Innlendar Anna Soffía og Sighvatur Magnús Íslandsmeistarar Sighvatur Magnús Helgason úr Mjölni og Anna Soffía Víkingsdóttir úr Ármanni eru nýkrýndir Íslandsmeistarar í brasilísku Jiu Jitsu. Rúmlega fimmtíu keppendur kepptu á Íslandsmótinu sem fram fór í Laugardalnum í dag. Sport 6.11.2011 20:41 Þórey Edda hefur störf hjá Frjálsíþróttasambandinu Þórey Edda Elísdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri hjá Frjálsíþróttasambandi Íslands (FRÍ). Hún mun aðallega fást við verkefni sem miða að því að efla útbreiðslu frjálsra íþrótta. Þórey Edda mun einnig koma að undirbúningi Ólympíuhóps FRÍ fyrir leikana í London á næsta ári. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Frjálsíþróttasambandinu í kvöld. Sport 3.11.2011 22:46 Ragna og Ásdís fengu hálfa milljón - úthlutun úr Afrekskvennasjóði Fjórar íþróttakonur og tvö sérsambönd fengu styrk í dag þegar tilkynnt var um áttundu úthlutun úr afrekskvennasjóði Íslandsbanka og ÍSÍ. Frjálsíþróttakonan Ásdís Hjálmsdóttir og badmintonkonan Ragna Björg Ingólfsdóttir fengu báðar hálfa milljón og danskonurnar Hanna Rún Óladóttir og Sara Rós Jakobsdóttir fengu báðar 250 þúsund krónur. Sport 3.11.2011 17:11 Ragna í aðra umferð án þess að svitna Ragna Ingólfsdóttir er komin áfram í aðra umferð á Bitburger Open mótinu í badminton þrátt fyrir að hafa ekki keppt í dag. Ragna átti að keppa á móti Maja Tvrdy frá Slóveníu en Tvrdy tilkynnti mínútu fyrir leikinn að hún gæfi hann sökum meiðsla. Sport 2.11.2011 18:03 Ragna úr leik í fyrstu umferð í Hollandi Badmintonkonan Ragna Ingólfsdóttir er úr leik á opna hollenska meistaramótinu í badminton eftir tap í fyrstu umferð á móti tékknesku stúlkunni Kristina Gavnholt í dag. Sport 12.10.2011 17:30 Pistillinn: Gefðu boltann! Einspilari er orð sem er nánast eingöngu notað í yngri flokkum í knattspyrnu. Krakkar eða táningar sem kjósa ítrekað að fara sínar eigin leiðir frekar en að senda á samherja. Hvers vegna? Þeir vita að oftar en ekki virkar það. Sport 7.10.2011 16:27 Dagur í lífi sundmannsins Íslenski sundkappinn Jakob Jóhann Sveinsson ákvað á dögunum að gera myndband þar sem farið er í gegnum týpískan dag í lífi sundmannsins. Sport 2.10.2011 23:37 Tvær undir Íslandsmetinu í sama sundinu Ingibjörg Kristín Jónsdóttir úr SH og Eygló Ósk Gústafsdóttir úr Ægi syntu báðar undir gamla Íslandsmetinu í 50m baksundi á Haustmóti Ægis sem fer fram í Laugardalslauginni um helgina. Hér er um að ræða Íslandsmetið í stutti laug það er 25 metra laug. Sport 1.10.2011 22:46 Ragna tapaði fyrir franskri stelpu í Tékklandi Badmintonkonan Ragna Ingólfsdóttir komst í átta manna úrslit á alþjóðlega tékkneska mótinu í gær en hún féll úr leik í morgun þegar hún tapaði fyrir Sashina Vignes Waran frá Frakklandi. Sport 1.10.2011 18:40 Kári Steinn: Fékk krampa eftir 34 kílómetra en dröslaðist í mark "Hún er alveg frábær. Þetta var stórskemmtilegt hlaup, frábærar aðstæður og rosaleg stemmning,“ sagði maraþonhlauparinn Kári Steinn Karlsson um tilfinninguna að loknu Berlínarmaraþoninu í dag. Sport 25.9.2011 12:13 Agnes og Thelma náðu góðum árangri í Slóveníu Thelma Rut Hermannsdóttir varð í fjórða sæti og Agnes Suto í því áttunda í úrslitum á heimsbikarmóti í áhaldafimleikum í Slóveníu í gær. Sport 25.9.2011 10:55 Kári Steinn bætti Íslandsmetið í maraþonhlaupi - náði Ólympíulágmarki Kári Steinn Karlsson, hlaupari úr Breiðabliki, setti nýtt Íslandsmet í maraþonhlaupi í Berlínarmaraþoninu í morgun. Kári hljóp á 2:17:12 klst og bætti gamla metið um tvær og hálfa mínútu. Sport 25.9.2011 09:40 Kári Steinn stefnir á Íslandsmet í Berlínarmaraþoninu Kári Steinn Karlsson, langhlaupari úr Breiðabliki, verður meðal keppenda í Berlínarmaraþoninu sem fram fer á morgun. Um eitt hundrað Íslendingar taka þátt í hlaupinu. Sport 24.9.2011 14:05 Gunnar Nelson mætir ríkjandi Evrópumeistara í fyrstu glímu Bardagakappinn Gunnar Nelson mætir Marko Helen frá Finnlandi í fyrstu glímunni á ADCC-mótinu, sterkasta uppgjafaglímumóti heims, sem hefst í Nottingham á Englandi í dag. Sport 23.9.2011 20:57 Framstúlkur réðu ekkert við Þorgerði Önnu - myndir Þorgerður Anna Atladóttir skoraði tólf mörk í 30-27 sigri Vals á Fram í árlegum leik Íslands- og bikarmeistaranna í Meistarakeppni HSÍ í Vodafone-höllinni í gærkvöldi. Þetta er annað árið í röð sem Valur verður meistari meistaranna í kvennahandboltanum. Handbolti 19.9.2011 23:28 Pistillinn: Aldrei gefast upp! Þolinmæði þrautir vinnur allar. Þetta hefur mamma brýnt fyrir mér oft og mörgum sinnum. Lengi vel fannst mér þetta nú bara vera eitthvert innantómt raus í kellingunni og kannski skildi ég aldrei almennilega hvaða boðskapur felst í raun og veru í máltækinu. Sport 16.9.2011 18:02 Landsliðið í andspyrnu tapaði fyrir Norðmönnum Íslenska landsliðið í andspyrnu þurfti að lúta í gras fyrir því norska í gær en leikurinn fór fram á Tungubakkavelli í Mosfellsbæ. Andspyrna hefur sprottið upp hér á Íslandi að undanförnu en um er að ræða ástralskan fótbolta. Sport 11.9.2011 15:46 Eiður Aron: Hefðum getað klárað leikinn oft og mörgum sinnum „Við erum alveg hundfúlir með þetta. Þetta var ekki okkar dagur í dag," sagði Eiður Aron Sigurbjörnsson miðvörður Íslands eftir 2-0 tapið gegn Norðmönnum. Íslenski boltinn 6.9.2011 19:03 Frábær árangur hjá Júlían Ármenningurinn Júlían J. K. Jóhannsson vann til tveggja verðlauna á HM unglinga í kraftlyftingum sem fram fer í Kanada. Sport 4.9.2011 19:08 Geir: Fjölmargir aðilar hafa haft samband við KSÍ Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, sagði við fréttastofu Stöðvar 2 í kvöld að fjölmargir aðilar hefðu haft samband við KSÍ vegna stöðu landsliðsþjálfara Íslands. Íslenski boltinn 4.9.2011 17:13 Gunnar Nelson er að undirbúa sig fyrir sterkasta glímumót heims Bardagaíþróttakappinn Gunnar Nelson verður meðal keppanda á Mjölnir Open glímumótinu sem haldið verður í dag. Þetta er í sjötta sinn sem mótið er haldið, en keppt er í svokallaðri nogi-glímu. Sport 2.9.2011 23:02 Norðurlandamót 19 ára í frjálsum - 17 keppendur frá Íslandi Íslendingar eiga 17 fulltrúa á Norðurlandamótinu í frjálsum íþróttum 19 ára og yngri sem fram fer á Österbro-leikvanginum í Kaupmannahöfn um helgina. Sport 2.9.2011 11:16 Ein mætti ekki í úrslitin í spjótkasti kvenna - svekkelsi fyrir Ásdísi Það voru bara ellefu stúlkur sem kepptu til úrslita í spjótkasti kvenna á HM í frjálsum í Daegu í Suður-Kóreu í dag því Þjóðverjinn Linda Stahl mætti ekki til leiks. Ásdís Hjálmsdóttir endaði í þrettánda sæti í undankeppninni en tólf stúlkur komust í úrslitin. Ásdís var rúma 50 sentimetra frá því að komast í úrslitin. Sport 2.9.2011 11:34 Kristinn náði sér ekki á strik á HM í frjálsum Kristinn Torfason, frjálsíþróttakappi úr FH, er úr leik á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Suður-Kóreu. Undankeppnin í langstökki fór fram í nótt. Lengsta stökk Kristins var 7,17 metrar. Sport 1.9.2011 08:50 Ásdís með besta kast ársins - einu sæti frá úrslitum Ásdís Hjálmsdóttir komst ekki í úrslit í spjótkasti á HM í frjálsum í Suður-Kóreu í nótt. Ásdís kastaði lengst 59,15 metra, hennar besta kast á árinu, og varð í 13. sæti í undankeppninni, einu sæti frá því að komast í úrslit. Sport 1.9.2011 08:41 Hermann úr leik á HM í júdó Hermann Unnarsson er úr leik á heimsmeistaramótinu í júdó sem fer nú fram í Bercy-höllinni í París. Hermann glímdi við úkraínskan kappa í morgun og tapaði. Sport 26.8.2011 11:06 Körfuboltastrákur á krossgötum Arnar Pétursson bar sigur úr býtum í Reykjavíkurmaraþoninu þegar hann kom í mark á tæpum tveimur klukkustundum og 45 mínútum. Árangurinn er sérlega glæsilegur í ljósi þess að Arnar er ekki nema tvítugur og æfði sérstaklega fyrir hlaupið í einungis tvo mánuði. Sport 24.8.2011 22:49 Íslandsmótið í brennibolta fer fram á laugardag Íslandsmótið í brennibolta fer fram í þriðja skipti á laugardaginn. Leikið verður á Klambratúni en í fréttatilkynningu frá Brenniboltafélagi Reykjavíkur segir að búist sé við þátttakendum víðsvegar af landinu. Sport 23.8.2011 22:33 Frábær stemning á Reykjavíkurmaraþoninu Reykjavíkurmaraþonið fór fram á laugardaginn við frábærar aðstæður. Veður var gott og var metþátttaka í öllum sex vegalengdunum. Rúmlega tólf þúsund tóku þátt. Sport 22.8.2011 13:26 Íslandsmet, metþátttaka og rjómablíða í Reykjavíkurmaraþoninu Arnar Pétursson og Veronika Sigríður Bjarnadóttir sigruðu í Reykjavíkurmaraþoninu sem fram fór í blíðskaparveðri á laugardaginn. Þátttökumet var sett auk þess sem Kári Steinn Karlsson setti Íslandsmet í hálfmaraþoni. Sport 22.8.2011 13:22 « ‹ 12 13 14 15 16 17 18 19 20 … 75 ›
Anna Soffía og Sighvatur Magnús Íslandsmeistarar Sighvatur Magnús Helgason úr Mjölni og Anna Soffía Víkingsdóttir úr Ármanni eru nýkrýndir Íslandsmeistarar í brasilísku Jiu Jitsu. Rúmlega fimmtíu keppendur kepptu á Íslandsmótinu sem fram fór í Laugardalnum í dag. Sport 6.11.2011 20:41
Þórey Edda hefur störf hjá Frjálsíþróttasambandinu Þórey Edda Elísdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri hjá Frjálsíþróttasambandi Íslands (FRÍ). Hún mun aðallega fást við verkefni sem miða að því að efla útbreiðslu frjálsra íþrótta. Þórey Edda mun einnig koma að undirbúningi Ólympíuhóps FRÍ fyrir leikana í London á næsta ári. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Frjálsíþróttasambandinu í kvöld. Sport 3.11.2011 22:46
Ragna og Ásdís fengu hálfa milljón - úthlutun úr Afrekskvennasjóði Fjórar íþróttakonur og tvö sérsambönd fengu styrk í dag þegar tilkynnt var um áttundu úthlutun úr afrekskvennasjóði Íslandsbanka og ÍSÍ. Frjálsíþróttakonan Ásdís Hjálmsdóttir og badmintonkonan Ragna Björg Ingólfsdóttir fengu báðar hálfa milljón og danskonurnar Hanna Rún Óladóttir og Sara Rós Jakobsdóttir fengu báðar 250 þúsund krónur. Sport 3.11.2011 17:11
Ragna í aðra umferð án þess að svitna Ragna Ingólfsdóttir er komin áfram í aðra umferð á Bitburger Open mótinu í badminton þrátt fyrir að hafa ekki keppt í dag. Ragna átti að keppa á móti Maja Tvrdy frá Slóveníu en Tvrdy tilkynnti mínútu fyrir leikinn að hún gæfi hann sökum meiðsla. Sport 2.11.2011 18:03
Ragna úr leik í fyrstu umferð í Hollandi Badmintonkonan Ragna Ingólfsdóttir er úr leik á opna hollenska meistaramótinu í badminton eftir tap í fyrstu umferð á móti tékknesku stúlkunni Kristina Gavnholt í dag. Sport 12.10.2011 17:30
Pistillinn: Gefðu boltann! Einspilari er orð sem er nánast eingöngu notað í yngri flokkum í knattspyrnu. Krakkar eða táningar sem kjósa ítrekað að fara sínar eigin leiðir frekar en að senda á samherja. Hvers vegna? Þeir vita að oftar en ekki virkar það. Sport 7.10.2011 16:27
Dagur í lífi sundmannsins Íslenski sundkappinn Jakob Jóhann Sveinsson ákvað á dögunum að gera myndband þar sem farið er í gegnum týpískan dag í lífi sundmannsins. Sport 2.10.2011 23:37
Tvær undir Íslandsmetinu í sama sundinu Ingibjörg Kristín Jónsdóttir úr SH og Eygló Ósk Gústafsdóttir úr Ægi syntu báðar undir gamla Íslandsmetinu í 50m baksundi á Haustmóti Ægis sem fer fram í Laugardalslauginni um helgina. Hér er um að ræða Íslandsmetið í stutti laug það er 25 metra laug. Sport 1.10.2011 22:46
Ragna tapaði fyrir franskri stelpu í Tékklandi Badmintonkonan Ragna Ingólfsdóttir komst í átta manna úrslit á alþjóðlega tékkneska mótinu í gær en hún féll úr leik í morgun þegar hún tapaði fyrir Sashina Vignes Waran frá Frakklandi. Sport 1.10.2011 18:40
Kári Steinn: Fékk krampa eftir 34 kílómetra en dröslaðist í mark "Hún er alveg frábær. Þetta var stórskemmtilegt hlaup, frábærar aðstæður og rosaleg stemmning,“ sagði maraþonhlauparinn Kári Steinn Karlsson um tilfinninguna að loknu Berlínarmaraþoninu í dag. Sport 25.9.2011 12:13
Agnes og Thelma náðu góðum árangri í Slóveníu Thelma Rut Hermannsdóttir varð í fjórða sæti og Agnes Suto í því áttunda í úrslitum á heimsbikarmóti í áhaldafimleikum í Slóveníu í gær. Sport 25.9.2011 10:55
Kári Steinn bætti Íslandsmetið í maraþonhlaupi - náði Ólympíulágmarki Kári Steinn Karlsson, hlaupari úr Breiðabliki, setti nýtt Íslandsmet í maraþonhlaupi í Berlínarmaraþoninu í morgun. Kári hljóp á 2:17:12 klst og bætti gamla metið um tvær og hálfa mínútu. Sport 25.9.2011 09:40
Kári Steinn stefnir á Íslandsmet í Berlínarmaraþoninu Kári Steinn Karlsson, langhlaupari úr Breiðabliki, verður meðal keppenda í Berlínarmaraþoninu sem fram fer á morgun. Um eitt hundrað Íslendingar taka þátt í hlaupinu. Sport 24.9.2011 14:05
Gunnar Nelson mætir ríkjandi Evrópumeistara í fyrstu glímu Bardagakappinn Gunnar Nelson mætir Marko Helen frá Finnlandi í fyrstu glímunni á ADCC-mótinu, sterkasta uppgjafaglímumóti heims, sem hefst í Nottingham á Englandi í dag. Sport 23.9.2011 20:57
Framstúlkur réðu ekkert við Þorgerði Önnu - myndir Þorgerður Anna Atladóttir skoraði tólf mörk í 30-27 sigri Vals á Fram í árlegum leik Íslands- og bikarmeistaranna í Meistarakeppni HSÍ í Vodafone-höllinni í gærkvöldi. Þetta er annað árið í röð sem Valur verður meistari meistaranna í kvennahandboltanum. Handbolti 19.9.2011 23:28
Pistillinn: Aldrei gefast upp! Þolinmæði þrautir vinnur allar. Þetta hefur mamma brýnt fyrir mér oft og mörgum sinnum. Lengi vel fannst mér þetta nú bara vera eitthvert innantómt raus í kellingunni og kannski skildi ég aldrei almennilega hvaða boðskapur felst í raun og veru í máltækinu. Sport 16.9.2011 18:02
Landsliðið í andspyrnu tapaði fyrir Norðmönnum Íslenska landsliðið í andspyrnu þurfti að lúta í gras fyrir því norska í gær en leikurinn fór fram á Tungubakkavelli í Mosfellsbæ. Andspyrna hefur sprottið upp hér á Íslandi að undanförnu en um er að ræða ástralskan fótbolta. Sport 11.9.2011 15:46
Eiður Aron: Hefðum getað klárað leikinn oft og mörgum sinnum „Við erum alveg hundfúlir með þetta. Þetta var ekki okkar dagur í dag," sagði Eiður Aron Sigurbjörnsson miðvörður Íslands eftir 2-0 tapið gegn Norðmönnum. Íslenski boltinn 6.9.2011 19:03
Frábær árangur hjá Júlían Ármenningurinn Júlían J. K. Jóhannsson vann til tveggja verðlauna á HM unglinga í kraftlyftingum sem fram fer í Kanada. Sport 4.9.2011 19:08
Geir: Fjölmargir aðilar hafa haft samband við KSÍ Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, sagði við fréttastofu Stöðvar 2 í kvöld að fjölmargir aðilar hefðu haft samband við KSÍ vegna stöðu landsliðsþjálfara Íslands. Íslenski boltinn 4.9.2011 17:13
Gunnar Nelson er að undirbúa sig fyrir sterkasta glímumót heims Bardagaíþróttakappinn Gunnar Nelson verður meðal keppanda á Mjölnir Open glímumótinu sem haldið verður í dag. Þetta er í sjötta sinn sem mótið er haldið, en keppt er í svokallaðri nogi-glímu. Sport 2.9.2011 23:02
Norðurlandamót 19 ára í frjálsum - 17 keppendur frá Íslandi Íslendingar eiga 17 fulltrúa á Norðurlandamótinu í frjálsum íþróttum 19 ára og yngri sem fram fer á Österbro-leikvanginum í Kaupmannahöfn um helgina. Sport 2.9.2011 11:16
Ein mætti ekki í úrslitin í spjótkasti kvenna - svekkelsi fyrir Ásdísi Það voru bara ellefu stúlkur sem kepptu til úrslita í spjótkasti kvenna á HM í frjálsum í Daegu í Suður-Kóreu í dag því Þjóðverjinn Linda Stahl mætti ekki til leiks. Ásdís Hjálmsdóttir endaði í þrettánda sæti í undankeppninni en tólf stúlkur komust í úrslitin. Ásdís var rúma 50 sentimetra frá því að komast í úrslitin. Sport 2.9.2011 11:34
Kristinn náði sér ekki á strik á HM í frjálsum Kristinn Torfason, frjálsíþróttakappi úr FH, er úr leik á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Suður-Kóreu. Undankeppnin í langstökki fór fram í nótt. Lengsta stökk Kristins var 7,17 metrar. Sport 1.9.2011 08:50
Ásdís með besta kast ársins - einu sæti frá úrslitum Ásdís Hjálmsdóttir komst ekki í úrslit í spjótkasti á HM í frjálsum í Suður-Kóreu í nótt. Ásdís kastaði lengst 59,15 metra, hennar besta kast á árinu, og varð í 13. sæti í undankeppninni, einu sæti frá því að komast í úrslit. Sport 1.9.2011 08:41
Hermann úr leik á HM í júdó Hermann Unnarsson er úr leik á heimsmeistaramótinu í júdó sem fer nú fram í Bercy-höllinni í París. Hermann glímdi við úkraínskan kappa í morgun og tapaði. Sport 26.8.2011 11:06
Körfuboltastrákur á krossgötum Arnar Pétursson bar sigur úr býtum í Reykjavíkurmaraþoninu þegar hann kom í mark á tæpum tveimur klukkustundum og 45 mínútum. Árangurinn er sérlega glæsilegur í ljósi þess að Arnar er ekki nema tvítugur og æfði sérstaklega fyrir hlaupið í einungis tvo mánuði. Sport 24.8.2011 22:49
Íslandsmótið í brennibolta fer fram á laugardag Íslandsmótið í brennibolta fer fram í þriðja skipti á laugardaginn. Leikið verður á Klambratúni en í fréttatilkynningu frá Brenniboltafélagi Reykjavíkur segir að búist sé við þátttakendum víðsvegar af landinu. Sport 23.8.2011 22:33
Frábær stemning á Reykjavíkurmaraþoninu Reykjavíkurmaraþonið fór fram á laugardaginn við frábærar aðstæður. Veður var gott og var metþátttaka í öllum sex vegalengdunum. Rúmlega tólf þúsund tóku þátt. Sport 22.8.2011 13:26
Íslandsmet, metþátttaka og rjómablíða í Reykjavíkurmaraþoninu Arnar Pétursson og Veronika Sigríður Bjarnadóttir sigruðu í Reykjavíkurmaraþoninu sem fram fór í blíðskaparveðri á laugardaginn. Þátttökumet var sett auk þess sem Kári Steinn Karlsson setti Íslandsmet í hálfmaraþoni. Sport 22.8.2011 13:22