Erlent

Rice hvetur Arabaríki til þess að styðja við Íraka

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er á ferð og flugi um Mið-Austurlönd til þess að reyna að leysa málin í Írak.
Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er á ferð og flugi um Mið-Austurlönd til þess að reyna að leysa málin í Írak. MYND/AP

Condoleezza Rice hvatti í dag leiðtoga Arabaríkja til þess að styðja betur við bakið á írösku þjóðinni í þeim erfiðleikum sem hún gengur í gegnum um þessar mundir. Hún tók líka fram að þeir hefðu hreinlega ekki efni á því að hafa borgarastyrjöld sem gæti breiðst út nálægt sér. Hún sagði að allir vissu að ef Írak myndi vegna vel myndi velmegun svæðisins aukast gríðarlega.

Hún sagðist hafa fundið fyrir miklum stuðningi en vildi ekkert frekar segja um hvernig stuðning löndin ætluðu að færa fram. Rice var á fundi Flóaríkja, ríkja í kringum ásamt forsetum Egyptalands og Jórdaníu. Hún fór síðan í morgunmat með Bush og Nuri al-Maliki og flaug því næst til Jeríkó á vesturbakkanum til viðræðna við Mahmoud Abbas, leiðtoga stjórnar Palestínumanna en á eftir þeim fundi á hún að hitta Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×