Sport

Kári Steinn bætti Íslandsmetið í maraþonhlaupi - náði Ólympíulágmarki

Kári Steinn Karlsson bætti Íslandsmetið
Kári Steinn Karlsson bætti Íslandsmetið STEFÁN KARLSSON
Kári Steinn Karlsson, hlaupari úr Breiðabliki, setti nýtt Íslandsmet í maraþonhlaupi í Berlínarmaraþoninu í morgun. Kári hljóp á 2:17:12 klst og bætti gamla metið um tvær og hálfa mínútu.

B-lágmarkið fyrir Ólympíuleikana í London á næsta ári er 2:18:00 klst og því ljóst að Kári Steinn hefur tryggt sér þátttökuréttinn þar.

Patrick Makau sigraði í hlaupinu á nýju heimsmeti. Hann hljóp á 2:03:38 klst. Fyrstu fjögur sætin voru skipuð hlaupurum frá Kenía. Kári hafnaði í 17. sæti hlaupsins sem er frábær árangur.

Um eitt hundrað Íslendingar tóku þátt í hlaupinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×