Erlent

Telja óþarft að banna kynlíf með dýrum

Dönsku dýraverndarsamtökin telja ekki ástæðu til þess að banna fólki að stunda kynlíf með dýrum, en vilja hinsvegar banna opinberar sýningar á slíku athæfi.

Dómsmálaráðherra Danmerkur leitaði álits samtakanna á því hvort ástæða væri til þess að grípa til aðgerða, eftir að danska blaðið Nyhedsavisen birti fréttir um dýravændi.

Í áliti samtakanna segir að meðan dýrin líði ekki fyrir að manneskjur stundi með þeim kynlíf, sé ástæðulaust að banna það.

Hinsvegar vilja samtökin banna kynlífssýningar, útleigu, vændi og framleiðslu klámmynda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×