Erlent

Ekki nóg avókadó í gvakamóleinu

Avókadó, sem á víst að vera meginuppistaða í gvakamóle.
Avókadó, sem á víst að vera meginuppistaða í gvakamóle. MYND/Vísir

Bandarísk kona hefur farið í mál við matarframleiðandann Kraft þar sem gvakamóle ídýfan þeirra innihélt ekki nóg avókadó en í hefðbundu gvakamóle er avókadó víst aðalinnihald ídýfunnar frægu. Eftir að konan hafði notað gvakamóleið frá Kraft til þess að búa til þriggja laga ídýfu fyrir veislu sem hún hélt komst hún að því að það var bara ekkert avókadóbragð af henni.

Konan fór því í mál og fer fram á skaðabætur vegna atviksins. Hún fer einnig fram á að matarframleiðandinn breyti umbúðum sínum og merki ídýfuna öðruvísi eða hreinlega setji meira avókadó í hana. Sem stendur eru engar reglugerðir til um það í Bandaríkjunum hversu mikið avókadó þurfi að vera í gvakamóle

Aðspurðir sögðust framleiðendur ídýfunnar það standa utan á henni að aðeins 2% af ídýfunni væri framleitt úr avókadó ávextinum. Sögðust þeir ekki trú því að nokkur maður myndi láta blekkjast af tilburðum konunnar en tóku jafnfram fram að þeir myndu breyta umbúðum og segja að þetta væri ídýfa með avókadóbragði í stað þess að kalla ídýfuna avókadóídýfu.

Fréttasíða FOX sjónvarpsstöðvarinnar skýrir frá þessu í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×