.2006 10:08 Viðvörun vegna al-Kaída í Bandaríkjunum - Uppfært Bandaríkin hafa sent út frá sér viðvörun til fjármálastofnanna vegna þess að þeir telja að hætta sé á tölvuárásum frá liðsmönnum al-Kaída á tölvukerfi þeirra. Hótun þess efnis var sett á vefsíðu í dag og var þar sagt að árásirnar yrðu gerðar í hefndarskyni vegna Guantanamo fangelsisins en Bandaríkjamenn halda þar grunuðum hryðjuverkamönnum án þess að hafa dæmt þá fyrir nokkuð. Erlent 30.11.2006 23:16 Hringur á hálfan milljarð Demantar eru víst bestu vinir kvenna og bráðlega verður 28 karata bleikur demantur besti vinur einhverrar konu. Demanturinn, sem er á hring, er metinn á um 7 milljón dollara, eða um hálfan milljarð íslenskra króna. Hann verður seldur á uppboði hjá Sotheby's í New York þann sjötta desember ef einhvern vantar jólagjöf. Erlent 30.11.2006 23:06 Rice hvetur Arabaríki til þess að styðja við Íraka Condoleezza Rice hvatti í dag leiðtoga Arabaríkja til þess að styðja betur við bakið á írösku þjóðinni í þeim erfiðleikum sem hún gengur í gegnum um þessar mundir. Hún tók líka fram að þeir hefðu hreinlega ekki efni á því að hafa borgarastyrjöld sem gæti breiðst út nálægt sér. Hún sagði að allir vissu að ef Írak myndi vegna vel myndi velmegun svæðisins aukast gríðarlega. Erlent 30.11.2006 23:02 Ekki nóg avókadó í gvakamóleinu Bandarísk kona hefur farið í mál við matarframleiðandann Kraft þar sem gvakamóle ídýfan þeirra innihélt ekki nóg avókadó en í hefðbundu gvakamóle er avókadó víst aðalinnihald ídýfunnar frægu. Eftir að konan hafði notað gvakamóleið frá Kraft til þess að búa til þriggja laga ídýfu fyrir veislu sem hún hélt komst hún að því að það var bara ekkert avókadóbragð af henni. Erlent 30.11.2006 22:29 Forseti Mexíkó vígður í embætti á morgun Væntanlegur forseti Mexíkó, Felipe Calderon, verður vígður í embættið á morgun og ætlar sér að halda athöfnina í þinghúsinu eins og stjórnarskráin mælir fyrir. Það gæti hins vegar verið vandkvæðum bundið þar sem stjórnarandstöðuþingmenn sem þar sitja hafa tekið yfir hluta af þinghúsinu. Urður meðal annars slagsmál á milli þingmanna sem styðja Calderon og þeirra sem styðja Obrador, þann sem tapaði, í vikunni sem leið. Erlent 30.11.2006 22:20 Ekki búist við Kastró í stjórnmál á ný Fjölskylda Fidels Kastró hefur sagt honum að taka því rólega og taka ekki þátt í hátíðarhöldum sem marka bæði 80 ára afmæli hans sjálfs sem og 50 ára afmæli uppreisnarinnar á Kúbu. Þetta sagði dóttir Raul Kastrós í dag en Raul er yngri bróðir Fidels. Kúbverskir embættismenn hafa verið duglegir við að segja fréttir af góðum bata Kastró og segja sífellt að hann muni taka við stjórninni á ný. Erlent 30.11.2006 21:59 Sarkozy vill Tyrki ekki í Evrópusambandið Nicolas Sarkozy, sem ætlar sér að bjóða sig fram til forseta Frakklands á næsta ári, sagði í dag í viðtali á franskri sjónvarpsstöð að hann vildi að öllum viðræðum við Tyrkland um inngöngu í Evrópusambandið væri hætt þar sem "...þeirra staður er ekki í Evrópusambandinu." Erlent 30.11.2006 21:26 Kaffi er gott fyrir heilsuna Það gæti verið góð hugmynd að fá sér kaffibolla á morgnanna í staðinn fyrir djúsglas ef maður er í hættu á að fá sykursýki af gerð tvö en þetta kom í ljós í bandarískri rannsókn sem var birt nýlega. Í ljós kom að þeir sem drekka fjóra eða fleiri kaffibolla á dag voru í minni hættu á að fá sykursýki tvö en þeir sem fengu sér sjaldan kaffi og eru niðurstöðurnar í samræmi við fyrri rannsóknir. Erlent 30.11.2006 21:03 Páfinn heimsækir mosku Benedikt páfi heimsótti í dag eina frægustu mosku Tyrklands í tilraun til þess að bæta samskipti trúarbragðanna tveggja, kristni og íslam. Páfi er nú í heimsókn í Tyrklandi í þeim tilgangi og er þetta aðeins önnur heimsókn hvaða páfa sem er á helgistað múslima. Erlent 30.11.2006 20:35 Hústökudraugar í Noregi Norskur maður hefur neitað að rífa niður gamla hlöðu sem bæjaryfirvöld hafa skipað honum að fjarlægja. Ástæðuna segir hann vera að illar annars heims verur hafi tekið sér bólfestu í hlöðunni. Hlaðan hefur staðið síðan óhreyfð síðan átti að fella hana í febrúar á síðasta ári og fær maðurinn um 3.000 króna sekt fyrir hvern dag sem hún stendur uppi. Erlent 30.11.2006 20:27 Afríkusambandið hálft ár í viðbót í Súdan Afríkusambandið hefur ákveðið að lengja leiðangur friðargæsluliða í Darfur héraði Súdan um sex mánuði en talsmaður sambandsins sagði frá þessu eftir fund öryggisráðs Afríkusambandsins í höfuðborg Nígeríu, Abuja, í dag . Erlent 30.11.2006 19:19 Íranir styðja uppreisnarmenn í Írak Bandarískir embættismenn segja að þeir hafi fundið óhrekjanlegar sannanir fyrir því að Íranir styðji uppreisnarmenn í Írak. Segjast þeir hafa fundið glæný vopn, merkt með ártalinu 2006, á látnum uppreisnarmönnum. Erlent 30.11.2006 17:57 Engin náttúruleg orsök Rússneskir læknar hafa sagt að þeir hafi ekki fundið neinar náttúrulegar orsakir fyrir veikindum Yegor Gaidar, fyrrum forsætisráðherra Rússlands. Gaidar er maðurinn á bakvið efnahagsumbætur Rússlands. Talsmaður Gaidars sagði að læknar héldu að þetta væri efni sem þeir gætu ekki borið kennsl á en að þeir teldu að of snemmt væri að segja um hvort að efnið væri eitur eða ekki. Erlent 30.11.2006 17:40 Samdráttur hjá Wal-Mart Bandaríska verslanakeðjan Wal-Mart greindi frá því í dag að sala hefði dregist saman um 0,1 prósent í nóvember. Þetta er í fyrsta sinn sem samdráttar er vart í áratug hjá verslanakeðjunni. Verslanakeðjan segir að afslættir sem Wal-Mart bauð hafi ekki höfðað til viðskiptavina. Viðskipti erlent 30.11.2006 17:05 Gráglettinn háhyrningur Gestir í skemmtigarðinum SeaWorld í San Diego, fylgdust skelfingu lostnir með því, í gær, þegar háhyrningur beit þjálfara sinn tvisvar í fótinn og dró hann niður á botn laugarinnar. Þjálfarinn er á sjúkrahúsi, og ekki alvarlega slasaður. Erlent 30.11.2006 16:46 Ungmenni ráðast gegn innflytjendum Ungmennasamtök í Rússlandi ætla að bjóða fram sjálfboðaliða til þess að fara í eftirlitsferðir umhverfis Moskvu, til þess að hjálpa lögreglunni að berjast gegn glæpum, og grípa ólöglega innflytjendur. Erlent 30.11.2006 16:24 Hinir ósnertanlegu gera uppreisn Að minnsta kosti tveir hafa látið lífið og fjörutíu særst í óeirðum lágstéttarfólks á Indlandi, sem var að mótmæla því að stytta af leiðtoga þeirra hafði verið vanvirt. Kveikt hefur verið í lestarvögnum og strætisvögnum og yfir 1500 manns handteknir. Erlent 30.11.2006 16:00 Fiðlur á efnum Ný rannsókn bendir til þess að viður sem ítölsku meistararnir Stradivarius og del Gesu notuðu í fiðlur sínar, hafi verið lagður í einhverskonar efnablöndu, sem bætti hljómgæði hans. Erlent 30.11.2006 15:27 Þjóðverjar vilja hækka eftirlaunaaldur Ríkisstjórn Þýskalands er sögð hafa á áætlun sinni að hækka eftirlaunaaldur úr 65 árum í 67. Með þessu er horft til þess að draga úr kostnaði úr lífeyrisgreiðslum ríkisins. Málið, sem hefur mætt harðri andstöðu verkalýðsfélaga, hefur enn ekki verið lagt fyrir þýska þingið. Viðskipti erlent 30.11.2006 14:50 Hráolíuverð yfir 30 dölum Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór í 63 dali á helstu fjármálamörkuðum í dag í kjölfar. Helsta ástæðan eru niðurstöður vikulegrar skýrslu bandaríska orkumálaráðuneytsins sem kom út í gær en hún sýndi að eldsneytisbirgðir landsins hefðu minnkað á milli vikna. Verð á hráolíu hefur ekki verið hærra í tvö mánuði. Viðskipti erlent 30.11.2006 14:43 Konur og börn drepin með einu skoti í hnakkann Kúrdiska konan var drepin með einu skoti í hnakkann, þar sem hún kraup á barmi fjöldagrafarinnar, með líflaust ungbarn sitt í fanginu. Í fjöldagröfinni voru lík tuttugu og fimm kvenna og níutíu og átta barna þeirra. Erlent 30.11.2006 14:27 Hagvöxtur á Indlandi umfram væntingar Hagvöxtur á Indlandi mældist 9,2 prósent á þriðja fjórðungi ársins, samkvæmt útreikningum hagstofu Indlands. Þetta er langt umfram væntingar greiningaraðila. Viðskipti erlent 30.11.2006 13:42 Kveikt á jólatrénu við Rockefeller Center Undirbúningur jólahátíðarinnar hefst ekki opinberlega hjá New York búum fyrr en kveikt hefur verið á ljósum jólatrésins á Rockefeller Center. Ljósin voru tendruð við hátíðlega athöfn í gærkvöldi þegar kveikt var á þrjátíu þúsund ljósum á á tuttugu og sjö metra háu jólatré. Erlent 30.11.2006 12:21 Abbas hættur að tala við Hamas Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, er hættur stjórnarmyndunarviðræðum við Hamas og mun kalla saman æðstaráð Frelsissamtaka Palestínu, PLO, til þess að ákveða framhaldið. Saeb Erekat, þingmaður á palestinska þinginu, skýrði frá þessu í dag. Erlent 30.11.2006 13:22 BA reynir að ná sambandi við 30 þúsund farþega vegna geislunar Breska flugfélagið British Airways reynir nú að ná sambandi við þrjátíu þúsund flugfarþega eftir að leifar af geislavirka efninu sem varð fyrrverandi rússneska njósnaranum Alexander Litvinenko að bana fundust um borð í vélum félagsins. Erlent 30.11.2006 12:06 Dauðadómar fyrir hryðjuverk Erlent 30.11.2006 11:26 Telja óþarft að banna kynlíf með dýrum Dönsku dýraverndarsamtökin telja ekki ástæðu til þess að banna fólki að stunda kynlíf með dýrum, en vilja hinsvegar banna opinberar sýningar á slíku athæfi. Erlent 30.11.2006 10:56 Auðkýfingur ranglega orðaður við yfirtöku Gengi hlutabréfa í bandaríska dagblaðinu New York Times hækkuðu um 7,4 prósent á markaði í Bandaríkjunum í gær í kjölfar orðróms um að bandaríski auðkýfingurinn Maurice Greenberg hyggðist leggja fram yfirtökutilboð í dagblaðið. Viðskipti erlent 30.11.2006 10:42 « ‹ 209 210 211 212 213 214 215 216 217 … 334 ›
Kerkorian selur meira í GM Bandaríski auðkýfingurinn Kirk Kerkorian hefur selt helmingshlut sinn í bandaríska bílaframleiðandanum General Motors. Fjárfestingafélag Kerkorians, Tracinda Corp., átti lengi vel tæpan 10 prósenta hlut. Þetta er í annað sinn sem hann selur stóra hluti í GM og á nú um 4,9 prósent. Viðskipti erlent 1.12.2006 09:24
Seðlabanki Evrópu selur 23 tonn af gulli Evrópski seðlabankinn hefur selt 23 tonn af gullforða bankans. Salan er í samræmi við samkomulagi við seðlabanka Sviss og Svíþjóðar frá 2004 þess efnis að bankarnir megi ekki selja frá sér meira en 500 tonn af gulli á ári á fimm ára tímabili. Viðskipti erlent 1.12.2006 10:08
Viðvörun vegna al-Kaída í Bandaríkjunum - Uppfært Bandaríkin hafa sent út frá sér viðvörun til fjármálastofnanna vegna þess að þeir telja að hætta sé á tölvuárásum frá liðsmönnum al-Kaída á tölvukerfi þeirra. Hótun þess efnis var sett á vefsíðu í dag og var þar sagt að árásirnar yrðu gerðar í hefndarskyni vegna Guantanamo fangelsisins en Bandaríkjamenn halda þar grunuðum hryðjuverkamönnum án þess að hafa dæmt þá fyrir nokkuð. Erlent 30.11.2006 23:16
Hringur á hálfan milljarð Demantar eru víst bestu vinir kvenna og bráðlega verður 28 karata bleikur demantur besti vinur einhverrar konu. Demanturinn, sem er á hring, er metinn á um 7 milljón dollara, eða um hálfan milljarð íslenskra króna. Hann verður seldur á uppboði hjá Sotheby's í New York þann sjötta desember ef einhvern vantar jólagjöf. Erlent 30.11.2006 23:06
Rice hvetur Arabaríki til þess að styðja við Íraka Condoleezza Rice hvatti í dag leiðtoga Arabaríkja til þess að styðja betur við bakið á írösku þjóðinni í þeim erfiðleikum sem hún gengur í gegnum um þessar mundir. Hún tók líka fram að þeir hefðu hreinlega ekki efni á því að hafa borgarastyrjöld sem gæti breiðst út nálægt sér. Hún sagði að allir vissu að ef Írak myndi vegna vel myndi velmegun svæðisins aukast gríðarlega. Erlent 30.11.2006 23:02
Ekki nóg avókadó í gvakamóleinu Bandarísk kona hefur farið í mál við matarframleiðandann Kraft þar sem gvakamóle ídýfan þeirra innihélt ekki nóg avókadó en í hefðbundu gvakamóle er avókadó víst aðalinnihald ídýfunnar frægu. Eftir að konan hafði notað gvakamóleið frá Kraft til þess að búa til þriggja laga ídýfu fyrir veislu sem hún hélt komst hún að því að það var bara ekkert avókadóbragð af henni. Erlent 30.11.2006 22:29
Forseti Mexíkó vígður í embætti á morgun Væntanlegur forseti Mexíkó, Felipe Calderon, verður vígður í embættið á morgun og ætlar sér að halda athöfnina í þinghúsinu eins og stjórnarskráin mælir fyrir. Það gæti hins vegar verið vandkvæðum bundið þar sem stjórnarandstöðuþingmenn sem þar sitja hafa tekið yfir hluta af þinghúsinu. Urður meðal annars slagsmál á milli þingmanna sem styðja Calderon og þeirra sem styðja Obrador, þann sem tapaði, í vikunni sem leið. Erlent 30.11.2006 22:20
Ekki búist við Kastró í stjórnmál á ný Fjölskylda Fidels Kastró hefur sagt honum að taka því rólega og taka ekki þátt í hátíðarhöldum sem marka bæði 80 ára afmæli hans sjálfs sem og 50 ára afmæli uppreisnarinnar á Kúbu. Þetta sagði dóttir Raul Kastrós í dag en Raul er yngri bróðir Fidels. Kúbverskir embættismenn hafa verið duglegir við að segja fréttir af góðum bata Kastró og segja sífellt að hann muni taka við stjórninni á ný. Erlent 30.11.2006 21:59
Sarkozy vill Tyrki ekki í Evrópusambandið Nicolas Sarkozy, sem ætlar sér að bjóða sig fram til forseta Frakklands á næsta ári, sagði í dag í viðtali á franskri sjónvarpsstöð að hann vildi að öllum viðræðum við Tyrkland um inngöngu í Evrópusambandið væri hætt þar sem "...þeirra staður er ekki í Evrópusambandinu." Erlent 30.11.2006 21:26
Kaffi er gott fyrir heilsuna Það gæti verið góð hugmynd að fá sér kaffibolla á morgnanna í staðinn fyrir djúsglas ef maður er í hættu á að fá sykursýki af gerð tvö en þetta kom í ljós í bandarískri rannsókn sem var birt nýlega. Í ljós kom að þeir sem drekka fjóra eða fleiri kaffibolla á dag voru í minni hættu á að fá sykursýki tvö en þeir sem fengu sér sjaldan kaffi og eru niðurstöðurnar í samræmi við fyrri rannsóknir. Erlent 30.11.2006 21:03
Páfinn heimsækir mosku Benedikt páfi heimsótti í dag eina frægustu mosku Tyrklands í tilraun til þess að bæta samskipti trúarbragðanna tveggja, kristni og íslam. Páfi er nú í heimsókn í Tyrklandi í þeim tilgangi og er þetta aðeins önnur heimsókn hvaða páfa sem er á helgistað múslima. Erlent 30.11.2006 20:35
Hústökudraugar í Noregi Norskur maður hefur neitað að rífa niður gamla hlöðu sem bæjaryfirvöld hafa skipað honum að fjarlægja. Ástæðuna segir hann vera að illar annars heims verur hafi tekið sér bólfestu í hlöðunni. Hlaðan hefur staðið síðan óhreyfð síðan átti að fella hana í febrúar á síðasta ári og fær maðurinn um 3.000 króna sekt fyrir hvern dag sem hún stendur uppi. Erlent 30.11.2006 20:27
Afríkusambandið hálft ár í viðbót í Súdan Afríkusambandið hefur ákveðið að lengja leiðangur friðargæsluliða í Darfur héraði Súdan um sex mánuði en talsmaður sambandsins sagði frá þessu eftir fund öryggisráðs Afríkusambandsins í höfuðborg Nígeríu, Abuja, í dag . Erlent 30.11.2006 19:19
Íranir styðja uppreisnarmenn í Írak Bandarískir embættismenn segja að þeir hafi fundið óhrekjanlegar sannanir fyrir því að Íranir styðji uppreisnarmenn í Írak. Segjast þeir hafa fundið glæný vopn, merkt með ártalinu 2006, á látnum uppreisnarmönnum. Erlent 30.11.2006 17:57
Engin náttúruleg orsök Rússneskir læknar hafa sagt að þeir hafi ekki fundið neinar náttúrulegar orsakir fyrir veikindum Yegor Gaidar, fyrrum forsætisráðherra Rússlands. Gaidar er maðurinn á bakvið efnahagsumbætur Rússlands. Talsmaður Gaidars sagði að læknar héldu að þetta væri efni sem þeir gætu ekki borið kennsl á en að þeir teldu að of snemmt væri að segja um hvort að efnið væri eitur eða ekki. Erlent 30.11.2006 17:40
Samdráttur hjá Wal-Mart Bandaríska verslanakeðjan Wal-Mart greindi frá því í dag að sala hefði dregist saman um 0,1 prósent í nóvember. Þetta er í fyrsta sinn sem samdráttar er vart í áratug hjá verslanakeðjunni. Verslanakeðjan segir að afslættir sem Wal-Mart bauð hafi ekki höfðað til viðskiptavina. Viðskipti erlent 30.11.2006 17:05
Gráglettinn háhyrningur Gestir í skemmtigarðinum SeaWorld í San Diego, fylgdust skelfingu lostnir með því, í gær, þegar háhyrningur beit þjálfara sinn tvisvar í fótinn og dró hann niður á botn laugarinnar. Þjálfarinn er á sjúkrahúsi, og ekki alvarlega slasaður. Erlent 30.11.2006 16:46
Ungmenni ráðast gegn innflytjendum Ungmennasamtök í Rússlandi ætla að bjóða fram sjálfboðaliða til þess að fara í eftirlitsferðir umhverfis Moskvu, til þess að hjálpa lögreglunni að berjast gegn glæpum, og grípa ólöglega innflytjendur. Erlent 30.11.2006 16:24
Hinir ósnertanlegu gera uppreisn Að minnsta kosti tveir hafa látið lífið og fjörutíu særst í óeirðum lágstéttarfólks á Indlandi, sem var að mótmæla því að stytta af leiðtoga þeirra hafði verið vanvirt. Kveikt hefur verið í lestarvögnum og strætisvögnum og yfir 1500 manns handteknir. Erlent 30.11.2006 16:00
Fiðlur á efnum Ný rannsókn bendir til þess að viður sem ítölsku meistararnir Stradivarius og del Gesu notuðu í fiðlur sínar, hafi verið lagður í einhverskonar efnablöndu, sem bætti hljómgæði hans. Erlent 30.11.2006 15:27
Þjóðverjar vilja hækka eftirlaunaaldur Ríkisstjórn Þýskalands er sögð hafa á áætlun sinni að hækka eftirlaunaaldur úr 65 árum í 67. Með þessu er horft til þess að draga úr kostnaði úr lífeyrisgreiðslum ríkisins. Málið, sem hefur mætt harðri andstöðu verkalýðsfélaga, hefur enn ekki verið lagt fyrir þýska þingið. Viðskipti erlent 30.11.2006 14:50
Hráolíuverð yfir 30 dölum Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór í 63 dali á helstu fjármálamörkuðum í dag í kjölfar. Helsta ástæðan eru niðurstöður vikulegrar skýrslu bandaríska orkumálaráðuneytsins sem kom út í gær en hún sýndi að eldsneytisbirgðir landsins hefðu minnkað á milli vikna. Verð á hráolíu hefur ekki verið hærra í tvö mánuði. Viðskipti erlent 30.11.2006 14:43
Konur og börn drepin með einu skoti í hnakkann Kúrdiska konan var drepin með einu skoti í hnakkann, þar sem hún kraup á barmi fjöldagrafarinnar, með líflaust ungbarn sitt í fanginu. Í fjöldagröfinni voru lík tuttugu og fimm kvenna og níutíu og átta barna þeirra. Erlent 30.11.2006 14:27
Hagvöxtur á Indlandi umfram væntingar Hagvöxtur á Indlandi mældist 9,2 prósent á þriðja fjórðungi ársins, samkvæmt útreikningum hagstofu Indlands. Þetta er langt umfram væntingar greiningaraðila. Viðskipti erlent 30.11.2006 13:42
Kveikt á jólatrénu við Rockefeller Center Undirbúningur jólahátíðarinnar hefst ekki opinberlega hjá New York búum fyrr en kveikt hefur verið á ljósum jólatrésins á Rockefeller Center. Ljósin voru tendruð við hátíðlega athöfn í gærkvöldi þegar kveikt var á þrjátíu þúsund ljósum á á tuttugu og sjö metra háu jólatré. Erlent 30.11.2006 12:21
Abbas hættur að tala við Hamas Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, er hættur stjórnarmyndunarviðræðum við Hamas og mun kalla saman æðstaráð Frelsissamtaka Palestínu, PLO, til þess að ákveða framhaldið. Saeb Erekat, þingmaður á palestinska þinginu, skýrði frá þessu í dag. Erlent 30.11.2006 13:22
BA reynir að ná sambandi við 30 þúsund farþega vegna geislunar Breska flugfélagið British Airways reynir nú að ná sambandi við þrjátíu þúsund flugfarþega eftir að leifar af geislavirka efninu sem varð fyrrverandi rússneska njósnaranum Alexander Litvinenko að bana fundust um borð í vélum félagsins. Erlent 30.11.2006 12:06
Telja óþarft að banna kynlíf með dýrum Dönsku dýraverndarsamtökin telja ekki ástæðu til þess að banna fólki að stunda kynlíf með dýrum, en vilja hinsvegar banna opinberar sýningar á slíku athæfi. Erlent 30.11.2006 10:56
Auðkýfingur ranglega orðaður við yfirtöku Gengi hlutabréfa í bandaríska dagblaðinu New York Times hækkuðu um 7,4 prósent á markaði í Bandaríkjunum í gær í kjölfar orðróms um að bandaríski auðkýfingurinn Maurice Greenberg hyggðist leggja fram yfirtökutilboð í dagblaðið. Viðskipti erlent 30.11.2006 10:42
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent