Erlent

Hústökudraugar í Noregi

MYND/Ólafur

Norskur maður hefur neitað að rífa niður gamla hlöðu sem bæjaryfirvöld hafa skipað honum að fjarlægja. Ástæðuna segir hann vera að illar annars heims verur hafi tekið sér bólfestu í hlöðunni. Hlaðan hefur staðið síðan óhreyfð síðan átti að fella hana í febrúar á síðasta ári og fær maðurinn um 3.000 króna sekt fyrir hvern dag sem hún stendur uppi.

Yfirvöld segja hlöðuna hættulega en maðurinn segist tilbúinn til þess að reisa varnarvegg í kringum hana til þess að enginn geti komist að henni. Hann skýrði einnig frá því að hann hefði einu sinni byrjað á því að taka þakið af hlöðunni og að það væri reynsla sem hann væri alls ekki til í að lenda í aftur. Bætti hann við að hlaðan væri byggð á gömlum víkingagrafreit.

Maðurinn hefur einnig hótað því að fara í mál við bæjaryfirvöld til þess að tryggja að hann þurfi ekki að fella hlöðuna og að skuldin, sem hann er kominn í vegna ákvörðunar sinnar, verði felld niður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×