Gunnar Nelson er að undirbúa sig fyrir sterkasta glímumót heims Kristján Hjálmarsson skrifar 3. september 2011 06:30 Tveir keppa í glímu án galla þar til annar nær að yfirbuga andstæðinginn með lás eða hengingartaki og þvingar hann til uppgjafar. Mynd/Stefán Bardagaíþróttakappinn Gunnar Nelson verður meðal keppanda á Mjölnir Open glímumótinu sem haldið verður í dag. Þetta er í sjötta sinn sem mótið er haldið, en keppt er í svokallaðri nogi-glímu. Gunnar býst við sterku móti og segir íslenska glímumenn verða sterkari með hverju árinu sem líði. Meðal keppenda í ár verða Anna Soffía Víkingsdóttir, Norðurlandameistari í júdó, og Sighvatur Helgason, sem er einn efnilegasti glímumaður landsins. „Hann er meira en bara efnilegur – hann er hrikalega góður,“ segir Gunnar um Sighvat. „Hann er ungur, aðeins nítján ára. Það er kannski til marks um það hvað gæðastigið er orðið hátt í glímunni hjá unga fólkinu. Það er ekki hlaupið að því að sigra hann.“ Gunnar hefur ekki alltaf átt heimangengt á Mjölnir Open en hefur sigrað í þau skipti sem hann hefur keppt. Hann mundi þó ekki alveg eftir því að hafa sigrað í fyrra þegar blaðamaður talaði við hann í gær. „Nei, ég var ekki með í fyrra en við erum að fletta þessu upp. Heyrðu jú! Ég var með í fyrra,“ sagði Gunnar pollrólegur. Gunnar vann þá gull í mínus 88 kílóa flokki og í opnum flokki karla. Hann vann hann allar sínar glímur á mótinu, 8 talsins, á fullnaðarsigri eða með því að neyða andstæðinginn til uppgjafar. Fyrrnefndur Sighvatur Helgason, var sá eini sem náði að skora á hann stig á öllu mótinu. Gunnar býr sig nú undir Abu Dhabi-glímumótið sem fram fer í Nottingham, en það er sterkasta glímumót í heimi. Gunnar fer út 21. þessa mánaðar en mótið sjálft hefst hinn 25. Mjölnismótið fer nú fram í fyrsta skipti í Mjölniskastalanum svokallaða, en bardagaklúbburinn hefur aðsetur í gamla Loftkastalanum á Seljavegi. Aðstæður hjá Mjölni eru með besta móti því þótt gamla leikhúsinu hafi verið breytt í glímusal var hluti áhorfendapallana skilinn eftir svo þar eru sæti fyrir að minnsta kosti hundrað manns. Mótið hefst klukkan 11 í dag og er aðgangseyrir 500 krónur. Innlendar Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Sport Fleiri fréttir Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjá meira
Bardagaíþróttakappinn Gunnar Nelson verður meðal keppanda á Mjölnir Open glímumótinu sem haldið verður í dag. Þetta er í sjötta sinn sem mótið er haldið, en keppt er í svokallaðri nogi-glímu. Gunnar býst við sterku móti og segir íslenska glímumenn verða sterkari með hverju árinu sem líði. Meðal keppenda í ár verða Anna Soffía Víkingsdóttir, Norðurlandameistari í júdó, og Sighvatur Helgason, sem er einn efnilegasti glímumaður landsins. „Hann er meira en bara efnilegur – hann er hrikalega góður,“ segir Gunnar um Sighvat. „Hann er ungur, aðeins nítján ára. Það er kannski til marks um það hvað gæðastigið er orðið hátt í glímunni hjá unga fólkinu. Það er ekki hlaupið að því að sigra hann.“ Gunnar hefur ekki alltaf átt heimangengt á Mjölnir Open en hefur sigrað í þau skipti sem hann hefur keppt. Hann mundi þó ekki alveg eftir því að hafa sigrað í fyrra þegar blaðamaður talaði við hann í gær. „Nei, ég var ekki með í fyrra en við erum að fletta þessu upp. Heyrðu jú! Ég var með í fyrra,“ sagði Gunnar pollrólegur. Gunnar vann þá gull í mínus 88 kílóa flokki og í opnum flokki karla. Hann vann hann allar sínar glímur á mótinu, 8 talsins, á fullnaðarsigri eða með því að neyða andstæðinginn til uppgjafar. Fyrrnefndur Sighvatur Helgason, var sá eini sem náði að skora á hann stig á öllu mótinu. Gunnar býr sig nú undir Abu Dhabi-glímumótið sem fram fer í Nottingham, en það er sterkasta glímumót í heimi. Gunnar fer út 21. þessa mánaðar en mótið sjálft hefst hinn 25. Mjölnismótið fer nú fram í fyrsta skipti í Mjölniskastalanum svokallaða, en bardagaklúbburinn hefur aðsetur í gamla Loftkastalanum á Seljavegi. Aðstæður hjá Mjölni eru með besta móti því þótt gamla leikhúsinu hafi verið breytt í glímusal var hluti áhorfendapallana skilinn eftir svo þar eru sæti fyrir að minnsta kosti hundrað manns. Mótið hefst klukkan 11 í dag og er aðgangseyrir 500 krónur.
Innlendar Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Sport Fleiri fréttir Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjá meira