Erlent

Ekki búist við Kastró í stjórnmál á ný

Kúbverskir herforingar við ræðuhöld í dag. Fidel Kastró var hvergi sjáanlegur.
Kúbverskir herforingar við ræðuhöld í dag. Fidel Kastró var hvergi sjáanlegur. MYND/AP

Fjölskylda Fidels Kastró hefur sagt honum að taka því rólega og taka ekki þátt í hátíðarhöldum sem marka bæði 80 ára afmæli hans sjálfs sem og 50 ára afmæli uppreisnarinnar á Kúbu. Þetta sagði dóttir Raul Kastrós í dag en Raul er yngri bróðir Fidels. Kúbverskir embættismenn hafa verið duglegir við að segja fréttir af góðum bata Kastró og segja sífellt að hann muni taka við stjórninni á ný.

Fréttaskýrendur og stjórnmálafræðingar eru á einu máli um að ef Fidel snýr aftur til valda muni hann í besta falli verða til skrauts á meðan yngri bróðir hans, Raul, muni halda við stjórnartaumana. Dóttir Rauls, Castro Espin, bjóst ekki við því að Fidel myndi snúa aftur til valda vegna ástands síns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×