Kristinn Torfason, frjálsíþróttakappi úr FH, er úr leik á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Suður-Kóreu. Undankeppnin í langstökki fór fram í nótt. Lengsta stökk Kristins var 7,17 metrar.
Tólf lengstu stökkin gáfu sæti í úrslitum og var Kristinn töluvert frá sínu besta. Tólfti maður inn í úrslitin stökk 8,02 metra en lengsta stökk undankeppninnar átti Bandaríkjamaðurinn Dwight Phillips. Hann stökk 8,32 metra.
Óhætt er að segja að Kristinn hafi ekki náð sér á strik. Fyrsta stökk hans var 5,52 metrar, það næsta 6,25 metrar og svo stökk hann 7,17 metra í þriðja og síðasta stökkinu.
Kristinn á best 7,77 metra í langstökki og var því töluvert frá sínu besta.
Kristinn náði sér ekki á strik á HM í frjálsum
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið





„Við völdum okkur ekki andstæðinga“
Handbolti

Glórulaus tækling Gylfa Þórs
Íslenski boltinn



Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“
Íslenski boltinn
