Erlent

Viðvörun vegna al-Kaída í Bandaríkjunum - Uppfært

al-Kaída ætlar sér að hefja árásir á tölvukerfi fjármálastofnanna í Bandaríkjunum í fyrramálið.
al-Kaída ætlar sér að hefja árásir á tölvukerfi fjármálastofnanna í Bandaríkjunum í fyrramálið. MYND/AP

Bandaríkin hafa sent út frá sér viðvörun til fjármálastofnanna vegna þess að þeir telja að hætta sé á tölvuárásum frá liðsmönnum al-Kaída á tölvukerfi þeirra. Hótun þess efnis var sett á vefsíðu í dag og var þar sagt að árásirnar yrðu gerðar í hefndarskyni vegna Guantanamo fangelsisins en Bandaríkjamenn halda þar grunuðum hryðjuverkamönnum án þess að hafa dæmt þá fyrir nokkuð.

Viðvörunin tekur sérstaklega til tölvukerfa hlutabréfamarkaða og vefsíðna hjá bönkum í Bandaríkjunum. Heimavarnarstofnun Bandaríkjanna segist þó engar sannanir hafa fyrir þessu en vegna sterks gruns og margra vísbendinga sendir hún út þessa viðvörun. Stofnunin sagði jafnframt að árásirnar eigi að hefjast á föstudaginn og er gildir viðvörunin út desember mánuð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×