Erlent

Hringur á hálfan milljarð

MYND/Vísir

Demantar eru víst bestu vinir kvenna og bráðlega verður 28 karata bleikur demantur besti vinur einhverrar konu. Demanturinn, sem er á hring, er metinn á um 7 milljón dollara, eða um hálfan milljarð íslenskra króna. Hann verður seldur á uppboði hjá Sotheby's í New York þann sjötta desember ef einhvern vantar jólagjöf.

Ekki er þó vitað um sögu demantsins en talið er að hann hafi fundist í Brasilíu og hafi verið skorinn á síðastliðnum fimm árum. Þetta er jafnframt stærsti bleiki demantur sem fundist hefur í heiminum.

Annað frægt á uppboðinu eru næla og eyrnalokkar úr rúbínum eftir listamanninn Salvador Dalí. Aðeins voru til tvö eintök af nælunni og er hitt á safni. Talið er að settið eigi eftir að seljast á um 200.000 dollara eða um 14 milljónir íslenskra króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×